Dýraverndarinn - 01.01.1931, Page 21
DÝRAVERNDARINN
15
hestana. Og af þvi a<5 alt athæfi hundsins þá, þótti
einkennilegt i sambandi viÖ þaÖ sem fram kom á
eftir, ætla eg að segja frá því nokkuð nánar.
VoriÖ 1915 veiktist Ólafur Árnason, framkvæmd-
arstjóri á Stokkseyri, mjög snögglega, svo aÖ nauÖ-
synlegt þótti a<5 flytja hann suÖur. Þá var engin
Ijifreiö austanfjalls, Hellisheiði órunnin, en fært bif-
reiÖum i'ir Reykjavik og upp í Hveradali. Var eg
beÖinn aÖ bregða skjótt við og ílytja Ólaf vestur
yfir heiði. B.jóst eg því með skyndingu, en á meðan
var búið um Ólaf i fjaðravagni fjórhjóluðum og
yfirtjölduðum, og með hann komið vestur að Kala-
stöðurn. Þá var eg ferðbúinn. En nú brá svo viö,
að Stubbur hreyfði sig hvergi, var eitthvað svo und-
arlega fálátur og fór allur hjá sér. Og þegar kona
mín sá, að hann ætlaði að verða eftir, er við fór-
um, kallaði hún til hans: „Stubbur minn! Ætlarðu
ekki að fylgja honum Snjólfi?" Varð hann þá enn
þá lúpulegri og ýlfraði raunalega. Og eftir að eg
var farinn, hafði hann setiö á grjótgarðinum nokk-
ura stund og spangólað eitthvað svo sárt og ámát-
lega. Eg man eftir að mér þótti athæfi hundsins
undarlegt, og ekki laust við að þeirri hugsun skvti
<)]<]) hjá mér, að ferðin mundi ekki ganga að ósk-
um. Þó gekk alt vel og greiðlega. Við vórunr tveir
með vagninum og náðum á tilsettum tirna vestu"
í Hveradali. Þar beið bifreið, sem flutti Ólaf til
Reykjavikur. En af ]rví að kvekl var komið. héld-
um við áfram niður á Kolviðarhól og tókum okkur
þar gistingu. Daginn eftir héldum við svo heim,
og var fögnuður Stuhbs mikill að sjá mig heim-
kominn. Og það sagði kona ntin, að hún hefði sjald-
an orðið fegnar heimkomu minni en þá. Svo illa
hafði það slegið hana, er Stubbur vildi ekki fylgja
mér, að hún gat aldrei á heilli sér tekið, á meðan
eg var i burtu, og var aldrei ugglaus um að eitt-
hvert slys mundi henda mig. En einni stundu eftir
heimkomu mína var símað að sunnan, að Ólafu"
væri látinn. Hafði hann verið fluttur i sjúkrahús
og gerður á honum holskurður, sem hann ekkí bold;.
svo aÖframkominn sem hann var. Eg ætla engum
getunr að leiða að þvi, hvers vegna Stubbur h’-á
vana sínum og fylgdi mér ekki i þetta skifti. E-
stundum varð okkur hjónunum hugsað á bá leið.
að Stubbur hefði eitthvað séð og haft hugboð ur-
floira en okkur mennina grunaði.
Sumartima einn á meðan eg átti heima á Stokk=-
eyri. var eg kaupanraður hjá Þorláki bónda á Kirkju-
ferju; var Stubbur með mér allan tímann og fylgdi
mér hvert sem eg fór. Sólskinsdag einn vórum við
að slá alllangt frá bænum, austur i svonefndu Flugu-
gili. Hafði eg farið snöggklæddur að heiman, en svo
heitt gerðist urn daginn, að eg fór úr vestinu og
lagði þaú hjá mér i slægjuna. Stubbur hafði fylgt
mér á engjarnar, eins og vant var. Síðari hluta dags
var eg sendur heirn til þess að lilaða úr heyi. sem
heim var reitt, og var eg að því fram á kveld. Um
kveldið varð eg þess var, að Stubbur var elcki heima
við, og hafði enginn séð hann. Að vísu hafði mér
gleymst að hirða vesti mitt, er eg hætti að slá og
fór heirn. en gat þó varla trúað þvi, að Stubbur
væri að annast urn vestið og það eitt tefði heim-
komu hans. Næsta morgun var komin rigning, en
Stubbur sást hvergi. Fórum við þá að rista torf, sem
reitt var heim jafnóðum, og þakið með þvi heyið.
sem upp var borið kveldinu áður. Vórum við að
fást við þetta fram eftir deginum og bjuggumst
ekki á engjar fyrr en hallaði af hádegi. Þegar aust-
ur i Flugugil kom. reis Stubbur upp og sást þá að
hann hafði legið á vestinu allan timann. Og það
kom oftar fvrir. að Stubbur lá timunum saman hjá
einhverium hlut. eða flík. sem hann vissi að mér
tilhevrði. og hreyfði sig ekki þaðan fyrr en að var
komið. Er eg næstum viss um, að hungurmorða
hefði hann orðið fyrr. en hann hefði vfirgefið ]iað,
sem hann hafði tekið að sér að gæta á þennan liátt.
Slík var skyldurækni hans og trúmenska.
Eitt af því, sem allra einkennilegast þótti um Stubb
var óbeit sú. seni hann hafði á öllum bátum. enda
kom það aldrei fyrir, að hann næðist upp í ferju.
bó hann sæi mig stiga upp í hana. Á meðan eg
átti heima á Stokksevri. reri eg 7 vertíðir i Þor-
lákshöfn. Oftast þegar eg fór í verið, var eg ferj-
aður yfir Ölfusá i Óseyramesi og fylgdi Stubbur
mér iafnan að ánni. En svo var hann var um sig.
að nldrei ná'Sist hann. og reyndi eg þó oft, mest
bó til ganrans. að koma honum upp í ferjuna. Á
meðan eg var ferjaður yfir. lá hann við ána. en
begar liann sá að eg labbaði vestur sandinn, reis
hánn á fætur og hélt heimleiðis.
Einu sinni komst eg á ís vfir Ölfusá, er eg fór
í verið og fylgdi Stubbur mér þá alla lieð út i Þor-
lákshöfn, og var þar hjá mér fram undir páska.
Átti hánn þar góða og náðuga daga, gekk á milli
góðbúanna og var mikill aufúsugestur í hverri búð.
Þá vertíð reri einnig í Þorlákshöfn, Sigurjón son-