Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.02.1978, Blaðsíða 2

Dýraverndarinn - 01.02.1978, Blaðsíða 2
Frá ritnefnd Þá hefst 64. árgangur Dýraverndarans. í blaðinu er m. a. ársskýrsla stjórnar Sambands dýraverndunarfélaga íslands og Dýraverndunarfélags Akureyrar, Einnig eru frásagnir af dýrum sem voru sendar blaðinu, grein um hina ómann- úðlegu hundahreinsun sem enn er tíðkuð alltof víða á landinu. Og margt fleira efni er í blaðinu. Ritnefnd vonar að sem flestir finni eitthvað við sitt hæfi. Verðbólgan gengur ekki fram hjá Dýraverndaranum frekar en öðrum og því er það áhjákvæmilegt að hækka árgjald blaðsins upp í fimmtánhundruð krónur fyrir árið 1978. Engu að síður er það staðreynd, að árgjaldi blaðsins er haldið í algjöru lágmarki og vonar ritnefnd að enginn þurfi að hætta að kaupa blaðið vegna þessarar hækkunar. Að lokum óskar ritnefnd lesendum sínum alls góðs á nýbyrjuðu ári. J.S. Frá afgreiðslu blaðsins Með þessu blaði fylgir gíróseðill til greiðslu árgjalds 1978. Vinsamlega greiðið seðilinn sem allra fyrst í næsta banka, sparisjóði eða póstútibúi. Þið sem ef til vill skuldið eldri árganga greiðið þá inn á gíróreikning 14100. Árgangur 1977 kostaði 1000 krónur. Einnig vill afgreiðslan biðja kaupendur blaðsins að tilkynna bústaðaskipti. Annaðhvort bréflega í pósthólf 993, 121 Reykjavík, eða með símtali í síma 10964 eða 42580.

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.