Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.01.1931, Blaðsíða 17

Dýraverndarinn - 01.01.1931, Blaðsíða 17
DÝRAVERNÐARINN ii æææææææææææ æææææææææææ Mynd þessi er tekin eftir málverki Jóns Stefánssonar listmálara U'tigangsn estar. æææææææææææ æææææææææææ væri sér þess métSvitandi, at5 hún ætti aÖ gæta alls hópsins, og sæi um, a'ð ekkert af hennar fylgdarli'ði færi sér að voða. Á veðrabreytingum vissi Hrefna ætið glögg skil. T. d. flutti hún sig ætíö í skjól á undan illviðrum og liélt sig þar með fylgdarliði sínu unz veðrinu slotaði. Á vorin var Hrcfna mjög túnsækin og aðsúgsmikil. gekk alls ekki undan hundum, og segja mátti, að engin girðing liélcli henni, enda vóru ]iær ekki eins fullkomnar og ]iær gerast nú. Flaug mér stundum i hug, að hún vildi með frekju sinni sýna, að hcnni þætti óþarft að vera að telja eftir sér fyrstu gróður- nálarnar að vorinu, úr því að hún hefði lifað á grárri sinunni allan veturinn. Aldrei kom það fyrir, að hún leyfði folöldum sínum að fara inn fyrir girðinguna ef hliðið var lokað. En ])egar að þeim tíma leið, að folaldið þurfti að fá að sjúga, rölti hún að girðing- unni, en gætti þess þó jafnan, að koma sér þannig fyrir, að folaldið gæti auðveldlega náð til spenanna á milli vírstrengjanna. Þegar folaldið hafði sogið nægju sína fór hún aftur að bíta. Á ]ietta horfði eg oft og mörgum sinnum og þótti merkilegt, enda var hún oft látin óáreitt í túninu, einmitt fyrir þetta. III. Veturinn 1917—18 átti eg heima í Sigtúnum við Ölfusárbrú. Þá um haustið tók eg þangað austur. ásamt fleiri hrossum, bleika stóðhryssu, sem eg hafði alið upp í Brautarholti og kölluð var Perla. Var hún af völdu reiðhestakyni úr Skagafirði, en aldrei tam- in til reiðar, ']iótt öll gæðingseinkenni bæri hún með sér. Þennan harða og kalda vetur gekk Perla að mestu leyti úti, ásamt fleiri vönum útigangshestum, sem eg átti þá, en sjálf réð hún forustunni. Um vetur- inn gekk undir lienni móálótt hestfolald. sem nú er gæðingur hér í borginni. í fylgd með hryssunni var skjóttur hestur, bróðir Hrefnu, sem áður er nefnd, mesta hörkutól og vanur útigangi frá Brautarholti. Hann tók miklu ástfóstri við folaldið og lét sér mjög ant um það. Oft tók eg eftir því, þegar vont var að ná til jarðar vegna snjóa, að Skjóni krafsaði fyrir folaldið. Og í roki og hörkum gætti Perla og Skjóni þess, að folaldið biti í skjóli við þau, enda varð eg aldrei var við að Mósi litli skvlfi. og var ]ió oft kalt þennan eftirminnilega gaddavetur. Að vísu höfðu hross þessi hús til þess að flýja inn i, en þau leituðu ekki þangað nema í verstu af- tökunum. Annars var húsið altaf opið og oftast gefið

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.