Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.02.1978, Blaðsíða 32

Dýraverndarinn - 01.02.1978, Blaðsíða 32
Norri minn Það var vorið 1903 eða 1904. Eg fór í morgunsárið að vitja lamb- ánna. Finn ég þá veturgamla gimb- ur, sem borið hafði gráu hrútlambi tveimur dögum áður, í krókadýinu skammt fyrir framan túnið, í svo- kölluðum Krókum. Það dý hafði orðið fleiri kindum að aldurtila. Gimbrin hafði ekki staðist grænu stráin, sem gægðust upp í útjöðrum dýsins, en jörð var um þetta leyti lítt gróin og víða földu nýgræðings- stráin sig niðri í sinunni. Mennirnir urðu hér að taka að sér hlutverk móðurinnar, þar eð engin ær þurfti á undirvæning að halda þetta vor. Móðirin var dregin upp úr dýinu og flegin, því að næg þörf var fyrir ull og skinn og hið sama gilti um kjötið. Þá var ekki upprunninn sá siður, að grafa dauðar kindur í jörðu, með öllu saman, eða láta varginn um að eyða þeim. — Matur- inn var guðsgjöf og allt varð að nýta sem nothæft var. Þegar gimbrin hafði verið flegin og búið var að taka innanúr henni, veitti ég því athygli, að lambslegið var farið allmjög að hlaupa saman eða minnka og man ég varla eftir því að hafa séð þetta merkilega líf- færi á því stigi. - Eftir nokkra daga hefði það verið orðið svo lítið, að fela hefði mátt í karlmannshnefa og hét þá krókasteik. Aldrei hef ég skilið forsendur þessarar nafngiftar, en með „Króka" mun átt við leg- pípurnar, sem eru krókbognar í mjórri endann. - Þetta dásamlega líffæri, legið eða móðurlífið, er eitt af undrunum miklu í heimi Guðs. Það vex með fóstrinu og myndar næringarhjúp utan um það, en tengist líkama móðurinnar með naflastrengnum. Við fæðingu hjá dýrunum okkar slitnar hann og engin blæðing á sér stað. Síðan losnar fylgjan (hildirnar) sjálfkrafa frá leginu, ef allt er með felldu og verður ref og hrafni að bráð, eða þá að móðirin - ærin - étur það sjálf, efalaust vegna hræðslu, sem enn loðir við hjá henni við að rán- dýrin komi - renni á lyktina. - og láti sér þá ekki nægja hildirnar, heldur taki afkvæmið líka, því að hjá þeim sverfur sulturinn að, oft og tíðum, og þau dýr eiga að annast mjög soltin afkvæmi. Hvílíkt undur er hér um að ræða í líkama móðurinnar. Líffærið vex með og breytist eftir þörfum fóst- ursins, en dregst saman og minnkar í upprunalegt form þegar hlutverki þess er lokið í hvert sinn. - Hvað má geta mannsins hjá slíku? Og svo halda sumir, að enginn Guð sé til! Litli grái hrúturinn með ljóta munninn varð heimalningur. Kom DÝRAVERNDARINN

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.