Dýraverndarinn - 01.12.1966, Síða 21
búskap. Hafís lá hér við Austur- og Norðausturland
langt fram á vor, og stafaði frá honum ærið bitur
kuldi, norðannæðingur og næturfrost, sem olli því,
að gróður allur átti mjög erfitt uppdráttar.
En sauðburðurinn hófst á sínum vana tíma — eða
frá 15. til 20. maí. Þetta umrædda vor gerðist sú
stutta saga, sem ég nú sendi Dýraverndaranum að
gamni mínu.
Þannig hagar hér til, að um það bil tíu mínútna
gang frá bænum á ég beitarhús, sem heita í Hlíð,
og þar lief ég fé mitt. Fyrsta ærin bar 14. maí. Ekki
var um annan kost að ræða en að hafa ærnar á tún-
inu og í húsunum, gefa þeim hey og mat og vera hjá
þeim nætur og daga.
Það mun hafa verið 29. maí. Dálítil gróðurnál var
lekin að skjóta upp kollinum og birkið farið að
springa út. liúið var að sleppa nokkrum einlembd-
um ám, og við Borgþór, sonur minn, fimmtán ára
gamall, fórum nú að vanda eftir hádegið að liuga að
þessum ám. En hvað er nú þetta? Þriggja vetra
gömul ær, grá á litinn, stendur jarmandi við tún-
hliðið. Hún heitir Píla og er eign elztu dóttur minn-
ar, Stefaníu Rósu.
Ég var búinn að sjá Pílu jiennan rnorgun í hlíð-
inni fyrir ofan túnið. Þá var með henni lambið
hennar, grá gimbur. Nú var hún lamblaus!
Við fórum nú af stað að leita að lambinu og
fylgdumst að í fyrstu. Píla fór á eftir okkur. Fljót-
lega skiptum við okkur. Ég fór áleiðis þangað, sem
ég hafði séð Pílu um morguninn, en Borgþór fór
fjárgötuna upp á hlíðarbrúnina. Nú brá svo við,
að ærin l'ylgdi Borgþóri eftir, en ekki mér, og brátt
sá ég, að hún var komin á undan honum. Svo liuríu
þau sjónum mínum upp fyrir brúnina, en ég hélt
áfram að leita í hlíðinni, hélt helzt, að lambið hefði
fengið blóðsótt. En eftir nokkra stund lieyri ég, að
Borgþór kallar:
„Ég er búinn að finna lambið-“
Ég varð nú bæði glaður og forvitinn og flýtti mér
upp á brúnina. Þegar við hittumst, segir Borgþór
mér, að ærin hafi staðnæmzt við lítinn skógarbuska
og horft ofan í liann. Hann horfði og hlustaði, og
allt í einu lieyrði hann jarm niðri í jörðinni. Hann
fór Jrá að greiða í sundur hrfslurnar, og svo fann
hann liolu, sem ekki var stærri unnnáls en Jtað, að
hún rétt aðeins rúmaði lambið. En hún reyndist
meiri um sig, Jregar niður kom, og svo djúp var hún,
að Borgjjór náði einungis í kollinn á lambinu, Jjeg-
ar hann rétti handlegginn eins langt niður og hon-
um var unnt. Þegar niður kom, reyndist vatn í hol-
unni, svo að ekki hefði lambið lifað J>ar lengi, eins
kalt og vatnið var. En lambinu hitnaði af móður-
mjólkinni, og Jdví varð ekkert meint af Jæssu áfalli.
Þessi stutta saga sannar okkur Joað ennþá einu
sinni, að skepnurnar, sem við leyfum okkur að kalla
skynlausar, eru Jrað alls ekki. Til hvers var Píla að
koma og standa jarmandi við hliðið? Hvers vegna
fylgdi hún okkur Jægar í stað eftir og vísaði Borg-
Jaóri síðan veginn Jjangað, sem lambið hennar var?
Auðvitað var hún að sækja hjálp og forða lambinu
sínu frá að deyja úr kulda og hungri. Um Jrað Jrarf
víst enginn að efast.
DÝRAVERNDARINN
97