Dýraverndarinn - 01.02.1973, Síða 6
Ekkert dýr stendur manninum nær en hundurinn
Hið svonefnda hundabann í
Reykjavík er stöðugt á dagskrá.
Hundavinafélag íslands, og uppá
síðkastið einnig Dýraverndunar-
sambandið, hafa haldið uppi harðri
baráttu gegn þessu banni. Við leit-
uðum til formanns Hundavinafé-
lagsins, Jakobs Jónassonar læknis,
og ræddum við hann um hunda-
bannið og fleiri mál er snúa að
hundaeigendum.
— Hvernig stendur þetta hunda-
bannsmál núna?
Eg tel óþarfa að rekja forsögu
þess að ákveðið var að höfða mál í
Bæjarþingi Reykjavíkur í þeim til-
gangi að aflétta þessu banni. For-
saga málsins er alkunn eftir mikil
blaðaskrif og umtal síðustu ár.
En málinu var vísað frá undir-
rétti vegna formgalla. Þann 4.
júní sl. kærðum við þessa frávísun
til hæstaréttar. Hann hefur nú fyr-
ir stuttu úrskurðað, að frávísunin
skuli ekki tekin til greina og mál-
ið verður því tekið að nýju til
efnismeðferðar í undirrétti. Vegna
réttarhlés yfir sumarið verður þess
vart að vænta, að dómur falli fyrr
en í haust.
— Og hvað skeður ef dómurinn
verður hundaeigendum í óhag?
Þá verður þeim dómi áfrýjað til
hæstaréttar tafarlaust. En fari svo
að við töpum málinu bæði í und-
irrétti og hæstarétti, þá verður mál-
ið tekið upp fyrir mannréttinda-
dómstólnum í Strassborg. í London
eru tveir þekktir lögfræðingar til-
búnir að reka þetta mál fyrir okk-
ar hönd í Strassborg. Sú málsókn
mun byggjast á kærum einstakl-
inga í Reykjavík og kaupstöðum
landsins, sem hafa orðið fyrir
hótunum eða innrásum á heimili
sín vegna þess að þeir eru hunda-
eigendur. Slíkt athæfi gegn hunda-
eigendum brýtur í bága við al-
menn mannréttindi og stjórnar-
skrána.
Ef til þess kemur, að málið fer
fyrir mannréttindadómstólinn, þá
mun sá málarekstur kosta mikið
fé. En það er fylgzt með þessu
máli af mikilli athygli erlendis og
þar mun fara fram fjársöfnun til
að standa straum af kostnaðinum.
í því sambandi mun þá forsaga
þessa máls verða rakin afdráttar-
laust á innlendum og erlendum
vettvangi og skýrt frá athæfi ým-
issa embættismanna sem komið
hafa við sögu.
Stærsta blað landsins, Morgun-
blaðið, skýrði eitt sinn frá því, að
hundabannið vekti meiri athygli
erlendis en landhelgismálið.
Hundurinn stendur nær hjarta
mannsins en þorskurinn. íslenzkir
fjölmiðlar hafa sagt mikið frá
hvers konar misrétti sem menn eru
beittir víða í heiminum. Þegar
rússneskir Gyðingar eru settir á
geðveikrahæli að ástæðulausu, og
fá ekki að fara úr landi, er það tal-
ið alþjóðamái. Þegar íslenzkum
borgarbúum er meinað, vegna tylli-
ástæðna og minnihlutaafstöðu að
eiga hunda, eins og íbúar annarra
borga hafa leyfi til, hlýtur það
einnig að vera alþjóðamál.
- Hvaða álit hafa aðrar þjóðir
á þessu hundabanni?
Útlendingar, og þá ekki sízt
Norðurlandabúar, líta á þetta svip-
uðum augum og um kynþáttaof-
sóknir væri að ræða. Og ef við
þurfum að fara með þetta til
Strassborg er ekki vafi á, að borg-
aryfirvöld Reykjavíkur verða að at-
hlægi út um alian heim. Annars
eiga útlendingarað sjálfsögðu mjög
erfitt með að skilja forsendur fyr-
ir þessu banni, og þarf raunar ekki
erlenda menn til. Amerískur blaða-
maður sagði við mig, að ef reynt
yrði að koma á slíku banni í heima-
borg hans þá væri ekki vafi á að
uppreisn brytist samstundis út. Það
þykja allsstaðar sjálfsögð mannrétt-
indi að þeir sem vilja geti átt
hund. Við förum aðeins fram á
sömu réttindi og aðrar þjóðir.
— Er hundahald hvergi bannað í
heiminum?
Samkvæmt upplýsingum al-
þjóðadýraverndunarsamtakanna er
hundahald hvergi bannað í heimin-
um. Eftir byltinguna í Kína var
hundahald bannað í einstöku borg-
um vegna matarskorts. Hins vegar
hefur bólað á því, að hundahald
hefur valdið vandræðum í mjög
stórum borgum, t. d. New York.
En allar raddir um að banna hunda-
hald hafa valdið mikilli mótspyrnu.
í jafn dreifðri byggð og Reykjavík
6
DÝRAVERNDARINN