Stúdentablaðið

Årgang

Stúdentablaðið - 01.05.2007, Side 4

Stúdentablaðið - 01.05.2007, Side 4
Háskólatorg Haskolatorg Hver er ekki orðinnþreyttur áþví aðhlaupaá milli Háskólabygginga, iþeirri veðráttu sem viðþekkjum hér á landi, til að komast ítíma? Ég er ein af þeim sem hef þurft að sœkja mínar kennslustundir um ncer allar Háskólabyggingar á svæðinu síðast liðin þrjú ár, oft á tíðum kalin á fótum og höndum þegar á leiðarenda er kontið. Ekki tekur betra við þegar reyna á að finna sér hollan og góðan hádegismat á svceðinu því eins og flestir þekkja sem stunda nám við Háskóia Islands þá er hann af skornum skammti á kaffistofunum. Uppistaðan í fceðuvalinu eru samlokur, pastabakkar, scetabrauð og scelgceti sem hcegt er að snceða við litil fjörlegar aðstceður sem fengju eflaust slcema dóma hjá matgceðingum þessa lands. Ég á marga vini sem stunda nám við Háskóla Islands, en sé þá þvi miður sárasjaldan vegna þess hversu dreifð kennslan er um svceðið. Ég bind því miklar vonir við að Háskólatorgið muni breyta miklu fyrir mig og mína. Get varla beðið eftir að geta gengið á milli bygginga, jakka- og húfulaus á leið í tíma eða eftir að hitta skólafélaga yfir hollum snceðingi ncesta vetur og um leið rekast á flesta aðra nemendur er stunda nám á svceðinu. Miðstöð Háskólans Það var löngu kominn tími á að hefja uppbyggingu hér á svæðinu því lítið hefur verið um góða vinnuaðstöðu fyrir nemendur og starfsemi Háskólans hefur verið dreifð um allar byggingar. A sínum tíma var haldin samkeppni um hönnun bygginganna og varð hugmynd íslenskra Aðalverktaka sem unnin var í samvinnu við arkitektastofumar Homsteina og Teiknistofu Ingimundar Sveinssonar fyrir valinu. Hlutverk Háskólatorgs er að sameina byggingamar og starfsemina á eitt svæði. Það mun hýsa á þriðja hundrað starfsmenn og um 1500 námsmenn. Því er ætlað að vera ákveðin miðstöð Háskólans þar sem bæði nemendur og kennarar geta komið saman, fengið sér gott í gogginn, skeggrætt um málefni líðandi stundar og stundað sína vinnu við góða aðstöðu. Háskólatorg er samheiti tveggja samtengdabygginga, Háskólatorg 1 er við hlið Aðalbyggingar og íþróttahússins og Háskólatorg 2 er á milli Odda og Lögbergs en byggingamar munu allar tengjast neðanjarðar. Miðja Háskólatorgsins mun vera í efri byggingunni og er ætlað að mynda eina samfellu inni- og útitorgs. Þar munu verða fyrirlestrarsalir, kennslustofur, rannsóknarstofur, lesrými, vinnuaðstaða fyrir nemendur, Bóksala stúdenta, veitingasala, Nemendaskrá og Námsráðgjöf, svo fátt eitt sé nefnt. Torgið á að vera lifandi staður fyrir fólk þar sem áhersla er lögð á opið rými sem nýtist allan sólarhringinn því síðdegis og um helgar verður veitingasala með vínveitingaleyfi. Lítið svið verður á torginu sem er kjörið íyrir ýmsar uppákomur og e'r ætlað að þjóna félagslífi nemenda. Það er von manna að geta vígt Háskólatorgið þann 1. desember næstkomandi. Þeir sem em eins og ég, viðþolslausir af spenningi geta fylgst með framkvæmdunum í beinni útsendingu á heimasíðu Háskólans. í dag eru 194 dagar þar til Háskólatorg verður vígt! Háskðlatorgl Þjónustuborð Nemendaskrá Námsráðgjöf Alþjóðaskrifstofa Félagsstoíhun stúdenta Stúdentaráð Happdrætti Háskólans Torg Veitingasala Svið Fyrirlestrasalir Skrifstofúr Fundaraðstaða Tölvuver Lesrými stúdenta Samtímis 1300 stúdentar og starfsmenn í byggingunni Sætindi og hollusta í bland Stefnt er að því að hafa lágt vöruverð og gott úrval í nýja Háskólatorginu. Að sögn Hönnu Maríu Jónsdóttur rekstrarstjóra veitingardeildar Háskólatorgsins er skoðunarkönnun í gangi á netinu um hvað nemendur vilji borða í nýju mötuneyti og hvað þeir séu tilbúnir að greiða fyrir matinn. „Við munum svo vinna úr niðurstöðum könnunarinnar, annars er svo erfitt að vita hvað fólkið vill,” segir Hanna. Rétt er að benda á að í Háskóla íslands eru um 13.000 manns, bæði kennarar og nemendur, svo að mörgu er að huga. Hanna María segir einnig að mikið sé lagt uppúr að hafa gott kaffi á boðstólum og því verður opnaður sérstakur kaffibar fyrir sælkerana, þar sem fagfólk mun handgera kaffi. Einnig verða staðsettar hágæða sjálfsafgreiðslu-kaífivélar á tilteknum svæðum. Einnig eru hugmyndir uppi um að nemendur geti keypt einskonar matarkort, svipuð kaffikortunum sem nú eru í gangi. Á hverju korti væri tiltekinn fjöldi máltíða. Enn er óljóst hvað maturinn mun kosta en Hanna María verðinu verða stillt í hóf. „Við viljum reyna að koma til móts við alla, bæði þá sem langar i kleinuhring með kaffinu og líka þá sem vilja fá holla og feska rétti,” og ættu því stúdentar að geta fundið fæði við hæfi eftir að nýja Háskólatorgið verður vígt 1. desember. Háskólatorg II Deildarskrifstofur FVD, VHD, LD, HVD Rannsóknastofur Skrifstofúr Lesrými meistara- og doktorsnema Vinnuaðstaða stundakennara Tölvuver Fundaraðstaða Sameiginlegt svæði Stúdentaskápar Samtímis 435 stúdentar og starfsmenn í byggingunni Díana Dögg Víglundsdóttir ddv@hi. is Harpa Lind Hrafnsdóttir harpahr@hi. is Frítt í strætó og gjaldtaka á svæðlnu? Nú þegar hafa um 70 bílastæði verið notuð undir Háskólatorgið og munu bílastæðin sunnan við Odda fara undir byggingu Vísindagarða sem byrja á að byggja snemma á næsta ári. En góðu fréttirnar eru þær að ný bílastæði koma fyrir neðan Nýja Garð og fjölga á stæðum á planinu fyrir neðan Aðalbygginguna. Að sögn Guðmundur R. Jónsson framkvæmdarstjóra rekstrar- og tæknisviðs eru hugmyndir um að setja á gjaldtöku á háskólasvæðinu. „Verðinu verðu samt stýrt í hóf en endanleg ákvörðun hefúr ekki verið tekin og eru þetta því aðeins hugmyndir í augnablikinu." „Ekkert verður af þessu nema við fáum samning við Reykjavíkurborg um frítt í stærtó eða hóflegt verð.“ Einnig eru hugmyndir uppi um að boðið verður upp á dagpassa og stöðumæla fyrir þá sem ætla sér aðeins að staldra stutt við á svæðinu. „í stað þess að reyna í sífellu að mæta aukinni bílastæðaþörf með nýjum stæðum er rétt að kanna möguleika á því að takmarka eftirspumina með ásættanlegum hætti. Verið er að kanna þessi mál í tengslum við ákvörðun Reykjavíkurborgar um ókeypis í strætó fyrir námsmenn nú í haust.“ Samkvæmt Guðmundi er búist við að unnt verði að greina nánar frá hugmyndum í þessu sambandi áður en langt um líður. 41 Stddentablaðið

x

Stúdentablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.