Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.12.1966, Blaðsíða 22

Dýraverndarinn - 01.12.1966, Blaðsíða 22
(§leöileo) jól og c)ott ooj larócelt nýár Stjórn Sambands dýraverndunarfélaga íslands og ritstjóri Dýraverndarans. •0#0#0«0«0«0#0#0#0#0*0*0#0*0*0*0*0#0*0#0*0*0*0i Hinning: Lappa á (nríshóli Yfirvöldunum í þéttbýlinu hér á íslandi hefur yfirleitt þótt hæfa að banna liundahald, og ástæð- urnar hafa verið þær, að þeir, sem hafa átt hunda, hafa ekki gætt þeirra sem skyldi. En yfirvöldin hafa ekki tekið upp þann hátt, sem tíðkast í öðrum menningarlöndum, að setja reglur um hundahald og láta framfylgja þeim svo rækilega, að hundaeig- endum liðist ekki að brjóta þær. En sannarlega er mörgum manninum — og þá ekki sízt börnum og einstæðingum — það mikill miss- ir að mega ekki hafa hund — börnin sér til skemmt- unar og aukins þroska og einstæðingar sér til af- þreyingar og hugbóta. Margur er það í sveitum landsins, sem ekki kann að meta eins og vert er það yndi, sem dýrin veita, en margir eru það líka góðu heilli, sem unna þeirn dýrum, sem þeir eiga og jturfa að sjá fyrir fóðri og hirðingu, og sem betur fer mun Jtað frekar fátítt nú orðið — á tímum mikillar velsæklar —, að menn vit- andi vits setji fénað sinn meira og minna á Guð og gaddinn, þótt enn sé pottur brotinn um vetrarfor- sjá stóðhrossanna. Og það mundi sjaldgæft í sveit- um, að þau dýrin á heimilinu, sem menn umgang- ast mest og minnsta kosta umsýsluna, liafi ekki gott atlæti og gnægð matar. Oft hefur Dýraverndarinn fengið sendar myndir, sem þetta sanna, og stundum hafa fylgt þeim minningargjafir. Svo er um þá mynd, sem hér fylgir. Með henni kont 150 króna gjöf frá Ólafíu Illugadóttur á Gríshóli í Helgafells- sveit í Snæfellsnessýslu. Þar var heimilishundur, sem hét Lappi. Honum varð að lóga sakir elli vorið 1964, en minning lians hefur verið og mun verða geymd — en ekki gleymd. Dýraverndarinn þakkar gjöfina og metur það hug- arfar, sent henni fylgir. 98 DÝRAVERNDARINN

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.