Dýraverndarinn - 01.02.1978, Síða 22

Dýraverndarinn - 01.02.1978, Síða 22
efri hluta baksins. Annars staðar er bakið svart. Vangarnir ljósgrænir, en svartur blettur í kverkinni. Bringan efst hvítgul, en kviðurinn svartur, en stór, hvítur blettur báð- um megin aftast á hliðunum, fram- anvert við stélið. Nefið rauðleitt með gulrauðum, svartrendum hnúð efst við rótina. Fæturnir gulrauðir, augað gult. Æðardrottninguna má þekkja frá venjulegum æðarkollum bæði á stærðinni, eins og þegar var tekið fram, og svo einkum á því, hvernig fiðrið mætir nefrótinni. Á æðarkóngi og drottningu er fiðrað nefið að ofanverðu fram á móts við nasaholurnar, en á hliðunum nær fiðrið ekki svo langt fram á nefið. Þetta er þveröfugt á venjulegum æðarfugli. HRAFNSÖNDIN (Oidemia nigra nigra (L)) Hrafnsöndin er alls eigi óalgeng víða um land, enda þótt almenn- ingi sé lítt kunnugt um þarveru hennar. Hún er fremur óásjáleg að lit, fer helst huldu höfði og lætur yfirleitt eigi mikið yfir sér. Hún er mestmegnis farfugl, sem kemur tímanlega á vorin og fer héðan seint á haustin. Við Mývatn er hrafnsöndin frekar algeng. Fullorðinn hrafnsandarbliki er yfirleitt allur kolsvartur, en þó er hann mósvartur á stöku stað. Nefið er með stórum hnúð efst við rótina. Það er svart, en allstór, rauðgulur blettur er á því, ofan frá hnúðnum og fram undir 1 cm frá nefbrodd- inum. Fætur eru mósvartir, augað móleitt. Öndin er öll móleit, kollur- inn dekkstur, en vangarnir, kverkin og hálsinn utan á hliðunum er mó- hvítt. Bringan og kviðurinn ljósmó- leitari, nefið svart, oft með rauð- gulum dröfnum. Hrafnsöndin verpur oftast nær ekki fyrr en í júní og er um það bil 4 vikur að unga út eggjunum. Þau eru allt að 10, gulhvít að lit. Ungarnir verða sjálfbjarga þegar þeir eru um það bil 7 vikna. Á meðan öndin liggur á eggjun- um, yfirgefur blikinn hana að mestu, enda fer hann þá að fella og er „í sárum", eins og venja er um endur. Þeir eru þá oft margir sam- an, oft allfjarri varpstöðvunum, ef þess er kostur, úti á vötnum eða á sjó, ef skammt er til sjávar. Eru styggir mjög og varir um sig. Þess vegna sjást þeir lítið nema fyrst á vorin og í byrjun varptímans, en frúna, hrafnsöndina, bera fæstir kennsl á; hún er svo hversdagslega búin, að hún vekur ekki á sér at- hygli. Heimkynni hrafnsandarinnar er- lendis eru t. d. á írlandi, Skotlandi, norðanverðum Norðurlöndum, á Norður-Rússlandi og í Norðvestur- Síberíu, Spitzbergen og víðar. Hrafnsöndin er sjávarfugl í eðli sínu og dvelst því við sjó mestan hluta ævinnar, þótt hún verpi oftast nálægt eða við ósalt vatn. Einkenni. Miðlungsstór önd, kaf- ar og er fremur stygg; blikinn kol- svartur með hnúð á nefinu og rauð- gulan blett framan við hnúðinn. Öndin móleit, ljósari í kverkinni, í vöngunum og utan á hálsinum. (Stærð: v. 220-242 mm; n. 42- 49 mm. Þyngd 1000 gr eða tæplega það að meðaltali). GULÖNDIN (Mergus merganser (L)) Gulöndin er ekki óalgeng víða um land, einkum hið neðra með- fram hinum stærri ám, sem hér falla til sjávar, í smáeyjum og ós- hólmum ánna, einkum þar sem mörg eru síki og smátjarnir. Hún er einnig við sum hinna stærri stöðuvatna, en þó er hún algengari við árnar. Hún er aðallega láglend- isfugl og kann best við sig þar 22 DÝRAVERNDARINN

x

Dýraverndarinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.