Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.12.1966, Page 16

Dýraverndarinn - 01.12.1966, Page 16
vaknaði við það, að fugl sat og söng utan við glugg- ann hans. Hann svipti sér fram úr rúminu og stökk berfættur út að glugganum. Og hvað skyldi hann svo sjá? Það sat starri á einni greininni á eplatrénu. Hann beindi gulu nefinu upp í loftið og söng og söng af hjartans lyst, já, svo mikið lagði hann í sönginn, að allar hinar gljáfögru fjaðrir hans iðuðu og titruðu. Óli var ekki lengi að drífa sig í fötin, því að nú . .. nú var komið að því, sem hann hafði búizt við, en hvernig mundi þeim nú ljúka, viðskiptum starr- ans við grátitllingana? Mundi starrinn leggja til atlögu við hina litlu, freku fugla? Óli hentist ofan stigann og út, og hann var fljót- ur að komast þangað, sem varpkasinn var. Þar sá hann svolítið, sem gladdi hann mikið. Starra- hjónunum hafði auðsjáanlega geðjast mjög vel að varpkassanum. Þau höfðu ekkert verið að hugsa sig um, heldur höfðu þau bara setzt þar að, enda sáu þau enga grátittlinga, en ósköp gott var, að í kass- ann skyldi vera komið talsvert af efni til lireiður- gerðar. Óli stóð eins og heillaður og horfði á fuglana. Kvenfuglinn sat í kassanum og stakk liöfðinu út annað veifið, en karlinn dillaði sér á spýtunni, sem við kassann var fest og til þess var ætluð, að á henni væri setið. Og hann söng og söng, tilhlökkun- ar- og gleðisöngva. En allt í einu komu þau, grátittlingshjónin, og þeim varð svo sem ekki um sel, þegar þau sáu, hvað í efni var. Auðvitað urðu þau fokvond út af tiltæki þessara ófétis yfirgangsseggja, — setjast bara upp á heimili annarra og láta eins og ekkert væri sjálfsagð- ara. Og nú ákváðu þeir, grátittlingarnir, að reka starrana á brott með skömm! Og svo hófst þá árásin. Grátittlingshjónin réðust umsvifalaust á starrann, sem sat á spýtunni. tlann snerist lil varnar, og áður en Óli gat í rauninni áttað sig á viðureigninni, duttu allir fuglarnir niður í grasið og veltust þar í einni áflogabendu. Það leit hreint ekkert vel út fyrir starranum. Hann var einn síns liðs á móti tveimur. Grátittlingarnir voru snarir í öllum hreyfingum, og ekki vantaði þá skapið. Já, það leit helzt út fyrir, að hann ætlaði að bíða lægri hlut, starrinn, svo stór sem hann þó var. En konan lians hafði teygt sig út úr kassanum og fylgzt með því, sem fram fór. Og allt í einu var henni nóg boðið. Hún brá sér út í skyndi og greip til vængjanna. Og hún beitti sínu stóra ÍlMft r SSSSÍ Taminn refur, mesta þrifadýr! nefi svo, að um munaði. Hún hjó og lagði til hægri og vinstri, og áður en langt leið, urðu grátittling- arnir að sleppa bónda hennar. Hann var þá ekki lengi að átta sig. Bæði hann og hans kona gerðu harða hríð að grátittlingshjónunum, sem raunar lögðu ekki strax á flótta, en urðu Jró að sætta sig við að flýja, áður en lauk. Og Jrar með var svo komið, að starrahjónin höfðu helgað sér varpkassann. Það gengur svo í veröldinni, að sá, sem er minni máttar, verður að vægja fyrir þeim, sem meira mega sín, en það er starrahjónunum til málsbóta, að kassinn hafði verið smíðaur handa þeim, en ekki öðrum minni fuglum, — það sýndi bezt opið, sem var frarnan á honum, dyrnar, sem íbúarnir áttu að leggja um leið sína inn og út. Þetta kvöld sat húsbóndinn á spýtunni sinni og söng falleg lög. Óla fannst hann vera að syngja fyrir sig, þó að í rauninni væri hann að syngja vorinu og landinu lof og dýrð og svo konunni sinni, sem bráðum mundi fara að verpa. Hann hafði verið svo Jieppinn að finna sér og sínum ágætan bústað, og ungarnir lians — já, gaman yrði nú, þegar þeir færu að gapa við lionum, þá er hann flytti björg í bú. Óli hafði fengið óskir sínar uppfylltar, og hann var ósköp stoltur af störrunum sínum. Sannarlega var það unaðslegt, dásamlegt, að vakna á hverjum morgni við söng starrapabba, sem beið þess í sælli vímu, að egg kæmi í hreiður — og svo ungar! Lífið var þeim jafndásamlegt, Óla litla og starrahjónun- um, og áreiðanlega hafa grátitllingslijónin fundið sér einhvern hentugan stað, þar sem þau gátu glaðzt yfir nýju lífi. 92 DÝRAVERNDARINN

x

Dýraverndarinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.