Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.02.1978, Page 33

Dýraverndarinn - 01.02.1978, Page 33
Haninn gabbaði Larisku Lariska litla kom ein, sem endra- nær, hlaupandi heim úr skólanum, borðaði matinn sem mamma hafði tekið til handa henni, náði sér í teiknimyndabók og klifraði síðan upp á stóra ofninn, sem enn var volgur frá því um morguninn. Lariska las nokkrar síður í bók- inn og féll svo í svefn, þreytt eftir setuna á skólabekknum. Hún vakn- aði við þetta venjulega „kykeliky" frá hananum, sem ætíð vakti hana á morgnana, því að á veturna voru hænsnin höfð í afhýsi sem lá fast að eldhúsveggnum. Hún var vön því að nota hanann fyrir vekjara- klukku og þessvegna varð henni dálítið hverft við að vakna svona snögglega og ennþá var dimmt. - Nú, úti voru logandi götuljós og mjólkurglas var á borðinu, en mamma hennar var þar ekki. það í minn hlut að færa honum drykkinn sinn. Járnpípa úr týru- glasi, vafin með ull um annan end- ann var „túttan" hans og hringlaði hann innanum ílátið til þess að ná síðasta dropanum úr lögginni. Hann var oftast í tjóðri í tún- jaðrinum fyrir framan ána. Alltaf jarmaði hann, þegar hann sá mig koma. Talaði ég þá gjarnan við hann og svaraði sem svo: „Norri minn, jarmur, blessaður auming- inn, jarmur, leiðist þér, jarmur, ég trúi því vel, jarmur, o. s. frv. Um þetta leyti var tvíbýli á heimili foreldra minna. Garðrækt Lariska drakk nýmjólkina sína, setti á sig skólatöskuna sína og hljóp af stað í skólann. Hún gaf sér ekki einu sinni tíma til að hneppa kápunni að sér. Þegar hún hljóp inn á skólalóð- ina, var þar allt kyrrt og hljótt. - „O! nú hef ég komið of seint," tautaði hún við sjálfa sig. Á útitröpum skólans sat „afi" gamli, en hann hét nú raunar Fed- jaska, og var húsvörður. Hann leit undrandi á litlu stúlkuna. „Hefur þú gleymt einhverju, litla mín?" sagði hann. „Góðan daginn, afi, nei, ég hef ekki gleymt neinu, ég bara svaf yfir mig. Heldur þú að ég komist inn í fyrsta tímann héreftir?" Lariska stappaði snjóinn af filt- stígvélunum sínum meðan hún móð og másandi spurði „afa". En afinn horfði bara hissa á telpuna og fór að skellihlæja. „Hvað gengur að þér, barnið gott. Skólinn er fyrir löngu búinn í dag og þú varst hér sprellfjörug núna fyrir stuttu?" Lariska rak upp stór augu og skildi ekki neitt í neinu, en smám saman rann það upp fyrir henni, að hún hafði verið í skólanum fyrir stundu síðan. Þá settist hún niður á tröppurnar við hlið „afa" og hló með honum. „Ó-já, það hefur verið hana- skömmin, sem hefur farið að gala á skökkum tíma og ég svo rokið af stað í skólann, þótt það væri enn kvöld. - Jæja, bíði hann bara ró- legur þar til ég kem heim aftur, þá skal hann fá orð í eyra! Og aldrei skal ég treysta hanagali oftar." var talsverð á báðum heimilunum og voru ræktaðar rófur og kartöfl- ur, en ekki voru garðarnir það vel girtir, að griphelt væri. Mótbýliskonan var skapstór og vanstillt í geði, mest vegna fátækt- ar-basls. Var Norri minn því illa séður gestur í görðunum, ef hann losnaði úr tjóðurbandinu. Þegar líða tók á sumarið og veð- ur að versna þótti ekki fært að tjóðra hann úti, þó að hýstur væri hann inni um nætur. Garðarnir freistuðu hans mjög og ekki þótti sanngjarnt að láta hann gera usla í görðum sambýlisfólksins. Hann varð því að falla, áður en hans tíð kom. Man ég að Norri stóð hjá föður mínum á meðan hann hvatti hníf- inn, sem nota átti til þess að aflífa hann, óafvitandi þess, að nokkuð illt gæti komið frá vinum sínum mönnunum. Löngu síðar lét ég einn besta hrútinn minn heita eftir Norra mínum. Sá hrútur varð gamall og geymdi ég hornin af honum lengi. 1. júní 1973. Jóbannes Davíðsson frá Álfadal. DÝRAVERNDARINN 33

x

Dýraverndarinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.