Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.02.1978, Page 30

Dýraverndarinn - 01.02.1978, Page 30
Hundahreinsun S.l. haust hafði hundaeigandi í sveitarfélagi í nágrenni Reykjavík- ur samband við S.D.Í. vegna hunda- hreinsunar sem átti að fara þar fram þann dag. Sagðist maðurinn hafa farið með hunda sína í þessa hreinsun í fyrra og ekki vilja leggja það á dýrin sín að fara í þetta aftur - og láir honum það enginn sem til þekkir og hefur smá tilfinningu fyrir dýrum. Þannig er, að hundahreinsunin er framkvæmd hér á landi eftir reglu- gerð sem mjög er komin til ára sinna. Þegar hún hefur verið gerð hefur hún vafalaust verið það besta er þá þekktist og til mikilla bóta í baráttunni við sullaveikina. En ár og dagur er nú síðan. Á sviði læknavísindanna hafa orðið stór- stígar framfarir erlendis, ekki að- eins að því er snertir lyf fyrir mannskepnurnar, heldur einnig lyf til dýralækninga. Það er því sárt til þess að vita hve mjög það geng- ur illa að koma því nýjasta og besta inn á markaðinn hér við dýralækn- ingarnar. Og eitt af augljósustu dæmunum eru þessi gömlu hunda- hreinsunarlyf. Þau eru enn notuð víðast hvar um landið. Aðeins á nokkrum stöðum hefur verið tekið upp nýtt lyf, t. d. á Akureyri og í Garðakaupstað. Mismunurinn á verkun þessara lyfja er sá, að gamla lyfið orsakar gífurlegan niðurgang og engist hundurinn sundur og saman í marga klukkutíma, en lyfið drepur hvorki orm né egg bandormanna sem þó er tilgangurinn með hreins- uninni. En nýja Iyfið drepur orm- inn og eggin ef þau eru í innyflum hundsins ÁN AUKAVERKANA. Þannig, að eftir að hundurinn hefur fengið lyfið, getur hann farið heiin Ef gamla lyfið er notað, eru hund- arnir lokaðir (jafnvel bundnir) inni í einhverju húsi — kofa. Þar verða þeir að dúsa í sex klukkustundir eins og þeir eru á sig komnir og þar verða þeir útataðir í eigin nið- urgangi og annarra. Þvílíkt hrein- læti!!! Eftir allan þennan niðurgang eru hundarnir teknir og færðir á kaf í tunnur með lýsólblöndu eða svip- uðum hreinsilegi og getur hver sem er gert sér í hugarlund hvílík með- ferð það er. Þessi „böðun" hefur orðið mörg- um hundinum alvarleg þolraun of- an á allar kvalirnar. Eftirköst þess- arar illu og ómannúðlegu meðferð- ar eru oft mjög mikil og vitað er að hundar hafa drepist. — Einnig hafa hundar hengst þegar þeir hafa verið bundnir í þessum kofum eftirlits- lausir í sex klukkustundir. Stjórn S.D.Í. hefur lengi barist fyrir því að lögum og reglu- gerðum um þessa „hundahreinsun" verði breytt og að eingöngu verði notuð lyf sem eru hundinum þján- ingarlaus með öllu. T. d. er tillaga þess efnis meðal þeirra tillagna sem lagðar voru fyrir dýraverndunar- nefnd ríkisins fyrir nokkrum árum. Einnig hefur verið gert talsvert af því að kynna fólki nýju aðferð- ina við bandormahreinsun og geng- ur það vel þegar hundaeigendur í þéttbýli eiga í hlut, en verr þegar um er að ræða bændur með sína hunda, og er það út af fyrir sig at- hyglisvert, því er ekki ævinlega ver- ið að reyna að halda því á lofti að sveitin sé það eina gósenland sem hundi sé bjóðandi. Meðfylgjandi myndir sýna hundahreinsun með gömlu aðferð- inni og tala þær sínu máli. J.S. 30 DÝRAVERNDARINN

x

Dýraverndarinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.