Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.02.1978, Blaðsíða 14

Dýraverndarinn - 01.02.1978, Blaðsíða 14
Dýrin og við Fyrstu vikur hvolpanna í þessu blaði verður rætt um fyrstu vikur hvolpanna. Nokkrir erfiðleikar geta komið upp strax eftir fæðinguna, t. d. ef tíkin á hvolpana mjög ört og hefur ekki nægan tíma til að þurrka þá að fullu. Ef hvolpur á í erfiðleikum með andardrátt eftir að naflastreng- urinn hefur verið slitinn, þ. e. slím- ið í öndunarfærunum er ekki kom- ið upp, má taka hvolpinn milli handa sér í bómull, „cellostof", eða handklæði, og honum haldið þann- ig að höfuð hvolpsins snúi frá ykk- ur. Síðan skal hvolpinum sveiflað upp og niður í nokkrar sekúndur í einu. Við þessar sveiflur tekur hvolpurinn andköf og fær loft í lungun, jafnframt því sem slímið kemur upp. Slímið skal þurrkað jafnóðum og hvolpurinn nuddaður af og til með handklæði. Nuddið dálítið harkalega, það örfar blóð- rásina. Ef tíkin og afkvæmin eru öll við góða heilsu þarf Iítið sem ekkert að skipta sér af hvolpunum fyrsta hálfa mánuðinn. Tíkin sér alveg um að fæða þá og hirða. Ef tíkin mjólkar lítið eða ekkert skal eftirfarandi blanda gefin hvolpunum á tveggja tíma fresti: Blandið saman 800 mg flóuð mjólk. 200 mg rjómi. Hrært egg. 6 gr kalkduft. Frá og með 14. degi fara hvolp- arnir að opna augun. Mikið fjör verður þá í hópnum, því nú þarf að skoða heiminn. Hvolparnir hreyfa sig meira og fara nú að pissa og kúka hér og þar, þannig að tíkin á fullt í fangi með að þrífa eftir þá. Ef tíkin er með hvolpana í stórum fæðingarkassa, sem þeir komast ekki út úr, er mjög gott að setja dagblöð í helming hans, en hafa áfram lak í hinum helmingnum. Dagblöðin má bleyta dálítið í hlandpolli, því þá finna hvolparnir lyktina af blöðunum og þeir læra fljótt að það er betra að pissa á blöðin og geta legið á þurru laki. Þegar hvolparnir eru 3-4 vikna fer fæðingarkassinn að verða of lítill fyrir þá og er þá best að taka hann. Best er, ef það er hægt, að nota heilt herbergi fyrir hvolpana, herbergi sem er ekki teppalagt. Dagblöð á að leggja á gólfið í stór- um hluta herbergisins, en eftir því sem þeir venjast því að nota blöð- in má minnka „blaðasvæðið". Þetta hjálpar hvolpunum að læra hrein- læti og er til mikilla bóta þegar þeir fara á nýtt heimili 8-10 vikna gamlir. Það er nauðsynlegt að útbúa her- bergið þannig að tíkin geti komist frá hvolpunum þegar hún vill, t. d. með lágri girðingu eða á einn eða annan hátt sem hentar í hverju til- viki. Það er nauðsynlegt bæði fyrir tík og hvolpa að það geti gengið eðlilega fyrir sig að venja hvolpana frá tíkinni. Það sjá tíkurnar sjálfar um og tekur það allt að 8 vikum. Þegar hvolparnir stækka verða þeir oft mjög aðgangsharðir við móður sína, þannig að hún verður að geta komist frá þeim til að hafa frið. Einnig þarf þá að fylgjast með klónum á framfótum hvolpanna, því þeir geta klórað tíkina ilal er þeir sjúga hana. Alfremsti hluti klónna er þá klipptur af. Þarf að gera oftar en einu sinni. Þegar hvolparnir eru 3 vikna á einnig að byrja að gefa þeim að eta. Byrjað er með mjólkurmat og er best að flóa mjólkina í fyrstu. Til að ákvarða magn fæðis fyrir hvolpana skal vigta þá. Deila með 5 í 20% af þyngd hvers hvolps. T. d. ef hvolpur er 1000, gr eru 20% af því 200 gr og deilt með 5 verða það 40 gr matar í máltíð. Þessi regla gildir meðan hvolparnir fá 5 máltíðir á dag. Auka má pró- sentuna um 5% fyrir hvern hálfan mánuð þar til magnið er 35%. Það gildir þar til hvolpurinn er 5 mán- aða. í mjólkurmatinn skal blanda kornmat, t. d. Ceerios, tvíbökum, hafragraut, heilhveitibrauði, barna- mjöli eða hundakexi. Þetta er látið blotna vel upp í mjólkinni áður en gefið er. - Kalk er nauðsynlegt að gefa öllum hvolpum. Notið svo- kallað barnakalk (fæst í lyfjabúð- um). Byrjað er með örlítið fyrir hvern hvolp og smáaukið. Hundur þarf að fá kalk allt fyrsta árið. Dag- skammtur kalksins er hvolpurinn 14 DÝRAVERNDARINN

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.