Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.02.1973, Qupperneq 18

Dýraverndarinn - 01.02.1973, Qupperneq 18
Dúfur í Kaupmannahöfn Eins og fram hefur komið í frétt- um fór Skólahljómsveit Kópavogs í tónleikaför til Norðurlanda um mánaðamótin maí-júní. Helgi Sigurðsson, sem spilar á trommur í hljómsveitinni, hefur mikinn áhuga á dúfnarækt og á sjálfur talsvert af fallegum dúfum. Hann vissi að í Danmörku er mjög mikil dúfnarækt og langaði til að líta á dúfur þar. Valdemar Sörensen í Kópavogi, sem er einnig mikill áhugamaður um dúfnarækt, skrifaði formanni dúfnafélags Kaupmannahafnar C. C. Nielsen, og fór þess á leit við hann, að hann reyndi að liðsinna Helga. Var þeirri málaleitan mjög vel tekið. Kom hr. Nielsen klukkan 9 einn morguninn og sótti Helga, og síðan var haldið af stað að skoða dúfur. Farið var á fjölmarga staði og skoðaðar enn fleiri tegundir af dúf- um. Alls staðar var hreinlætið og öll umhirða til fyrirmyndar. Helga var einnig sýnt „dúfna- þorp". Það er stórt afgirt svæði, þar sem unglingar geta fengið að búa sér til kofa og koma sér upp dúfnastofni. Þar var gæzlumaður, sem sá um að vel væri hugsað um dúfurnar. Síðast fór hr. Nielsen með Helga heim til sín og sýndi honum sínar dúfur og gaf honum að skilnaði bæði mynd og bækur um dúfur og einnig postulínsstyttu af dúfu. Helgi var ákaflega ánægður að hafa fengið tækifæri til að kynn- ast lítillega dúfnarækt í landi þar sem hún er í svo miklum háveg- um höfð. Alls staðar var tekið sér- lega vel á móti honum og ferðin var öll bæði skemmtileg og fræð- andi. Nagdýr Nagdýr eru ekki algeng heimilis- dýr hér á landi, þó þau séu það í öðrum löndum, því ræktun þeirra er mjög fjölbreytt og skemmtileg. Búr með hvítum músum er mikið augnayndi. Þær eru ávallt sí- kvikar og fjörugar og hafa mikla ánægju af ýmis konar leiktækjum, svo sem rennibrautum og hring- ekjum. Fæða þeirra er korn, brauð og haframjöl og svo auðvitað hreint vatn hvern dag. Afar nauð- synlegt er að gæta fyllsta hrein- lætis við hirðingu músanna, því annars kemur mjög vond lykt af búrinu. Naggrísir, oft nefndir marsvín, eru rólynd, gæf dýr, sem auðvelt er að hafa á heimili. Þau verða ca. 25-30 cm löng og geta verið mjög fjölbreytt á litinn. Þau drekka lítið, en þurfa samt að fá hreint vatn á hverjum degi. Fæðan er kornmatur ýmiskonar, t. d. hænsnakorn, eða fóðurkögglar, hert heilhveitibrauð eða rúgbrauð. Einnig ýmiskonar grænmeti, þó ekki blaðsalat. Gras, fíflablöð og hey er mjög gott fæði fyrir naggrísina. Hamsturinn, eða gullhamsturinn eins og hann er oft nefndur er einnig mjög þægilegur við að eiga. Þeir vilja hafa hey í búrinu sínu til hreiðurgerðar, en að öðru leyti eru þeir fóðraðir eins og nag- grísirnir. 18 DÝRAVERN DAR I N N

x

Dýraverndarinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.