Dýraverndarinn - 01.02.1978, Side 23

Dýraverndarinn - 01.02.1978, Side 23
sem skammt er til sjávar. Hún er talin vera staðfugl hér, en þó eru að líkindum nokkurar undantekningar frá því, einkum í hörðum árum. Gulöndin er fiskæta og tekur fiska sem hún eltir uppi í kafi, því að hún er framúrskarandi fimur sund- fugl og kafari. Þó að hún lifi einna mest á smásílum og seiðum, þarf hún eigi ávallt að lúta að svo litlu, því að hún er stærðarfugl og þrek- mikill. Gulöndinni fer því miður fækkandi á síðari árum. Fullorðinn gulandarbliki er svart- ur á meiri hluta höfuðs og ofan- verðum hálsinum, með grænleitri málmslikju á fiðrinu. Aftan í hnakka er áberandi allúfinn skúf- ur, samlitur höfðinu. Hálsinn hvít- ur að neðanverðu. Efri hluti baksins og herðarnar eru svartar, en aftar er bakið ljósgrátt, með hvítleitu kroti á fiðrinu utanvert til hliðanna. Armflugfjaðrirnar, efri axlafjaðr- irnar og efri vængþökurnar eru hvítar. Stélið grátt. Að neðanverðu, ofan frá bringu og niður úr, er fuglinn hvítur, með fallegri gul- rauðri (lax-)slikju á fiðrinu, sem þó fölnar oftast og hverfur, þegar fugl- inn er drepinn. Nef og fætur dökk- rautt, en nefmænirinn og nöglin svartleit. Fætur gulrauðir, augað móleitt eða rautt. Ondin er móleit á höfði og ofan- verðum hálsi og hnakkaskúf. Ann- ars er hún víðast hvar öskugrá hið efra, með dekkri fjaðurhryggjum. Miðarmfiugfjaðrirnar eru hvítar og stórþökurnar ofan á þeim (spegill). Hakan og kverkin hvítleit, en neðri hluti hálsins og síðurnar ljósgráar, en að öðru leyti er öndin hvít að neðanverðu, með ryðmóleitri slikju, sem oft hverfur, þegar fuglinn deyr. Ungarnir eru svipaðir móður sinni í útliti á haustin, en loðhettan er minni, og auk þess eru þeir mó- DÝRAVERNDARINN grárri á baki og allljósleitir framan og neðan á hálsinum. Gulöndin verpur venjulega fyrri hluta júnímánaðar og á mörg, allt að 10-14 egg, allstór, hvít á litinn. Utungunartíminn er hér talinn vera um það bil 4 vikur (erlendis sums staðar 32 dagar). Ungarnir þrosk- ast fremur fljótt og eru fleygir um það bil 5 vikna gamlir. Gulöndin flakkar víða með ströndum fram á vetrum því að þá er hún sjávarfugl, en þó er hún oft á landi, þar sem vötn frjósa ekki, ef þar er fiskæti að fá. Þó að hún sé fiskæta, étur hún oft talsvert af vatnagróðri á sumrin, einkum ungarnir, en getur sem sagt bjargað sér dálítið á jurta- fæðu, ef annað er ekki að fá. Gul- öndin verpur helst í kjörrum eða hávöxnum gróðri, en einkum og sér í lagi þar, sem eru gróðri vaxin hraunlendi, nálægt eða eigi allfjarri vatni eða á, þar sem eru ótal fylgsni, skútar og smáhellar, því að gulönd- in verpur erlendis aðallega í holum og öðrum fylgsnum, mest í holum trjástofnum, en hérlendis er ekki um þá hluti að ræða. Heimkynni gulandarinnar er- lendis eru víða um hin norðlægari lönd hins svo kallaða gamla heims (þ. e. Eurasiu), en þó er hún ekki norðan við heimskautsbaug að neinu ráði, nema á Norðurlöndum. Hún á náfrænku á meginlandi Norður-Ameríku. Einkenni. Á stærð við miðlungs- gæs, en þó tæplega að öðru en lengdinni. Frekar grannvaxin. Blik- inn er svartur á höfði og efri hluta hálsins, með málmgljáa á fiðri, en neðar er hálsinn hvítur. Fram- hryggurinn og herðarnar eru svart- ar, en annars er bakið grátt. Yæng- irnir mikið til hvítir að sjá. Að neðan hvítur með laxrauðri slikju. Nefið dökkrautt og fætur gulrauð- ir. Augað meira eða minna mórauð- leitt. Öndin er dökkmóleit á höfði og hálsi og skörp litaskiptin neðar á hálsinum, sem er hvítleitur. Hvít- 23

x

Dýraverndarinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.