Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.05.1939, Qupperneq 9

Dýraverndarinn - 01.05.1939, Qupperneq 9
DÝRAVERNDARINN 29 mundi jafna sig og hressast. •— En hún jafnaSi sig ekki. — Og er þrír sólarhringar voru li'Önir, sá bóndi sér ekki annaÖ fært, en a'Ö fá dýra- lækni til að skoða hana. Taldi læknirinn, að kýrin hefði orðið fyrir ósæmilegri meðferð. Afturhluti lík- amans væri nálega máttlaus, en mikil bólga í fæð- ingar-gangi, og víðar. Vítti hann bónda harðlega fyr- ir aðfarirnar og taldi að sjálfsagt hefði verið, að vitja dýralæknis þegar í stað, er sýnt þótti, að kýr- m mundi ekki geta borið hjálparlaust. — Væri bóndi sekur orðinn um dýraníðslu og mundi verða látinn sæta ákæru. Stóð og ekki á því, að dýravinir kærði hann fyrir níðingsverkið. Þegar fyrir rétt kom, hélt bóndi því fram, að átök hestanna mundu ekki hafa verið mjög mikil. Kýrin hefði ekki verið bundin og ekki í hana hald- ið eða togað á móti hestunum, en samt hefði hún ekki lireyfst úr stað — að minsta kosti ekki neitt að ráði! Almenningsálitið snerist mjög gegn bónda og dæmdi hann harðlega. Nokkur blaðaskrif höfðu og orðið um niálið og hnigu öll að því, að refsing yrði að koma fyrir svona athæfi. Málið var dæmt í sakamálaréttinum í Vébjörgum nreð þeim furðulegu. úrslitum, að bóndinn hlaut ekki fangelsisdóm og ekki sekt — heldur meinlausa og gagnslausa áminningu!! Þeim úrslitum vildu dýravinir ekki hlíta. Þeir sneru sér til dómsmálaráðuneytisins og mæltust til þess að málið yrði prófað fyrir öðrum dómstóli. Ráðuneytið tók vel þeim tilmælum. Og nú var „Vestre Landsret“ fengið málið til rannsóknar og dómsálagningar. Vonuðu dýravinir í lengstu lög, að sá dómstóll mundi ónýta Vébjarga-dóminn og líta af fullri samúð á málstað dýranna. En þær vonir urðu að engu, því að hinn fyrri dómur var staðfestur. Hin marklaíusa og meinlausa áminning z'ar látin nœgja! Hneykslismáli ]>essu er nú lokið fyrir dómstólun- um. Og nú er farið að tala um það í Danmörku, hvílík vandræði það sé og minkun siðuðu þjóðfé- lagi, að dýrin skuli í raun réttri vera algerlega rétt- laus fyrir dómstólunum. Hafa margir dýralæknar látið í Ijós í viðtölum og á prenti undrun og gremju yfir úrslitum hins umrædda máls, og almenningsálit- ið er á þeirra bandi. — Um dýraverndunarfélögin þarf ekki að spyrja. Þau hugleiða nú. hver ráð muni vænlegust til þess, að kenna dómöndunum að gera skyldu sína, er þeim berast rökstuddar kærur um dýraníðslu. — Dýrin sé nú með öllu réttlaus, að kalla megi, en því muni ekki verða unað til lengd- ar úr þessu. — Fyrir nokkurum árum var frá því skýrt í norsku blaði, að mannræfill einn þarlendur hefði misþyrmt hesti á mjög svívirðilegan hátt. Hann var kærður fyr- ir athæfið, en sýknaður af dómara þeim, er málið kom undir. — Út af þeim dómi lét blaðið þess getið, að venjulega bæri það engan árangur þar í landi, að kæra dýraníðinga, þó að staðnir væri að verki, því að þeir væri oftast sýknaðir. Og því var við bætt, að sennilega fengist engin leiðrétting slíkra mála, fyrr cn sá háttur vtrri upp tekinn, að birta á prenti nafn hvers þcss manns, sem sannur reyndist að sök um dýraníðslu, og ennfremur nafn hvers þcss dórn- ara, sem fengist ckki til áð gera skyldu sína, cr níð- ingsverk vœri framin á dýrum í umdœmi hans, yfir þcim kœrt og sannað, að þau hefði verið framin. En hvernig horfir nú hjá okkur íslendingum í þessum efnum ? Hvernig er framkoma héraðsdóm- aranna í dýraverndunarmálum ? — Hvernig væri að taka upp þann sið, að birta nöfn þeirra manna, sem sannir reynast að sök um ósæmilegt athæfi gegn dýrum, og þeirra dómara, sem svíkjast um að gera skyldu sína, er slík afbrot eru fyrir þeim kærð ? — Á það verður ef til vill nánara minst í næsta blaði. „Dýraverndarinn“ telur sér ekki skylt, ,,að þegja við öllu röngu“. Dýraverndunarfélög barna. Vorið 1934 voru stofnuð fjögur dýraverndunar- félög meðal barna í úthverfum Reykjavíkur. Haía þau 11Ú starfað um 5 ára bil og orðið að miklu gagni. I'yrst og fremst á þann hátt, að börnin hafa orðið mörgum dýrum að liði, þeirn er eitthvað hefir að amað og til hefir náðst. Mætti sitt hvað um þá starfsemi segja, og alt gott, en rúm leyfir ekki, að út í það sé farið. — í annan stað hefir það góð og göfgandi áhrif á sálarlíf og sálarþroska barna, að likna öðrum, og þá ekki síst þeim, sem fyrir engum geta kvartað og engum órétti af sér

x

Dýraverndarinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.