Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.02.1978, Blaðsíða 28

Dýraverndarinn - 01.02.1978, Blaðsíða 28
Hleiðargarður í Eyjafirði, teiknað eftir Ijósmynd frá árinu 1910, eða þar um bil. S('ð á hlið gamla batjarins úr norðri. Torfufellshnjúkur á miðri mynd. ótaldir eru þá deigbitarnir og mjólkursoparnir, sem hún gaukaði að þeim. Vegnaði þeim vel í búrinu þar til batinn kom. Og árin liðu. Skjóni varð bæði stór og sterkur, en alltaf var hann sami letinginn. Hann lék sér aldrei, og ef hann hreyfði sig eitthvað, var sem hann ætlaði niður í jörð- ina, svo þungstígur var hann. Móð- ur minni var þetta þungbært, og sagðist hún oft hafa grátið fögrum tárum yfir honum, og oft sagðist hún hafa beðið guð heitt og inni- lega að gefa sér gott reiðhross. — Nokkrum sinnum bað hún föður sinn að hafa skipti á tryppunum, og láta sig fá Snarfara, en jafnan eyddi hann því tali. Er Hjörtur var fjögurra vetra var farið að koma á bak honum, en honum var óreitt með öllu og allir uppgáfust við hann. - Þetta vor var venjulegt manntalsþing haldið í Saurbæ seinni hluta maímánaðar. Afi minn sagði við dóttur sína þann dag er þinga átti, að nú ætlaði hann að ríða skjóna þangað. Ef illa gengi, kvaðst hann bara teyma hann, en ekki er nema snertuspölur milli bæjanna. Móðir mín sagði, að því skyldi hann ráða. Er Ólafur var ferðbúinn steig hann á bak skjóna, en ekki vildi hann fara úr sporunum, og sló þá afi minn í hann; drattaðist hann þá af stað, en varla mjakaðist hann áfram. Móðir mín var úti á hlaðinu og sá hvað gerðist. Gekk hún þegj- andi inn, en fólk sem þar var statt, sagði að tár hefðu runnið niður kinnar henni. Lengi voru þeir félagar á leið- inni, þótt stutt væri. Er þeir komu í Saurbæ, stakk Ólafur skjóna inn í hesthús til hrossa er þar voru fyrir. Síðan gekk hann á þingið. Er hann hafði lokið erindum sínum þar, tók hann skjóna og steig á bak. En þá gerðist undið mikla. Hjört- ur var orðinn að umskiptingi. Ólafur var varla kominn í hnakk- inn, er skjóni tók sprettinn, og þaut sem fugl flygi ofan götuna frá Saurbæ og niður á þjóðveginn. Þar beygði hann heim á leið og hélt sömu rokunni og fór nú alltaf á fín- ustu og fegurstu vekurð. Skjóni hélt sprettinum látlaust eftir veginum, þar til hann kom á hlaðið í Hleiðargarði, en um það lá hann á þeim árum. Dálítil hæð er norðan við túnið, og vildi svo til, að móðir mín var úti stödd, er þeim félögum skaut upp á hæðina. Þekkti hún þegar hverjir þar voru á ferð, en ekki ætlaði hún að trúa sínum eigin augum. - Er á hlaðið kom stansaði skjóni. Sté Ólafur af baki og gekk til dóttur sinnar, heilsaði henni og sagði: „Nú skal ég hafa hestakaupin, dóttir góð." Móðir mín svaraði brosandi: „Nei, pabbi minn. Ég held að best sé að hvort okkar eigi sitt." „Þá skai svo vera," sagði Ólafur, „og njóttu vel og lengi." Hjörtur varð hinn besti hestur, sem raun bar vitni um. Varð hann kunnur um allan Eyjafjörð og víð- ar. Margir ágirntust hann, og sýslu- menn, faktorar, prestar og aðrir „heldri menn" sóttust eftir honum og buðu fyrir hann mikið fé, en móðir mín gaf hann aldrei falan, þótt sjóðirnir væru oft gildir og girnilegir, er hampað var frammi fyrir henni. Margir hagyrðingar sveitarinnar kváðu um skjóna. Sumt af því er nú gleymt, annað lifir enn á vörum eldra fólksins í firðinum, en verður ekki hér til tínt. Ólafur afi minn, móðir mín og Jón Ólafsson bróðir hennar, riðu einn sunnudag til Miklagarðskirkju. Atti Jón reiðhest, gráan að lit, sem hann kallaði Fálka, og reið honum nú. Um þá ferð var þetta kveðið: Leit óg hvar um Ijónamarinn þeytti, á Snarfara Ólafur. Allra var hann fimastur. Hans við síðu hœgri prýði meður. Reiðar fríðan fjörgar són, Fálka sínum renndi Jón. Jafnframt þeim á jórageimSigrtður, stjörnu rýnar ströndin björt, stýrði sínum góða Hjört. Velti maður fyrir sér atburði þeim, sem hér hefur verið frá sagt, verður ekki hjá því komist, að sú spurning kafi upp í huga manns: Hvað gerðist í hesthúsinu í Saur- bæ? Hvernig mátti það verða, að skjóni varð þessi umskiptingur? Fólk á þeim tíma ræddi mikið um 28 DÝRAVERNDARINN

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.