Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.02.1978, Qupperneq 40

Dýraverndarinn - 01.02.1978, Qupperneq 40
Bygging dúfnahúss Þegar byggja á dúfnahús er fyrsta skilyrðið að velja þurran og skjól- góðan stað, þannig að ekki renni vatn að því, og að sjálfsögðu á að byggja húsið þannig að það sé fall- egt og skemmi ekki umhverfið. í dúfnahús er best að nota vatns- [íi '■ 1 1. 200 am , * X ' * k /U'/JO’yr- 1 Su* S F7=í... ( L^: k oo»*a | límdan krossvið. Húsið þarf að vera vel einangrað og í því á að vera góð loftræsting. Á húsinu þarf einnig að vera stór gluggi og helst á móti suðri. Betra er að hafa tvö- falt gler í glugganum. Að innan er áríðandi að húsið sé eins slétt og mögulegt er til þess að betra sé að hreinsa það. Setpláss og hreiður: Sjá teikning- ar. Og athugið að hafa málin ekki minni en þar er gefið upp. Matar- og vantsílát þurfa að vera þannig að gott sé að hreinsa þau. í sambandi við stærð hússins vil ég taka fram sem dæmi, að í 8 m3 húsi er ekki pláss nema fyrir 10-11 pör af litlum dúfum eða 6—7 pör af stórum dúfum og er þá miðað við að ungarnir séu fjarlægðir þeg- ar þeir eru farnir úr hreiðrinu. Sjá teikninguna þar sem skipt er á milli fullorðinna dúfna og unga. Ef dúfurnar fljúga ekki frjálsar þarf útistían að vera mun stærri en húsið. En fljúgi dúfurnar frjálsar skal gæta þess að gatið sé þannig að kettir komist ekki inn. V. S. Opnuð hjálparstöð... Framhald af bls. 38. uppeldi hvolpa og kettlinga áður en það fer að halda fram slíkum fjarstæðum. Það verður ekki fjöl- yrt hér meira um mikilvægi þess, að hvolpar og kettlingar séu þenn- an tíma hjá móður sinni, en þeim sem eru í þeim hugleiðingum að bæta hundi eða ketti við fjölskyldu sína skal bent á það að fá sér ekki yngra dýr en átta vikna. Ef því ráði er fylgt fáið þið betra dýr, kæru væntanlegu dýraeigendur. Margt fleira hefur borið við á t i hinni nýstofnuðu hjálparstöð, en of langt mál yrði að telja það allt upp hér. - Það er ósk mín og von, að stöðin verði hér eftir sem hingað til rekin þannig, að velferð dýrsins verði ætíð í fyrsta sæti. J. S. 40 DÝRAVERNDARINN

x

Dýraverndarinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.