Dýraverndarinn - 01.02.1973, Síða 13

Dýraverndarinn - 01.02.1973, Síða 13
Rottan Að manninum sjálfum frátöldum er rottan sennilega mesti skaðvald- ur jarðarinnar. Hæfileikar hennar til eyðileggingar og til að bjarga sér eru einstakir. Og svo er hún ótrúlega skynsöm. Alls staðar getur hún lagað sig að kringumstæðum. Heimkynni hennar teygir sig frá brennandi eyðimörkum að ísbreið- um jarðskautanna. Hún hefur oft sigrað manninn þegar þeim hefur lent saman og jafnvel ógnað sjálfri tilveru hans. Sjúkdómar sem rottan hefur verið smitberi fyrir hafa lík- lega orðið fleirum að bana en öll stríð veraldarsögunnar. dýraverndarinn Rottur skiptast í meira en fimm hundruð og fimmtíu tegundir. Flestar halda sig langt frá siðmenn- ingunni. En fyrir ómunatíð varð breyting á háttum nokkurra þeirra. Þær fylgdu manninum. Þær átu það sem hann borðaði. Þær kynnt- ust háttum hans og urðu í raun- inni meiri húsdýr en nokkur kýr eða hross. Logi yfir akur. Þegar komið var fram á miðaldir var svartrottan rattus rattus út- breidd um alla Evrópu. Munnmæli herma að geysilegar breiður ann- arrar tegundar — brúnrottunnar — hafi birzt úr austri árið 1727. Þær hafi farið á sundi yfir Volgu og flætt yfir vesturlönd. Þessi tegund var kölluð rattus norvegiens eða noregsrotta. Hún er sterkbyggð og hefur gilda rófu og lítil eyru. Karldýr getur verið hálft kíló á þyngd og verið upp undir tuttugu og fimm sentimetrar á lengd, ef rófan er talin með. Svartrottan er á hinn bóginn fíngerðari. Hún hefur löng eyru og langa granna rófu. Hún verður sjaldan þyngri en þrjú hundruð grömm. Brúnrottan barðist svo grimmi- 13

x

Dýraverndarinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.