Dýraverndarinn - 01.02.1978, Side 13

Dýraverndarinn - 01.02.1978, Side 13
Nokkru síðar en ég fór með minn leiðangur í hraunið, fór hóp- ur af skátum í leiðangur í Hall- mundarhraun í sömu erindum og við og vann þar mikið og þarft verk, sem þeir unnu í sjálfboða- vinnu, og vel sé þeim fyrir það, sem allt annað, er þeir láta gott af sér leiða. Hvort þetta úrræði mitt sé óframkvæmanlegt, þykist ég nú hafa svarað hér að nokkru leyti. En að ætlast til, að landeigendur einir framkvæmi slík verk sem þessi, tel ég algera fjarstæðu. Þessi hættuhraun eru öll í löndum til- tölulega fárra manna, en yfirleitt á alfaraleiðum sauðkindanna án til- lits til eigenda, svo að engin skyn- samleg rök mæla með því að ætla hraunlandaeigendum einum, að sjá um verndun fjár í þeim. Athugum eftirfarandi dæmi: I Hallmundarhrauni einu, sem er að miklu leyti í landi einnar jarðar, hef ég fundið í hættuholunum á hornum hinna helkvöldu kinda, brennimörk úr öllum hreppum Mýra- og Borgafjarðarsýslu, nema úr Hvalfjarðarstrandarhreppi, úr ýmsum hreppum Arnessýslu, Kjós- arsýslu, Hafnarfirði, báðum Húna- vatnssýslum o. fl. Allar þessar ó- lánssömu kindur hafa dáið hinum hörmulegasta dauða. í þessum eina Ieiðangri mínum fundum við tvær kindur, sem voru svo nýfarnar ofan í, að við gátum bjargað þeim frá hungurdauða. En ég lief líka fundið kindur í hraun- holum, sem tófuvargur var búinn að leika svo grátt, að ekki var um annað að gjöra en stytta þeim aldur. Þannig eru ævilok þessara vesalings kinda á allan hátt hin ömurlegustu, þar sem ekkert er lengur hægt að flýja eða forða sér. Eg hef reynt að talfæra þetta á- hugamál mitt við ýmsa ágætis- DÝRAVERNDARINN menn, t. d. tvo búnaðarþingsmenn, sem ég vona að innleiði þetta mál á búnaðarþingið, er það kemur saman næst, og ef það fær þar góðan hljómgrunn, vona ég, að það haldi þar áfram til Alþingis. Treysti ég þá, að Dýraverndunar- félagið láti ekki sinn hlut eftir liggja fylgja eftir þessu máli. Ég veit, að ef þessir þrír aðilar taka þetta mál til rækilegrar athugunar, þá verða auðfundnar leiðir til skipulagningar á því, sem gera þarf til úrbóta. Ég veit, að Dýraverndunarfélög hafa unnið mörg ómetanleg störf til líknar og verndar, en ég er líka viss um, að ekkert getur bægt meira böli og þjáningum frá búfénu okk- ar en það, ef gjörð væri samtaka árás frá öllum hliðum á morðgjárn- ar í hraununum okkar, sem féð gengur mest um. Þetta er hægt ef góður vilji er fyrir hendi. Ekkert minnismerki gætu dýravinir hlotið, sem bæri þeim betur eilíft vitni. Ég er sjálfur þrotinn að kröftum og veit, að ég get ekki hlaðið upp úr fleiri hraungjótum, en því fastar sækir að mér hugsunin um þessa bjargarvana vesalinga, sem hrópa á hjálp okkar mannanna. Það er hægt að bjarga fjölda af sauðfé frá þess- um ömurlegu örlögum, sem bíða þeirra í hraununum, með ótrúlega litlum kostnaði, og um leið gæti fjöldi fólks hlotið ógleymanlegar og ævintýralegar endurminningar um skemmtiferðir, sem farnar hefðu verið í þágu mannúðarinnar. Með virðingarfyllstri kveðju. Kletti 3. febr. 1953. Jón Eyjólfsson. 1 síðasta blaði var mynd af fallegum bvolpi og með henni áskorun til eigenda tíka og lceða að gœta þeirra á lóða- og breimatímabilum til að koma í veg fyrir stans- lausa fjölgun hjá þeim. - Það er svo lítill hluti þeirra hvolpa og kettlinga sem fceðast sem eiga góða tevi. Vramboðið er allt alll of mikið. - Þessi fallega brönd- ótta kisa með kettlingana sína minnir okkur líka á þetta nauðsynjamál. - Tulið við sérfrœðinga og fáið ráðleggingar. — Stuðlið ekki að offramboði á lifandi dýrum sem svo lenda á flcekingi. - J. S■ 13

x

Dýraverndarinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.