Dýraverndarinn - 01.01.1931, Qupperneq 11
DÝRAVERNDARTNN
5
En af Káp er þa'ð afi segja, a'ð hann gleymdi aldrei
þessu áfalli og mundi einatt eftir læknum. Eftir þetta
þegar ís var á læknum og sau'ðirnir reknir yfir hann,
dró Kápur sig til baka þegar að læknum kom, og
lét hinum sauðunum eftir a'ð fara á undan. En þeg-
ar siðasti sauðurinn var kominn yfir, tók Kápur
undir' sig stökk mikið, og reyndi að komast hjá því
að þurfa að tylla fótum á ísinn. Leyndi sér ekki.
að hann hafði beyg af læknum og yfir höfuð fanst
mér hann ísragari eftir þetta en áðtir.
— Vorið sem Kápur varð 7 vetra, hafði eg vista-
skifti og fór alfarinn frá Heggsstöðum. Næsta vetur
geisa'ði liráðafár þar um sveitir. Fórust úr pestinni
;o fjár á Iíeggsstöðum, og var Kápur síðasta kindin.
Morgun einn, er sauðamaður kom til húsanna, lá
hann dauður innan við hurðina. Erétti eg síðar. a'ð
hans hefði verið meira saknað en allra hinna kind-
anna, sem fórust.
Og sjálfum mér fór svo, er eg spurði afdrif Káps.
a'ð mér fanst eg eiga þar á bak að sjá gömlum og
góðum vin.
Guðmundur F. Guðmundsson.
Bókhlöðustíg 6.
Skipshundurinn.
F.ftir Syllandcr Brckkc.*)
Peggi var skipshundur, og hann var ákaflega
u.pp með sér, bæði af titlirium og þá ekki siður af
stöðunni, sem hann hafði á skipinu. Ef einhverjum
hefði orðið það á. að spvrja hann, hvað það gæti
nú eiginlega verið, sem hundur hefði að starfa á
skipsfjöl, þá hefði Peggí einungis fitjað upp á
trýnið með fyrirlitning á slíkum skilningsskorti
þess, liver vandastaða það er að vera skipshundur.
Enginn vissi það betur en Peggí, !ive margt það
var, sem rækja þurfti og enginn var sá hundur.
sem betur stæði í stöðu sinni né trúlegra rækti hin
niargbrotnu skyldustörf. Rismál hans vóru fyrr en
allra annarra á skipinu. Hann vaknaði stundvíslega
*) Syllander Brckke, sá er skráð hefir sögu þessa, er
norskur sjómannaprestur. Hann var áður forstöðumaður
norska siómannatrúhoðsins i Valencia á Spáni, en gegnir
nu samskonar starfi í Philadelphia i Bandarikjunum.
klukkan fimm á hverjum morgni og þegar hann
hafði geispað og teygt úr sér og snurfusað sig
sæmilega á legubekk „timburmannsins“, þar sem
hann hafði náttstað að jafnaði, þá var það fyrsta
starf lians að vekja timburmanninn. „Hann er
áreiðanlegri en nokkur vekjaraklukka“, sagði timb-
u.rmaðurinn jafnan, þegar eitthvað var minst á
Peggí. Og þetta vóru engar ýkjur. Peggi var hverri
vekjaraklukku áreiðanlegri og víst er þa'Ö, að timb-
urmaðurinn hefði ekki komizt svo jafn-snemma á
fætur, sem nú var raun á, ef skipshundsins hefði
ekki notið við. En timburmaðurinn hafði þó ekki
hugmynd um, hvílíkt dómadags basl það var fyrir
Peggí litla glorhungraðan, að vekja hann á hverj-
um einasta morgni. Peggí liyrjaði venjulega á því.
a'ð glepsa nokkurum sinnum í brekánið, en það var
ekki annað en byrjunin, þvi að timburmaðurinn
varð þess aldrei var. Þá varð Peggí að gelta ofur-
litið, en það var eins og timburmaðurinn heyrði
ekki til hans, liversu hátt sem hann gelti. Þá hafði
Peggi hugkvæmst þrauta-ráð, sem jafnan dugði, en
það var það, að bita i nefið á timburmanninum.
Þegar Peggi hafði gengið úr skugga um, að hann
væri glaövaknaður og farinn að klæða sig, fór hann
í eftirlitsferð til allra hinna skipsmannanna, til þess
að ganga úr skugga um, hvort nokkur væri sof-
andi. Ef hann varð þess var, að einhver hefði ekki
brugðið Idundstöfum, þá þaut hann, sem kólfi væri
skotið, upp i fletið til svefnpurkunnar, glepsaði i
nefið á honum, og stóð þá sjaldnast á því, að menn
flýtti sér fram úr.
Auðvitað hafði Peggí sjálfum hugkvæmst þessar
,,nef-glepsur“, sem svo vóru nefndar, og hann var
ákaflega hreykinn af þessari hugkvæmni, — sem
honum varð að vísu á að nota oftar en skyldi. —
Svo bar til að skipstjórinn hafði einu sinni boðið
gestum úr landi út á skip til sín, i miðdegisveizlu.
Peggí hafði skilizt það, að eitthvað væri á seyði.
Hann haföi ráðið það af því, að matsveinninn hafði
verið að bjástra við allskonar ilmandi góðmeti all-
an fvrra hluta dagsins og Peggí hafði því sætt lagi,
að komast inn i borðsal skipstjórans í tæka tið, í
þeirri von, að honum mundi áskotnast ætur liiti.
Honum hafði hugkvæmst sjálfum, hvernig bezt
væri að koma ár fyrir borð þegar svona stóð á.
Og venjan var sú, að enginn stóðst augnatillit hans
og þá snildarlegu hræsnisgrimu, sem honum tókst
að setja upp. Peggí bjó um sig undir borðinu. Þar