Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.02.1978, Qupperneq 35

Dýraverndarinn - 01.02.1978, Qupperneq 35
Snati Það er stundum vandi að eiga hund í smáþorpi. Táta var öllum góð, en hún hafði þann leiða sið, að gelta mikið að bílum og æða í veg fyrir þá. Einu sinni varð hún fyrir bíl og meiddist mikið, en hún varð aftur jafngóð, og nú liðu margir mánuðir án þess að hún gelti að bíl, en svo byrjaði hún aftur og gerðist nú æstari en nokkru sinni áður. Hún gekk með hvolpa og er hún fæddi þá, var einn, sem bar af öllum hinum, en þeir voru fjórir alls. Þetta var hund- ur, brúnn og hvítur að lit með brún og greindarleg augu, þegar sást í þau. Ég ásetti mér því að láta hann lifa, en til þess varð ég að farga Tátu og það varð að gerast áður en hún kenndi hvutta litla að hlaupa fyrir bílana. Snati átti hús og góðan kassa til að liggja í. En af því að honum leiddist einum, þá fékk hann að koma inn í eldhús og leika sér á gólfinu. Hentist hann þá marga hringi um eldhúsgólfið. En ef ég hallaði mér í bekkinn, sem oft kom fyrir, þá endaði Snati litli leiki sína með því að stökkva upp í bekkinn til mín og skríða á maganum þang- að til að hann stakk hausnum undir handarkrika minn, með því sýndi hann vináttu sína, sem alltaf var eins meðan hann lifði. Þegar Snati var ársgamall sýndi hann oft hvað hann var lyktnæmur. Lækurinn, sem ég sótti vatnið í handa kindunum, fennti stundum í kaf. Ég var vanur að hafa prik við pyttinn sem ég sökkti í vatnsfötun- um, en nú var það fokið um koll og ekkert að sjá nema hvíta fönnina. Snati sá að ég var að svipast um hvar ég ætti að moka upp lækinn. Þá kom hann og setti báðar fram- lappir sínar á kaf í fönnina, leit svo til mín og dillaði rófunni. Ég fór svo að og mokaði í förin hans og kom beint niður í lækinn þar sem ég var vanur að sökkva í föt- una. Snati var nokkuð stór hundur, enda blandaður að kyni. Hann var ákaflega góður í sér, beit hvorki menn eða skepnur. En hann gerði mannamun, vildi ekki koma til allra sem ætluðu að klappa honum. Hann var mjög hændur að börnum, sem vildu vera góð við hann, en gerði allmikinn mismun á þeim. Það var eins og hann vildi aðeins eiga fáa vini. Það var eitt vetrarkvöld í góðu veðri og auðri jörð. Við Snati vor- um á heimleið úr fjárhúsunum. Á móti okkur komu tvö ókunnug börn, átta ára stúlka og sex ára drengur, systkin, nýkomin frá Reykjavík. Þau höfðu verið að leika sér á svelli upp við Hólinn, þar sem ég er með plöntur. Sögðu þau mér formálalaust, eins og barna er siður, að krakkarnir hefðu sagt sér að þau mættu ekki stíga sínum fót- um upp fyrir girðinguna. Ég skýrði þeim frá því hversvegna ég vildi ekki að börn væru að leika sér þar inni. Þá tók ég eftir því, að Snati var farinn að sýna þeim sín vina- hót og litla stúlkan strauk hendinni mjúklega um kollinn á honum. Ég fékk henni vettling og sagði að hún skyldi reyna hvort þeirra væri sterkara. Snati var fljótur að átta sig á þessum leik og nú toguðust þau á um vettlinginn og þótti syst- kinunum allmikið gaman. Eftir þetta komu þessi börn nokkuð oft í heimsókn til mín með- an þau áttu hér heima í næsta húsi. Þá var það eitt sinn að litla stúlkan kom upp að fjárhúsum til mín og bað mig að koma með sér upp í brekku. Ég þóttist ekki hafa tíma til þess, en sagðist vilja lána henni Snata til fylgdar, en bað hana að fara varlega því víða væri hált á svellum og Fossagilið væri einn svellbólstur frá klettunum og væri hættulegt að fara yfir það. Hún vildi setja band um hálsinn á Snata og teyma hann, en hann vildi aðeins toga í bandið og ráðlagði ég henni að hafa hann lausan. Nú DÝRAVERNDARINN 35

x

Dýraverndarinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.