Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.02.1978, Blaðsíða 19

Dýraverndarinn - 01.02.1978, Blaðsíða 19
gul, fætur gulrauðir. Öndin mó- grárri. Hvítleitur hringur neðst ut- an um hálsinn. Hvítir blettir (all- áberandi) frá öxlum út á vængina. Bringa og kviður á báðum kynjum hvít eða mjög ljósleit (öndin). Stinga sér, ef þær verða hræddar. Láta sér óvenju annt um ungana. (Stærð: v. 15-248 mm). STRAUMÖNDIN (Histrionicus h. histrionicus (L)) Straumendur eru algengar víðast hvar um land allt. Þær eru alls stað- ar á og við straumharðar bergvatns- ár og læki. Mest er þó af þeim þar sem mývargur er mikill í héraði, t. d. ofarlega við Sogið í Þingvalla- sveit, við Laxá, þar sem hún fellur úr Mývatni og víðar. Straumendur eru sjaldan saman í stórum hópum, nema helst að áliðnum varptíma hópa blikarnir sig stundum, og má þá oft sjá þá allmarga á litlu svæði í ánum. Straumandarblikarnir eru lang- skrautlegustu fuglarnir, sem hér getur að líta. Þó eru þeir eigi mjög áberandi, og menn veita þeim eigi mikla athygli, vegna þess að litirnir falla oft svo vel saman við um- hverfið, sólglitrandi vatnsúðann í strengjum, hávöðum og smáfossum. En þegar nær er gengið, án þess að styggð komi að þeim, undrast menn að svo skrautlegur fugl geti dulist þannig. Öndin er mógrá og óásjá- leg og ávallt hversdagslega búin, enda hefur hún annríki og umsvif vegna bús og barna, því að það lætur bóndi hennar lítt til sín taka. Straumendur eru skemmtilegir, framúrskarandi sundfimir fuglar, sem af náttúrunnar hendi eru gædd- ir þeim hæfileikum, er gera þeim kleift að hafast þar við, sem fáum öðrum fuglum er vært. Þannig hafa DÝRAVERNDARINN þær lært að leita sér fæðu þar sem samkeppni er lítil af annara fugla hálfu, fæðu, sem ella væri ónotuð; en svo er jafnan í náttúrunni, að engin svæði eru látin ónumin og lífverurnar, einkum hinar æðri, haga sér samkvæmt staðháttum. Straumendurnar hafa tamið sér þá sérgrein að éta helst smádýr, sem eru á botni straumvatns, en það eru hérlendis mestmegnis bitmýslirfur o. fl. Er það aðalfæða straumandar- unganna fyrst framan af ævinni. Hingað til hefur eigi tekist að ala upp straumandarunga, sem klakið hefur verið út, því að menn hafa eigi ennþá fundið hentuga fæðu handa þeim eða kunnað að fara með þá, sem við átti. Það hefur einnig mistekist að láta tamdar endur ala þá upp. Þetta er auðskilið, þegar mataræðið er það, sem áður var sagt, og auk þess mata straumand- armæðurnar ungana meðan þeir eru eigi færir um eða ekki búnir að læra að leita sér fæðu sjálfir, undir steinum í botninum á straumhörð- um ám eða lækjum. Straumendur eru ættaðar úr Vest- urheimi norðanverðum eins og hús- öndin. Hún á heima í Norðaustur- Canada og á Grænlandi. í Alaska og víðar nyrst og vestast á megin- landi Norður-Ameríku og norð- austanverðri Síberíu er önnur teg- und, náskyld straumöndinni ís- lensku. Fullorðinn straumandarbliki er blásvartur að grunnlit á höfði og hálsi, en kverkin er svört. Aftasti hluti baksins, stélið og efri og neðri stélþökur er svart, en að öðru leyti er bakið gráblátt. Framan við aug- un, aftan við nefrótina, er stór, hvít- ur blettur, eins og hálftungl í laginu og gengur frá honum rák báðum megin upp á hvirfilinn. Eftir hvirfl- inum er svört rák með rauð-mó- rauðum jöðrum. Þá eru og hvítir blettir um eyrun og utan á hálsin- um. Neðarlega á hálsinum er hvít- ur hringur, með svörtum jöðrum, sem nær þó ekki saman að aftari- verðu. Auk þess er breið, hvít, svart- jöðruð rák báðum megin utan á bringunni. Vængirnir eru grámó- leitir með hvítum blettum, sem mynda samfellda rák á samanlögð- um vængnum. Spegillinn svartleit- ur með fjólublárri slikju. Að neðan- verðu eru síðurnar neðst, lærin og allur kviðurinn að mestu rauð-mó- rauður. Nef blágrátt; fæturnir og augun móleit. Öndin er öll dökkmóleit hið efra, hvítleit umhverfis augun og í vöngunum; lítill, nærri kringlóttur, hvítur blettur aftan við eyrun. Að neðan er hún mógrá með þéttum móleitum dröfnum. Ungarnir á haustin eru mjög svipaðir henni, en oftast nokkru gráleitari, karlinn stærri en konan. Straumendurnar eru staðfuglar hér á landi og eru að jafnaði við sjóinn á vetrum, einkum sunnan- lands. Lifa þá eins og aðrar kafend- ur á ýmsum smádýrum, t. d. skel- dýrum, smákröbbum, ormum o. fl. Straumendur hafa lítið eða ekki verið merktar hér á landi ennþá, svo að er eigi vitað hvort nokkuð af þeim fer héðan í harðindum. Straumöndin verpur að jafnaði í seinna lagi á móts við aðrar endur, venjulega ekki fyrr en í byrjun júní, enda þótt dæmi sé til þess, að hún hafi nokkrum sinnum orpið fyrir mánaðarmótin. Híeiðrið vill hún helst hafa í smáeyjum eða hólmum, en ella þar, sem gróður er nógur til skjóls og öryggis. Eggin eru allt að 10, gulhvít á lit. Útung- unartíminn er að líkindum allt að 4 vikum, og ungarnir eru frekar seinþroska. Straumendurnar eru því 19

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.