Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.10.1995, Blaðsíða 18

Stúdentablaðið - 01.10.1995, Blaðsíða 18
18 HASKOLINN U.1JLJL Verkfræ&ideild: JÚLÍUS SÓLNES lúlíus er fyrrverandi þingmaður og ráðherra fyrir Borgaraflokkinn. Gera má ráð fyrir að hann muni stokka upp í bílaflota forseta- embættisins og kaupa jeppa til að þvælast um hálendið, líkt og hann gerði í umhverfisráðuneytinu. Þannig getur hann verið í góðum tengslum við alla þjóðina, ef einhver vandamál koma upp, þá þeysir hann á jeppanum yfir hálendiö og leysir vandann. „Júlíus hefur alla burði til ab verða jjóður forseti. Hann er vel menntaður og tungumálamaður mikill. Hann hefur gaman af ferðalöjmtm og einnig er skógrœkt honum hugleikin, hvort tvegflja nauðsynlegt fyrir forseta. Hann er reynslumikili í heimsmálum og alþjóðasamskiptum. Hann hefur til að bera þá áraðni oyj ákveðni sem til þarf en pjetur jafnframt verió jliplóaþegar svo ber tmdir. Ókostir hans virðast ífljótu brajjði enpir. Tel cp hann verðugati fulltrúa til þess að leiða þjóðina inn á nýja öld. Eg skora því á háskólanema að veita Júlíusi Sólnes brautargcngi í komandi jörsetakosningum,a sagði Þorvaldur Guðjónsson verk- ffæðinemi. Raunvísindadeild: SIGMUNDUR GUÐBJARNASON Hann er fyrrverandi háskólarektor og naut virðingar í því starfi. Þegar fjðlmiðlar hafa spurt hann hvort hann hyggist sækjast eftir forseta- embætnnu hefur hann verið dulur og ekki viljað segja mikið. Ljóst er að hann nýtur talsverðra vinsælda og Stúdentablaðið getur sér þess til aö hann verði með í slagnum á næsta ári þrátt fyrir að vera á meðal þeirra elstu sem hafa verið nefndir. „Sigmundur hefur margt til að bera sem g&ti prýtt forseta. Hann er sterkur persónuleiki og traus- tvekjandi. Hann hefur lands- fóðurlega ímynd og mikla yfirsýn yfir íslenska þjóðfélagið í gegnum störf sín. Hann er einnig virtur á sínu sriði hér heima og erlendis og v&ri góður fulltrúi Islands á erlendrigrund. Sigmundur er mjög fróður og víðlesinn og hefur gegnt trúnaðarstörfum þannig að menn vita að hverju þeir ganga ef hann býður sig fram,“ sagði Bergþóra Hlíðkvist Skúladóttir nemi í lífefnafræði. Lagadeild: SIGURÐUR LÍNDAL Sá maður sem ætíð er kallaður til þegar skeggræða þarf stjórnarskrá íslenska lýðveldisins er Siguröur Líndal. Hann hefúr manna mest vit Bessastaði Deildir HAskólans keppa um hásxtið á Bessastöðum. Nánast allar eiga fulltrúa í keppninni um hver skuli taka við krúnu Vigdísar Finnbogadáttur. ICristján Guy Burgess kannaði málið ogfékk álit nemenda forsetaefnanna A jtví hvernig pau k&mu til með að standa sig í emb&tti forseta Islands á íslenskum lögum og raunar flestu öðru samkvæmt þeim sem þekkja gerst til hans. Hann hefúr ekki einungis embættispróf í lögfræði heldur einnig cand. mag. próf í sagnfræði. Laganemar styöja Sigurð í embættið og hlakka til þess að sjá hann í hópi erlendra þjóðhöfðingja, á milli þeirra Kohls og Chiracs. „Þaó skal Jyrst nefna að Sigurður hefur náttúrulega verið forseti í nœr 30 ár, hjá Hinu íslenska bók- menntafélagi. Sem lagaprófessor þekkir hann betur en flestir aðrir valdheimildir forsetnemb&ttisins og takmörk stjórnarskrárinnar og myndi eflaUst notf&ra sér þ&r heimildir í ríkari m&li enfyrri tveir forsetar. Sigurður er virtur meðal lögfr&ðinga en þeir eru yfirleitt 3-4 í hverri ríkisstjórn. Hann hefði því örugglega mikið persónulegt áhrifa- vald á ráðherra. Mikil þekking hans á sögu, bókmenntum og lögum myndi eflaust koma honum vel hér á landi og á erlendum vettvangi. Eg tel þó að forseti eigi að standa utan við stjómmáladeiíur til þess að óeðlileg togstreita myndist ekki milli forseta og þings og er því líklega ósammála Sigurði í þeim efnum, “ sagði Einar Hannesson laganemi. Félagsvísindadeild: SIGRÍÐUR DÚNA KRISTMUNDSDÓTTIR Þrátt fyrir að hafa flúið kvenna- hreyfmguna í faðm Sjálfstæðis- flokksins hefúr Sigríóur Dúna verið nefnd sem líklegt forsetaefni. Mörgum líst einnig dæmalaust vel á að fá hinn fjallmyndarlega fjármála- ráðherra til að búa í glæsihíbýl- unum sem hann hefúr fjármagnað á Bessastöðum. „Það er svolítið skemmtilegt að þú skulir spyrja mig að þessu því ég var búin að hugsa að Sigríður Dúna v&ri ág&t í forsetaemb&ttið, áður en hennar nafn kom inn í umr&ðuna. Akademtskur ferill hennar er ákjósanlegur þar sem hún hefur b&ði fengið nasasjón af pólitík og - að sjálfsögðu - mannfr&ði sem ég tel vera einstaklega gott fyrir forseta því menntunin gefur víðsýni og fordómaminni lífssýn. Mér finnst líka vera mikill plús að hún sé kona og tíguleg og virðuleg kona eins og forsetinn sem við höfum haft. Það er náttúrlega mikilv&gast að hún vilji sjálf verba forseti og það á eftir að koma í Ijós,a sagði Sara Jónsdóttir mannfræðinemi. Viðskipta og hagfræðdeild: GUÐMUNDUR MAGNÚSSON í kosningunum 1980 bauö Guðlaugur Þorvaldsson sig fram til forseta og tapaði naumlega. Hann hafði áður verið háskólarektor sem fulltrúi viðskipta- og hagfræöi- deildar og fetaöi Guömundur Magnússon í þau spor. I ljósi þess ætti hann að vera kjörinn frambjóðandi. „Það fer ákafiega vel á því að vclja hagfr&ðiprófessor í þetta emb&tti. Gtiðmtmdur er sérlega vel fallinn til að gegna þessu emb&tti og hlýtur að teljast kjörinn frambjóðandi með tilliti til reyttslunnar. Hann sat í nefnd sem danska ríkisstjórnin skipaði til að kafa ofan í efnahags- vandamál í F&reyjum sem &tti að geta nýst vel til á þessum síðustu og verstu tímum. Attk þess er ág&tt að kjósa hann sem forseta úr þvt að menn höfðu ekki r&nu á að gera hann að seðlabankastjóra. Svo verður auðvitað gaman að heyra hann flytja áramótaávarp • tim þróun verðbréfavístölunnar og lýsa áhyggjum yfir minnkandi jaðarframleiðni verkafólks í samanburði við önnur lönd með tilheyrandi línuritum,a segir Sólmundur Ari Björnsson hag- fræðinemi. Heimspekideild: PÁLL SKÚLASON Þegar Vigdís Finnbogadóttir svaraði fyrir ummæli sín um frelsið í Kína á blaðamannafúndi sagði hún að menn gætu spurt Þorstein Gylfason eða Pál Skúlason um hvort frelsið væri ekki afstætt. Þetta lásu menn sem stuðníng víð þá kumpána og töldu aö þess væri ekki lengi að bíða að þeir tilkynntu um framboð. Blaðið telur líklegra að Páll verði fúlltrúi heimspekideildar í slagnum. Hann er nú forseti deildarinnar og rökstuddar kjafta- sögur herma að hann sé að undirbúa forsetaframboð - við seljum það þó ekki dýrara en við keyptum það. jfiáll kemur náttúrlega til með að taka við teórctíska þ&tti gróður- setninganna af Vigdísi þar scm hann hefur mikið stundað nátt- úrusiðfr&ði. Ég vona þó að hann verði betur undirbúinn í nýárs- ávarpinu hcldur en hann er oft í tímum. Það vcrður líka gaman að fylgjast meb því hvort hann m&ti með pípuna og totti hana fyrir alþjóð þegar hann flytur ávarpið,a sagði Valgeir Valdimarsson heim- spekinemi. Læknadeild: HELGI VALDIMARSSON Helgi Valdimarsson deildarforseti Læknadeildar gæti verið kallaður Hillary að kosningum loknum því að líklegra er að hann verði „forsetafrú“ en forseti þar sem hann er kvæntur Guðrúnu Agnarsdóttur lækni og fyrrverandi alþingismanni. Hún hefur mjög ákveöió verið nefnd sem ein sú líklegasta til þess að taka við af Vigdísi Finnbogadóttur. Guðrún er reyndar einnig starfsmaður Há- skólans þar sem hún vinnur á rannsóknarstofnuninni á Keldum. Ljóst er að ef Guðrún nær kosn- ingu þá verður hún ekki ein á forsetavakt þar sem Helgi er annars vegar. ,Ég held að Helgi g&ti haft mikla h&fileika til að bera til þess að verða J'orsetafrú “ á Bessastöðum. Hann hefur verið óaðfinnanlegur í kl&ðabnrði og smekkvísi allan þann tíma sem hann hefur kennt mér. Hann g&ti líka verið s&tur á myndum. Ég veit samt ckki hversu liðt&kur hann er í laxveiði eða gróðursetningum en hann v&ri alveg örugglega mjög gsmartur“ við hliðina á konunni sinni að n&la fálkaorðunni í fólk, “ sagði Guðrún Guðmundsdóttir læknanemi. Hverjir eru þó eftir? Ekki hefúr neinn verið ákveðið nefndur sem fúlltrúi tannlækna- og guðfræðideildar en þar eru þó menn innanborðs sem gætu sómt sér vel í hásætinu á Alftanesi. Einar Sigurbjörnsson prófessor við guðfræðideild er til dæmis sonur Sigurbjörns biskups sem var í hávegum hjá þjóðinni og gæti hún örugglega vel sætt sig við hann eða bróður hans Karl sem þjónar Hallgrímskirkju. Forseti tannlæknadeildar, Sigfús Þór Elíasson, hefúr einnig kynnst þjóðinni náið þar sem hann hefúr ferðast um landið og kannað tann- lieilsu nemenda í grunnskólum sem margir eru nú komnir á kosninga- aldur og minnast hans sem tann- læknisins sem boraði ekki.

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.