Dýraverndarinn - 01.04.1931, Blaðsíða 3
U m hesta,
háttu þeirra og vit.
Eftir Daníel Daníelsson, fyrrum ljósmyndara.
(Frh.)
2. Krummi.
HaustiÖ 1898 eignaðist eg brúnan íola, sem eg
nefndi Krumma, frá góðkunningja mínum, Þor-
steini hónda Péturssyni á MiÖfossum. Var folinn
])á lítið taminn, en bráðléttur og viljamikill; fallega
vaxinn og traustur vel, eftir aldri.
Þó að ]>að 1)yki ef til vill ekki fallegt til frá-
sagnar, þá reið eg folanum frá Grund í Skorradal
til Reykjavíkur, að mestu leyti einhesta, á hálfum
öðrum degi, en óskemdur var hann og fjörið engu
minna er ferðinni lauk, en þegar eg lagði upp frá
Crund. F.g fór frá Grund að Bjarteyjarsandi á
Hvalfjarðarströnd og gisti ])ar um nóttina. Morg-
uninn eftir kom eg við í Brekkurétt, en tafði ])ar
of lengi til þess að hreppa góð forvöð fyrir svo-
kallað Klif, sem liggur vestan við Þyril. Var þá
fallið talsvert að, en sleipt undir fæti á þangivöxnu
stórgrýtinu. Þrátt fyrir það skilaði folinn mér heil-
um á húfi úr þeirri svaðilför, en háðir vórum við
blautir, ]>egar undan klifinu kom.1)
Þetta vóru fyrstu kynni okkar Krumma, en ekki
þau síðustu.
Eg náði ekki heim til mín í Reykjavík, fyrr en
um miðnætti. Hafði eg þá ekkert hús til þess að
skjóta folanum inn í, enda var veður hlýtt, svo að
eg gekk frá honum í porti heima hjá mér og gaf
1) Undir þessu klifi hafa margtr druknað.
Daníel á Krumma vorið 1899.
honunt vel. E11 um morgúninn, ]>egar komið var á
fætur, var mér sagt, að folinn væri horfinn úr port-
inu. Klæddi eg niig þá í skyndi og fór að leita hans.
Fann eg hann fyrir ofan Elliðaár upp á Jörfa, og
var hann sýnilega að halda í áttina heim til sín.
Þegar heim kom, tók eg folann í hús og fór að
gefa honum. Hafði eg hann til húsa hjá kunningja
mínUm, Magnúsi steinsmið Guðnasyni, sem ])á Ujó
á Laugaveg 48. Eg átti þá heima á næstu grösurn,
i .augaveg 44, svo að skamt var á milli. Enda mátti
oft rekja spor mín um veturinn að húsi ])ví, sem
Krummi var í. Ekki leið á longu, að með okkur