Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.02.1978, Page 6

Dýraverndarinn - 01.02.1978, Page 6
in eru greidd, nemur arfur þessi rúmum tveim milljónum króna. í skipulagsskrá þessa minningar- sjóðs er kveðið á um að nota megi 85% af ársvöxtunum til hjúkrun- arheimilis fyrir dýr. Og munu þeir peningar áreiðanlega koma sér vel fyrir Dýraspítala Watsons. Stjórn S.D.Í. flytur öðrum erf- ingjum Gísla Björnssonar og Guð- rúnar Schram hugheilar þakkir fyr- ir velvild og vinsemd á meðan á skiptunum stóð. Sérstakar þakkir fiytjum við Birgi Einarssyni, Breið- dalsvík, en hann var skiptaforstjóri. Dýraverndunarfélag í Fœreyjum Stofnað hefur verið dýraverndun- arfélag í Færeyjum. Leitað var til S.D.Í. um fyrirmynd að lögum og upplýsinga um aðra starfsemi. Voru send ýmis gögn til Færeyja og von- umst við eftir áframhaldandi sam- skiptum. Nefnd um útflutning hrossa Stjórn S.D.Í. var falið að land- búnaðarráðuneytinu að tilnefna mann í nefnd er ætlað var það verkefni að endurskoða reglugerð frá 1959 um útflutning hrossa. Stjórnin samþykkti á fundi að til- nefna Gunnar Steinsson varafor- mann S.D.f. Nefndin hefur lokið störfum og munu niðurstöður henn- ar birtast síðar í Dýraverndaranum. Endurskoðun fuglafriðunarlaganna Menntamálaráðuneytið hefur skipað nefnd til endurskoðunar á lögum um fuglaveiðar og fugla- friðun. S.D.Í. barst bréf frá nefnd- inni um tillögur er sambandið hefði til breytinga. Þær tillögur hafa ver- ið sendar nefndinni. Einnig var Ijósrit af bréfi nefndarinnar sent fulltrúa S.D.Í. í fuglafriðunarnefnd, Sigurði Richter, og hann einnig beðinn að gera nefndinni grein fyr- ir sínu áliti. í bréfi S.D.Í. til endurskoðunar- nefndarinnar segir m. a.: a) að ýtarleg ákvæði verði sett í lögin um að fullkomnar athuganir vísindamanna skuli ætíð fara fram á mýrum og mýrlendi áður en leyft verði að þær verði ræstar fram, þannig að tryggt verði að ekki verði röskun á lífi fugla eða skor- dýra. b) Að notkun hvers konar eiturs verði ævinlega algjörlega bönnuð til fækkunar eða útrýmingar fugl- um eða nokkurra annarra dýra á ís- landi. En á hinn bóginn verði sett um það ákvæði að allt sorp í kring- um bæi og þéttbýliskjarna skuli varið fugli og einnig verði það háð leyfisveitingu til vinnslu fisks og fiskveiða að slori og öðrum fiskúr- gangi verði alls ekki kastað þar sem fuglar geti náð til, hvorki á hafi úti eða í landi. Þar með eru vandamál í sambandi við „vargfugla" leyst. c) Að fuglafriðunarnefnd fái til þess umboð að skipta sér af meðferð og veiðum á íslenskum farfuglum í öðrum löndum, t. d. hvernig lóan og margir aðrir ís- lenskir spörfuglar eru veiddir í net á Ítalíu og víðar. d) Að hvergi sé notað orðið út- rýina í lögum og reglugerðum um fuglaveiðar og fuglafriðun, heldur alltaf orðið fcekkun, ef að dómi vís- indamanna einn fuglastofn er orð- inn of stór. Fuglafriðuttarnefnd Sigurður Richter er fulltrúi S.D.Í. í fuglafriðunarnefnd. Hefur hann ætíð sent stjórninni allar fundar- gerðir nefndarinnar, þannig að stjórnin hefur getað fylgst mjög vel með verkefnum hennar. Er stjórn S.D.Í. þakklát Sigurði fyrir þetta. Minkabú Stjórn S.D.Í. ritaði landbúnaðar- ráðuneytinu og Búnaðarfélagi ís- lands bréf þar sem leitað er upplýs- inga um lög og reglugerðir varð- andi minkabú á landinu. Spurt var um fjölda búanna og aflífunarað- ferðir. Greinargóð svör bárust frá báðum aðilum. M inningark ortin Nú eru minningarkort S.D.Í. til sölu á þrem stöðum í Reykjavík, einnig í Kópavogi og í Hafnar- firði, á Akureyri og í Vestmanna- eyjum. Sala þeirra eykst smátt og smátt og er það von stjórnarinnar að sem flestir dýravinir styrki starf sambandsins á þennan hátt. í nokkrum tilfellum hefur verið bent á minningarspjöldin af ættingjum hinna látnu og er stjórn S.D.Í. þeim aðilum mjög þakklát. 6 DÝRAVERNDARINN

x

Dýraverndarinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.