Dýraverndarinn - 01.02.1973, Side 25
Bréfum svarað
Alltaf er nokkuð um að Dýra-
verndaranum sé skrifað og spurt
um meðferð ýmissa dýra. Þessum
bréfum er svarað eins vel og kost-
ur er á. Nú höfum við ákveðið að
birta nokkur þessara bréfa og svör-
in við þeim, til fróðieiks og
skemmtunar. Lesendur eru hvattir
til að skrifa blaðinu, bæði til að fá
ráðleggingar og einnig ef þeir vilja
koma einhverju efni á framfæri.
Utanáskriftin er: Dýraverndar-
inn, Pósthólf 993. Reykjavík.
Aldur hamstra og frjósemi.
Við búum í mjög lítilli íbúð,
en til þess að börnin mín fengju að
hafa eitthvert dýr á heimilinu gaf
ég þeim tvo hamstra. Ég held að
það sé par. Geta þeir átt unga í
svona litlu búri (þeir eru í venju-
legu hamstrabúri) ? Hvað geta þeir
orðið gamlir?
S. V., Reykjavík.
Svar:
Hamstrar eru yfirleitt mjög frjó-
samir og mjög sennilegt að þeir
eignist unga. Þeir verða ekki garnl-
ir, aðeins ca. 2-3 ára.
Ekki hvolpa, takk!
Ég á þriggja ára gamla tík og
hef alltaf gætt þess vel að hún yrði
ekki hvolpafull, en nú þurfum við
að búa í nokkra mánuði úti á landi
og ég veit að þar er mikið af
hundum, hvað á ég að gera svo tík-
in verði ekki hvolpafull? Ég veit
að hún fer í „stand" á þessu tíma-
bili.
G. J., Reykjavík.
Svar:
Eina örugga ráðið er að koma í
veg fyrir að tíkin fari í „stand".
Þú skalt tala við dýralœkni og fá
hann til að gefa tíkinni hormóna-
sprautu. Þessar sprautur eru gefnar
á fjögurra til fimm mánaða fresti,
það er dálítið einstaklingsbundið,
og þá er öruggt að tíkin verður
ekki hvolpafull.
Páfagaukar og Sebrafingur.
Getur þú sagt mér, kæri Dýra-
verndari, af hverju páfagaukarnir
mínir vilja ekki eiga unga? Ég er
búinn að eiga þá í tvö ár. Hvernig
á að fara með Sebrafinkur um
varptímann?
Á. S. Á., Hafnarfirði.
Svar:
Það er ekki gott að segja af
hverju páfagaukarnir þínir vilja
ekki eiga unga. Stundum gengur
það illa, ef aðeins eitt par er í
búri, en betur, ef mörg eru saman
í stóru búri, eða í búrum hlið við
hlið. Ertu alveg viss um að þú sért
með par? Það eru ekki allir sem
kunna að þekkja kynin sundur. Á
fullvöxnum karlfuglum er húðin
fyrir ofan nefið dökkblá, en grá-
brún á kvenfuglunum.
Sebrafingur nota lokuð körfu-
hreiður, sem þeir klxða að innan
með mjög stuttklipptum garnspott-
um. Skemmtilegast er að nota hvítt
eða mjög Ijóst garn. Það má alls
ekki nota bómull. Þegar ungarnir
koma úr eggjunum, þarf sérstakt
mötunarfœði. Gott er að nota
harðsoðin stöppuð egg, eða heil-
hveitibrauð. Það þarf að gceta þess
vel að skipta oft um mötun (á
hverjum dsgi) og þvo ílátið vel um
leið.
Gleymdu heldur ekki að gefa
fuglunum þínum ferskt vatn á
hverjum degi og þvo vatnsílátið
vel um leið.
Islenzkir hundar.
Ég sá mann á götu í Reykjavík í
vor. Það er auðvitað ekkert sérstakt,
en þessi maður var með gullfalleg-
an hund í bandi og ég gat ekki bet-
ur séð, en hundurinn hefði mjög
sterk íslenzk einkenni, sperrt eyru
og hringaða rófu. Ég kunni ekki við
að ráðast að manninum og spyrja
hann hvar hann hefði fengið hund-
inn, svo mér datt í hug að spyrja
Dýraverndarann.
M. S., Kópavogi.
Svar:
Þú skalt hafa samband við Sig-
ríði Pétursdóttur, Ólafsvöllum,
Skeiðum. Hún er ritari Hundarcekt-
arfélags íslands og ræktar sjálf ís-
lenzka hundakynið.
dýraverndarinn
25