Dýraverndarinn - 01.02.1978, Síða 21

Dýraverndarinn - 01.02.1978, Síða 21
allan sinn aldur. Að vísu eru æðar- vörp á nokkrum stöðum hér á landi, sem eru alllangt frá sjó, en þau eru aðeins undantekningar, sem minna kveður að. Þau eru þá aðallega í eyjum í stórám og vatnaleiðin það- an greið til sjávar. Mæðurnar fara og undir eins burt með ungana til sjávar, þegar þeir eru nýskriðnir úr eggi, og ala þá upp við sjóinn og á sjófangi eingöngu. Æðarfuglinn er dýraæta og lifir mest á smádýrum (skeljum, kröbbum, ormum), sem til næst við botn á grunnsævi, inni á fjörðum, víkum og vogum. Æðar- fuglinn skarar fram úr öllum öðrum hérlendum öndum í dugnaði við sjósóknina og getur kafað eftir fæðu á mun meira dýpi en venju- legar kafendur, enda er æðarfuglinn þeirra mestur vexti og að atorku. Hann er að mestu staðfugl hérlend- is, en flytur sig um set með strönd- um fram eftir því sem veðrátta er og auðveldast að bjarga sér. Eigi er vitað, hvort nokkuð af ungviðinu fer burt frá landinu á haustin, og þótt undarlegt sé, vitum við fátt til hlítar um háttu hans og eðli. Merk- ingar á æðarfugli hafa litlar eða engar verið gerðar fram að þessu. Heimkynni æðarfuglsins erlendis eru víðast hvar um hánorræn (arc- tisk) lönd og næstu nágrannalönd þeirra. Ekki er þar þó alls staðar talið, að sé sama tegundin, enda eru lífsskilyrðin mjög misjöfn, en fugl- inn er að eðlisfari og upplagi stað- bundinn. Sumir fræðimenn gera t. d. greinarmun á Norðurlanda-, færeyskum, íslenskum og græn- lenskum æðarfugli, og er eigi ó- sennilegt, að hægt sé að greina á milli þeirra allra, en hitt eru menn eigi sammála um, hvað beri að telja sérstaka undirtegund og hvað ekki, og eru afbrigðin orðin mörg, ef öll skyldi talin. DÝRAVERNDARINN Fullorðinn æðarbliki er með á- sjálegustu fuglum sem hér getur að líta. Efri hluti höfuðsins er svartur, en stór, allbreiður, hvítur blettur er þó á hvirflinum. Hnakkinn og háls- inn aftanverður er ljósgrænn (mosa-), og nær græni liturinn út yfir og umhverfis eyrun. Flugfjaðr- irnar eru þó flestar mósvartar, og efri stélþökurnar og dálítil skák aftast á baki er svört. Hálsinn að framanverðu og vangarnir eru hvít- ir; neðsti hluti hálsins og ofanverð bringan er gul-(ryð-) hvítt, en ann- ars staðar er fuglinn svartur hið neðra. Nefið er að ofan grænleitt, en blágrárra að neðan, nöglin gul- leit. Fæturnir grænleitir, en sund- fitin móleit. Augað móleitt. Öndin er öll dökkmóleit hið efra, en gráleitari að neðanverðu. Rauðmóleit á höfði og hálsi. Á baki mósvört með ryðleitum jöðrum á fiðrinu. Felubúningurinn að aflokn- um varptíma er ennþá dekkri, eink- um öndin (kollan), en blikann má þó alltaf greina frá með dálítilli að- gætni. Ungarnir á haustin eru svip- aðir kollunum í útliti, en blikarnir breytast það þegar á næsta (1.) vetri, að vel má þekkja þá frá. Einkenni. Stærsta kaföndin, sem hér er. Á blikanum er hnakkinn, hálsinn aftanverður og á hliðunum ljós- (mosa-)grænn. Hálsinn fram- anverður, kinnarnar, bakið og efri vængþökur er hvítt. Bringan ryð- gulhvít, en bringan neðanverð og kviðurinn allur er svartur. Öndin (kollan) svartmóleit, sýnist alldökk í nokkurri fjarlægð. Æðarfuglinn er ekki styggur að eðlisfari, og honum er allþungt um flug, en flýgur rösk- lega, þegar hann er kominn á loft. Nefið allstórt, ennið ekki afmarkað. Stél stutt, bogið fyrir endann. (Stærð: 1. 590-670 mm; v. 270- 300 mm). ÆÐARKÓNGURINN (Somateria spectabilis (F) er hánorræn æðar- fuglstegund, sem flækist hingað við og við. Sjást blikarnir oft í æðar- vörpum eða nágrenni þeirra, enda verpur þessi tegund hér endrum og eins, en kollurnar, drottningarnar, vekja enga athygli, enda eru þær alllíkar æðarkollunum á lit o. fl., en eru mun minni. Kóngurinn er auð- þekktur. Höfuðið ofanvert og háls- inn aftanverður er ljósgrátt, ásamt 21

x

Dýraverndarinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.