Dýraverndarinn - 01.02.1973, Síða 12
Aðalfundur Dýraverndunarfélgs Reykjavíkur
Aðalfundur Dýraverndunarfélags
Reykjavíkur var haldinn í Oddfell-
ow-húsinu 6. maí 1973. Formaður
félagsins, Marceinn Skaftfells,
sagði m. a. frá því, að félaginu
hefði borizt að gjöf frá Mark Wat-
son lítið aflífunartæki og nokkrar
kattagildrur.
Rætt var um dýraverndunarmál,
m. a. um hestana í borginni, Sól-
skríkjusjóð, mengun vatnsins í
Tjörninni, Dag dýranna o. fl.
Eftirfarandi tilLögur voru sam-
þykktar á fundinum:
1.
Aðalfundur D.R., haldinn 6. maí
1973, skorar á garðyrkjumenn
borgarinnar að gæta ýtrustu var-
úðar við notkun varnarlyfja gegn
meindýrum á gróðri, þar sem úð-
un fer fram á þeim tíma, sem smá-
fuglinn sýslar við börn og bú.
2.
Aðalfundur D.R., haldinn 6. maí
1973, þakkar stjórn S.D.Í. skjót
viðbrögð við björgun dýra frá
Vestmannaeyjum dagana eftir að
gosið hófst þar.
3.
Aðalfundur D.R. fagnar því, að
Olíufélögin hafa nú fengið ný tæki
til hreinsunar olíu úr sjó, en þau
virðast gefa góða raun.
4.
í Lesbók Mbl. 15. apríl sl. var
grein eftir Guðfinnu Gísladóttur,
undir nafninu: „Ég sá hvernig ís-
lenzku hestarnir urðu að engu".
í greininni segir hún frá dvöl sinni
í Sviss á hrossabúi þar sumarið
1972. Lýsing hennar á líðan hross-
anna er slík, að skylt er að afla
upplýsinga.
Aðalfundur D.R. skorar því á
stjórn S.D.Í. að afla ýtarlegra upp-
lýsinga með aðstoð Dýraverndun-
arfélaga um fóðrun og meðferð og
tamningu, svo og aðbúnað allan,
þar sem íslenzk hross eru erlendis.
5.
Aðalfundur D.R., haldinn 6. maí
1973, flytur lir. Mark Watson inni-
legar þakkir fyrir höfðinglegar
gjafir, og þá eigi sízt dýraspítala,
hinn fyrsta, sem reistur verður á
íslandi. Gott er af góðum gesti að
þiggja. Og í gjöfum þínum og
öðrum stuðningi mun nafn þitt
geymast og verða skráð meðal
þeirra, er stærst og óeigingjarnast
hafa unnið að íslenzkum dýra-
verndunarmálum.
6.
Hinn ágæti fslandsvinur og áhuga-
maður um dýravernd hefur, eins
og öllum er kunnugt, gefið enn
eina gjöf og þá stærstu til stuðn-
ings dýraverndunarmálum - dýra-
spítala. Það er því mjög brýn nauð-
syn, að samtökunum verður tryggð-
ur öruggur tekjustofn. Aðalfundur
D.R., haldinn 6. maí 1973, skorar
því á aðila, sem við spítalanum
eiga að taka, samkvæmt gjafabréfi,
að leggja fyrir Alþingi, er það
kemur aftur saman, vel undirbúið
frumvarp til laga um sköttun skot-
vopna, skotfæra og sprengiefna, er
renni til S.D.Í.
Fráfarandi stjórn var öll endur-
kjörin og einnig varastjórn. Ár-
gjöld félagsmanna eru nú kr.
200,00.
12
DÝRAVERNDARI N N