Dýraverndarinn - 01.01.1931, Page 24
18 DÝRAVERNDARINN
i. Borgfirðingur.
Fyrsti gæðingurinn, sem eg eigna'Öist, var kynjað-
ur úr Borgarfirði, og nefndi eg hann því Borgfirð-
ing. Sigfús Eymundsson, mágur minn, gaf mér hann
í sumargjöf vorið 1891.
Borgfirðingur var grár að lit, hafði háan en liúf-
an vilja, har sig ágætlega, snjallvakur og ganglag-
inn. Þegar eg eignaðist hann, var hann einn af þeim
allra styggustu hestum, sem eg hefi komizt í kynni
við. Náðist ekki nema í aðhaldi, og ekki mátti sleppa
honum með hnakk og beizli, því þá var hann sam-
stundis þotinn út í veður og vind og oft mikill elt-
ingur við að ná honum. Ekki hafði eg lengi átt hann,
er mér tókst að spekja hann svo, að óhætt var að
sleppa honum með reiðtýgjum. Byrjaði eg með að
hafa .í taumnum langan enda, klappaði klárnum og
gaddi við hann, en við það spektist hann svo, að
þegar lengra leið á sumarið, hætti hann með öllu
að rása frá mér.
Borgfirðingur var með afbrigðum vegvís og svo
athugull og gætinn um margt, að aldrei kom það
íyrir, eins og hann var þó viljamikill og framsæk-
inn, að hann sneiddi ekki hjá þeim hættum eða ófær-
um, sem framundan vóru. J>ví til sönnunar ætla eg
að segja frá litlu atviki, sem fyrir mig kom haust-
ið 1894. Eg var þá að koma norðan úr landi, frá
Sauðárkróki, í öndverðum nóvembermánuði og fór
sveitir, eins og kallað er. Meðfram Hvalfirði hrepti
eg landsynnings rolc með ofsa rigningu. Frá Þyrli
rak eg Borgfirðing einan, því eg' var þá orðinn að-
eins meö tvo hesta. Eg hafði ásett mér, að ná heim
til mín í Jveykjavík um kveldið, og til þess að það
mætti takast, ætlaði eg að stytta mér leið með því
að fara Reynivallaháls og Svínaskarð. Þegar að
imssá kom, sá eg að hún mundi i miklum vexti,
enda var rokið og rigningin eins og það getur mest
orðið þar um slóðir. Þó ætlaði eg aö láta slarka
yfir ána, en þá tók Borgfirðingur til sinna ráða,
sneri frá ánni og þaut i rokspretti niður á brú
og nam ekki staðar fyrr en heima í lilaði á bænum
Fossá. Varð eg því að riða á eftir lionum, en þeg-
ar eg steig af Ijaki í hlaðinu á Fossá, sögðu heima-
menn: ,,í þetta sinn liafði hesturinn vit fyrir þér,
Daniel!“
Áin var með öllu ófær, og þó að eg hefði slark-
að einhvernveginn yfir hana, fullyrtu heimamenn, að
Laxá i Kjós mundi þá einnig vera óreið undan
Möðruvöllum. Eg lét mér þetta að lcenningu verða,
hvarf frá þvi að fara yfir hálsinn og reið „fyrir
framan“, sem kallað er. Eg kom að Neðra-Hálsi
á liádegi, en teptist þar fram á næsta dag; þá var
lilaupið svo úr Laxá, að slarkfært var yfir hana.
Þótt Borgfirðingur væri styggur og léti elcki aðra
en mig liafa hendur i hári sinu, var liann óvenjulega
hagaspakur, enda gekk hann dögum saman á mýr-
unum hér innan við bæinn, án þess að eftir hon-
um þyrfti að líta. En túnsækinn þótti hann í frek-
ara lagi, enda vóru flest tún þá sumpart ógirt eða
illa girt. Átti hann því fáum vinum að fagna á með-
al bænda liér í nágrenninu, eins og lílca siðar kom
á daginn.
Sunnudag einn — eg man ekld livort það var sum-
arið 1896 eða 1897, — ætlaði eg að riða Borgniu-
ing eitthvað burt úr bænum, en þá fanst liann hvergi,
og þótti mér það undarlegt, því aldrei hafði hann
sjálíráður fariö úr heimaliögum sinum, svo að eg
vissi. Litlu síðar frétti eg þó af honum fyrir norð-
an Leirvogstungu og lagði samstundis á stað að
sækja hann. Stóð það heima, að klárinn fann eg
þar á sömu slóðum og mér var sagt til Jians, en
heldur brá mér i brún, er eg sá hann, því að rist
hafði verið niður úr öðrum afturnáranum. Þóttist
eg þá þegar viss um, að hann hefði, að vanda, gerzt
nærgöngull einhverju túninu hér nærlendis, en ein-
hver sláttumanns-óþokki reiðst því, slöngvað til laans
orfi með ljá og veitt lionum þennan áverka. Má þó
undarlegt heita, að slík mannvonzka skuli eiga sér
stað, og að nolckur maður skuli vera svo ófyrirleit-
inn og illa innrættur, að skeyta þannig skapi sínu
á dýrunum, sein ekki liafa annað til saka unnið, en
að bera sig eftir björginni þar sem hana er bezta
að fá.
Hestinn tók eg heim með mér í Reykjavílc og
græddi hann, svo hann varð jafngóður.
Þetta var í eina skiftið, sem Borgíirðingur reyndi
að strjúka. Hann var fæddur og uppalinn hjá Daniel
Fjeldsted í Hvítárósi, og þangað hefir hugurinn
hvarflað — heim til æskustöðvanna ætlaði hann að
flýja og þvi var lagt til stroks — þegar ómenni'Ö
liafði veitt honum áverkann. Honum var líka leyft,
þegar leið á sumarið, að fara þangað i orlofsferð
og leika sér þar um æskuhagana íram eftir vetrin-
um. Og síðar lét eg nafna minn á Hvítárósi fá hann,