Dýraverndarinn - 01.02.1978, Blaðsíða 20
með lítt þroskaða unga fram eftir
öllu sumri. Að öðru leyti er allt of
fátt sannreynt eða vitað um lifnað-
arháttu þessarar merkilegu andar.
Einkenni. Sýnast fremur dökkar
tilsýndar. Stærðin á móts við urt-
endur. Blikinn marglitur, áberandi
og mjög greinileg litatakmörk,
einkum sjást hvítar rendur á hálsi
og utan á bringu, með dekkri jöðr-
um og stór, hvítur blettur fyrir
framan augun. Blikinn að öðru
leyti ryðrauður ásýndum. Öndin
sýnist dökkmóleit (oft nærri svart-
leit) í fjarlægð. Hvítleit í vöngun-
um, umhverfis og neðan við augun
og lítill, en áberandi, hvítur blettur
aftan við eyrun.
(Stærð: v. 190-210 mm, n. 24-
28 mm).
HÁVELLAN
(Clangula hyemalis (L))
Hún er líklegast sú öndin, sem
algengust er um land allt án undan-
tekningar. Hávellur eru alls staðar
þar sem nokkur er gróður og það
dýralíf, sem þeim endist til viður-
væris. Þær eru því jafnt uppi á há-
öræfum og niður við sjó, en auð-
vitað er einna mest af þeim við
Mývatn; enda væri það undarlegt,
ef þær hefðu eigi náð bólfestu í
þeirri „paradís", sem þar er fyrir
allar endur. Hávellan er staðfugl hér
og hefst við á vetrum á grunnum
víkum og vogum við sjávarsíðuna,
þar sem gott er til fanga. Hún er
nær eingöngu dýraæta og lifir meiri
hluta ársins af sjófangi. Það er að-
eins um varptímann og hásumarið,
sem hún hefst við á ósöltu vatni.
Allur almenningur ber góð kennsl á
hávelluna, að minnsta kosti er blik-
inn eða steggurinn flestum kunnur
og málfæri hávellunnar þekkja allir,
því að hún á erfitt með að „halda
20
sér saman". Hún er félagslynd og er
víðast hvar í hópum, þar sem hún
er, við vötn eða við sjó og þarf
sjaldnast að leita hennar, því að
hávaðinn í henni segir til. Hávellan
á heimkynni í öllum nærstu lönd-
um hins gamla og nýja heims. Hún
er hánorræn í eðli og háttum. Hér-
lendis hefur hún eflaust hlotið nafn
sitt af málfærinu og eins er það
víða erlendis, t. d. í Norður-Ame-
ríku; þar á hún mörg nöfn, og þótt
óverðskuldað sé, fæst virðuleg, -
algengasta nafnið þar er gamla kon-
an, þ. e. kjaftakerling o. s. frv.
Hávellur eru afar breytilegar að
lit, því að þær skipta svo oft um
búning að meiru eða minna leyti,
að það er erfitt að finna tvær, sem
eru alveg eins. Þær eiga sjaldan
samleið í því öllu, og auk þess er
þar einstaklingsbreytileiki í ríkum
mæli.
Fullorðinn hávellubliki er á vetr-
um Ijósgráleitur á höfði og hálsi, en
mógrár um augun og í vöngunum.
Frá augunum aftanverðum og niður
á hálsinn utanverðan, báðum meg-
in, er dökkmóleitur (ryðleitur
neðst) blettur. Á baki er hann svart-
móleitur. Axlafiðrið ljósgrátt, eink-
um það, sem lengst er af því. Speg-
ill er enginn. Miðstélfjaðrirnar eru
úr hófi langar eru þær ystu hvítar
eða ljósmóleitar. Haka og kverk er
Ijósmóleit og hálsinn ofan til, en
neðri hluti hálsins og bringan er
dökkmóleit. Að öðru leyti er hann
hvítur hið neðra nema allra aftast;
er hann þar gráleitari. Nefið er rós-
litað, stundum gulrautt, en nefrótin
og nöglin er svört. Fætur blágráir,
en sundfitin svartleit. Þeir eru rauð-
eygðir. Um varptímann er liturinn
hið efra allur dekkri og móleitari,
einkum á höfði og hálsi og mó-
grárri á öxlum, en yfirleitt er þó
heildarsvipurinn líkur og í vetrar-
búningnum.
Öndin er á vetrum hvítmóleit á
höfði og hálsi, en hvirfill, hnakki
og vangar eru dekkri. Bakið allt
hið efra er dökkmóleitt, en að öðru
leyti er hún hvít að neðan. Nefið
er grátt og augað gulleitt. í varp-
búningnum er hún dökkmóleit á
höfði og hálsi, aðeins rák aftan við
augað, sem er hvít, og oft er hún
hvít umhverfis augun. Dökkmó-
rauð á bringu, gráleitari á baki, að
neðan lík og á vetrum. Dúnninn í
hreiðrunum er svartmóleitur. Ung-
arnir á haustin eru líkir öndinni, en
einlitari að ofanverðu og hvítleitir
við nefræturnar og í vöngunum.
Einkenni. Blikinn hvítur ásýnd-
um á höfði og hálsi, en utan í
vöngunum og á hálsinum utan-
verðum er dökkmóleitur blettur eða
skella. Stélfjaðrirnar afar langar og
rísa oft skáhallt upp, til þess að
þær verði meira áberandi. Hvítur
hið neðra. Öndin er móleit hið efra,
grámóleit á bringu. Höfuðið hvít-
leitt með meiri eða minni dekkri,
móleitum blettum eða dröfnum.
Mjög breytileg. Hvít neðra. Fremur
styggir fuglar, fljúga hart. Eru fé-
lagslyndir og hávaðasamir. Um
varptímann hópa blikarnir sig oft-
ast sér. Eru kvensamir og áfloga-
gjarnir á vorin, og ógiftir blikar
valda oft óspektum í varpi framan
af sumri.
(Stærð: v. 202-236 mm; stél 199
—246 mm; n. 23-29 mm. Þyngd ca.
500-900 gr).
ÆÐARFUGLINN
(Sofnateria mollissima islandica,
C. L. Brehm)
Æðarfuglinn er eina andarteg-
undin hér á landi, sem nær ein-
göngu dvelst við sjó og lifir þar
DÝRAVERNDARINN