Stúdentablaðið - 01.05.2007, Page 14
lauiaminur kynlanaa
Evrópumet í launamun kynjanna
Menntun kvenna og staða í þjóðfélaginu
Fyrirtœpum tveimur úrum söfnuðust
tugþúsundir kvenna saman í miðborg
Reykjavíkur til að minnast þess að 30
ár voru liðin frá kvennafrídeginum
24. október, 1975. Islenskar konur
voru ósáttar með stöðu sína ogkrafan
var launajafnrétti kynjanna. Þœr
vildu þannig sýna fram á verðmæti
vinnuframlags kvenna fyrir islenskt
atvinnulif). Þá sló klukkan 14:08 en
það var áætlaður sá tími er konur
væru búnar að vinna fyrir launum
sinum—miðað við hlutfallsleg
laun kvenna af launum karla. Frá
Skólavörðuhoíti var lagt af stað í
kröfugöngu niður á Ingólfstorg
undir slagorðinu „Konur höfum
hátt“
Svo mikil var ösin orðin á holtinu
og Skólavörðustíg, í Bankastræti
og Austurstræti að gangan varð að
ryðja sér leið niður á Ingólfstorg þar
sem útifundur hófst kl. 16. Talið er
að allt að 50.000 manns hafi verið i
miðhænum meðan á fundinum stóð,
aðallega konur, en það erþriðjungur
allra kvenna á landinu.
Fjölmiðlar sýndu Kvenna-
frídeginum mikla athygli og daginn
eftir voru dagblöðin undirlögð af
myndum og fréttum. Sjónvarpið
var með beina útsendingu nær
allan fundartímann og fréttir af
vióburðinum birtust í þó nokkrum
erlendum fjölmiðlum. En hvar eru
konurnar nu?
Kvennameirihliiti í skólum
Nemendur í framhaldsskólum og
háskólum landsins hafa aldrei verið
fleiri en á haustdögum 2006. Tölur
frá Hagstofu íslands sýna ennffemur
að konur eru umtalsvert fleiri en
karlar meðal nemenda bæði á
framhaldsskóla- og háskólastigi.
Síðustu tvo áratugi hefur nemendum
á háskólastigi fjölgað mikið og árið
1984 voru konur í fyrsta sinn fleiri en
karlar á þessu skólastigi. Konum í hópi
nemenda hefur fjölgað hlutfallslega
meira en körlum og staða kynja, hvað
þetta snertir, því smám saman snúist
við.
KynjahlutfallHÍ
Þegar kynjahlutfall við Háskóla
íslands er skoðað sérstaklega kemur
í ljós að 63,7% nemenda eru konur
en 36,3% karlar. Konur eru nú
fjölmennari í ölium deildum skólans
nema í Verkfræðideild. Þar eru
karlar 70%. Hjúkrunarfræðideild
sker sig nokkuð úr en þar eru
kvennemendur nánast allsráðandi.
Jöfnust er skiptingin í Viðskipta- og
hagffæðideild og lagadeildinni þar
sem konur eru ríflega helmingur
nemenda. Bilið breikkar aðeins í
raunvísindadeild, en þar eru konur
tæplega 60% nemenda. Þegar litið
er til samfélagsins er annað hlutfall
uppi á teningnum. Konur virðast ekki
vera að skila sér í stjómenda- eða
áhrifastöður í þjóðfélaginu í samræmi
við þessar tölur. Skýring á þessu
gæti, að hluta til, verið að íslenskur
vinnumarkaður er mjög kynskiptur.
Konur eru því oft að keppa innbyrðis
um stjómunarstöður, til dæmis
í umönnunargeiranum. Dr. Lilja
Mósesdóttir prófessor í hagffæði
segir þó fátt um svör sem byggja
beint á rannsóknum. Hún bendir þó á
að stjómunarstöður í einkageiranum
séu sjaldan auglýstar, sem geri
konum erfitt að færa sig milli geira á
vinnumarkaði. Eins hefúr kæmnefnd
jafnréttismála gefið atvinnurekendum
ffítt spil hvað varðar kröfúr sem
hæfústu einstakiingamir þurfa að
uppfylla til að fá stöður. Lilja segir
þetta þýða „að atvinnurekendur geti
hagrætt fyrirfram starfskröfúnum til
að tryggja að karl úr tengslanetinu sé
hæfastur.“
Skráðir nemendur við
Háskóla Islands haustið
2006
Konur Karlar Hlutfall kvenna í%
Félags- vísindadeild 1.824 582 75,8
Guðfræði- deild 101 47 68,2
Hjúkrunar- fræðideild 517 19 96,5
Hugvísinda- deild 1.242 617 66,8
Lagadeild 327 294 52,7
Lyfjaffæði- deild 102 48 68
Læknadeild 320 178 64,3
Raun- VísindadeOd 548 396 58,1
Tannlækna- deild 53 22 70,7
Verkfræði- deild 250 583 30
Viðskipta- og hagffæðid. 626 578 52
Hagstofa Islands
Menntiinarstig
mannfioldans
Þegar litið er á menntunarstig fólks
25-64 ára ffá árinu 2002, byggt á
gögnum vinnumarkaðsrannsókna
Hagstofúnnar, kemur athyglisverð
staðreynd í ljós. Kynin standa jöfn að
vígi þegar kemur að háskólamenntun,
fimmtungur kvenna og karla em
með þá menntun. Hlutfall karla með
háskólamenntun er í kringum 22%
hjá 25-54 ára en nokkuð lægra hjá
55-64 ára, eða 14%. Því yngri sem
konumar em því hærra hlutfall þeirra
er með háskólamenntun. Þetta kemur
heim og saman við mikla sókn þeirra
í háskólamenntun síðustu árin.
Nýtt af nállnniP
Samfelld skráning brautskráninga af
hálfú Hagstofúnnar hófst skólaárið
1995/96. Arið 1985 útskrifaðist jafnt
hlutfall kynjanna með háskólapróf,
samkvæmt Hagtíðindum um Félags-
heilbrigðis og dómsmál ffá október
2005. Þetta var í fýrsta sinn sem
jafnmargar konur og karlar vom
útskrifúð með háskólapróf. Á þessum
tíma vom háskólamir tveir, Háskóli
Islands og Kennaraháskóli Islands.
Útskrifaðir njemendur úr
Háskólum á Islandi 2004
Konur hafa verið í meirihluta
útskrifaðra nemenda frá háskólum
samanlagt hér á landi frá því að
Hagstofan hóf samfellda skráningu
árið 1995. Af útskrifúðum nemendum
með meistara- eða doktorsgráðu vom
karlar framan af í meirihluta. Konur
hafa þó verið í meirihluta útskrifaðra
nemenda af meistarastigi síðan
1997 með einni undantekningu.
Árið 2003 vom útskrifaðir
113 karlar en 104 konur með
meistaragráðu. ■ Kynjahlutfall
útskrifaðra doktorsnema hefúr
verið jafnara ffá 1995, en þar hafa
karlar oftar verið í meirihluta.
Konum með doktorsgráðu Ifá
íslenskum háskólum hefúr þó
fjölgað undanfarin ár.
Hinu megin við borðið
Upplýsingar um kynjahlutfall
akademískra starfsmanna við
Háskóla íslands er nú að finna
á heimasíðu skólans. Þessi nýja
starfsmannaskrá er frá I. desember
2006 og sýnir að akademískir
starfsmenn skiptast þannig eftir
kyni:
Fastir kennarar við H.I.
Konur Karlar Samtals
Aðjúnkt 14 10 24
Lektorar 50 47 97
Dósentar 48 100 148
Prófessorar 34 160 194
Konur Karlar Samtals
Með lýrstu háskólagráðu 1479 705 2184
Viðbótamám að lokinni fýrstu gráðu* 50 245 295
Meistaragráða 123 169 292
Doktorsgráða 7 7 14
*Dæmi um þetta nám er t.d. nám til
kennsluréttinda.
Hagstofa Islands
Heimasíða Háskólans
Hér snúast hlutfoll kvenna og karla
nokkuð við. Þetta er að hluta hægt að
skýra með framgangskerfi Háskóla
íslands þegar kemur að ráðningu
akademískra starfsmanna. Kennarar
eru fyrst ráðnir inn sem lektorar en
verða síðan dósentar og að lokum
prófessorar eftir ákveðinn tíma.
Það verður því fróðlegt að fylgjast
með þróuninni næstu ár, hvort hún
verði í samræmi við kynjahlutfall
útskrifaðra nemenda frá skólanum.
Enginn launamunur er milli kennara
við HI kennurum þar sem launakerfið
er gagnsætt.
Hluturkvennaeykst
Ný skýrsla um „fjöldatölur og hlutfall
kynjanna hjá Háskóla íslands 1997
og 2007,“ sýnir að hlutfall kvenna
er að aukast í háskólasamfélaginu.
Aðalfúlltrúar Háskólaráðs eru tíu
og þar sitja nú sex konur en fjórir
karlar. Hlutur kvenna er einnig að
aukast hægt og bítandi í nefndum
Háskólaráðs. Þar hefúr þeirra hlutur
aukist úr þrettán prósentum í 29% á
síðastliðnum tíu árum. Hlutur kvenna
i •formennsku nefnda háskólaráðs við
Háskólann hefúr einnig aukist úr átján
í 55% og konur eru nú 36%
deildarforseta við skólann.
Þessar tölur endurspegla þó
2005: engan veginn kynjahlutfall
nemenda við skólann. Yfirlýst
jafnréttisstefna er við líði í
Háskólanum. Þar er í gildi
skipulögð jafnréttisáætlun
varðandijafnréttikynjannasem
segir að jafnréttissjónarmiða
eigi að gæta á öllum sviðum
háskólastarfsins. Þessi
þróun, að viðbættu gagnsæju
launakerfi, ætti að stuðla að
bættum hag kvenna innan
veggja skólans á komandi
árum.
Þekkíngervald?
En leiðir langskólamenntun kvenna
til jafnréttis kynjanna? Er „aðeins
tímaspursmál hvenær konur ráða
lögum og lofum í samfélaginu?“
Þessari spumingu velta Þorgerður
Einarsdóttir, Dósent í kynjafræði
við Háskóla íslands, og Berglind
Rós Magnúsdóttir, Uppeldis- og
menntunarfræðingur og doktorsnemi
við H.Í., fyrir sér í greininni Karlar í
útrýmingarhættu? Um stöðu kvenna
og karla í framhaldsskólum og
háskólum. (Kynjamyndir í skólastarfi,
2005). Þær benda á „kynbundið
námsval á háskólastigi og mismunandi
virðingar- og valdastöðu karla- og
kvennagreina.“ Jafnvel þó að konur
séu nú fleiri í öllum deildum Háskóla
íslands þá segja Þorgerður og Berglind
Rós að „afrakstur menntunar sé ekki
sá sami fyrir konur og karla. Menntun
skilar konum ekki sambærilegri
stöðu eða kjörum á vinnumarkaði og
körlum.” Konur hafa til að mynda
verið meiri en helmingur útskrifaðra
nemenda úr viðskiptaffæði í yfir tíu
ár, en eru afar fáséðar í stjómum og
ráðum í fjármálaheiminum.
Varðandi konur í læknisfræði
segja þær ,,ffamgangshrað[i]
kvenna í læknastétt sýni
að þrátt fyrir að konur
reynist hafa marktækt hærri
einkunn en karlar á lokaprófi
úr læknadeild síðastliðin
20 ár er hlutfall þeirra í
yfirmannastöðxun á Landspítala
- Háskólasjúkrahúsi að
jafnaði þrefalt lægra en
karla.“ Þorgerður og Berglind Rós
sýna að þegar staða kynjanna í
framhaldsskólum og háskólum er sett
í samhengi við völd og áhrif kynjanna
í samfélaginu kemur í ljós að viðmið,
menning og gildismat er sniðið að
körlum fremur en konum. Ein af
ástæðum þess að konum gengur
hægt að ná frama innan Háskólanna
sé að „vísindin og aðferðir þeirra
vom til staðar áður en konur fengu
aðgang að vísindasamfélaginu og þær
hafa þurft að tileinka sér þann arf.“
Menntun virðist því ekki duga til
- hugarfarsbreytingu þarf til að efla
jafnrétti.
Konurogpólitík
Konur, 40 ára og eldri, fengu
kosningarétt til Alþingis árið 1915,
en fullan rétt á við karla árið 1920.
Fyrsta konan tók sæti á þingi árið
1922. Næstu fimm áratugi var fjöldi
kvenna á þingi aðeins ein, tvær eða
engin. Árið 1971 voru þijár konur
kjömar (5%) og þeim fjölgaði ekki
aftur fyrr en árið 1983 er níu konur
voru kjömar, sem svaraði til 15%
þingmanna.
Hlutfall kvenna meðal þingmanna
fór svo hækkandi fram til ársins
1999 þegar 22 konur vom kjömar,
35% þingmanna. í kosningunum
2003 fækkaði þingkonum í 19 og
hlutfal! þeirra af þingmönnum fór
niður í 30%. Karlar skipa því enn
mikinn meirihluta þingsæta. Konum
fjölgaði hlutfallslega meira meðal
frambjóðenda en kjörinna fúiltrúa
á tímabilinu 1963-2003, eða úr
8% frambjóðenda árið 1963 í 50%
árið 1995. Það ár voru konur 25%
kjörinna fúlltrúa. Árið 2003 vom
konur 42% frambjóðenda og 30%
kjörinna fulltrúa.
EhKertsamræmí
Pólitískvöldkvennaeruíengusamræmi
við völd karla og það hefúr ekki
breyst með hækkandi menntunarstigi
kvenna. í Alþingiskosningunum árið
2003 buðu sjö stjómmálaflokkar
og stjómmálaöfl fram lista með
frambjóðendum og fengu fimm
þeirra kjöma fulltrúa á þing. Karlar
vom í meirihluta frambjóðenda hjá
öllum þessum aðilum og einnig
meðal kjörinna fulltrúa þeirra. Hlutur
kvenna meðal frambjóðenda var
hæstur hjá Samfylkingunni 48% og
einnig meðal kjörinna þingmanna eða
45%. Tölur vom svipaðar hjá Vinstri
hreyfingunni - grænt ffamboð en
lægri hjá öðmm flokkum.
Konur í sveitarstiórnum
Konur öðluðust kosningarétt til
sveitarstjóma á landinu öllu árið 1909
en fýrstu áratugina fór lítið fýrir beinni
þátttöku þeirra á þeim vettvangi. Árið
1950 voru sjö konur kosnar til setu
í sveitarstjórnum og rúmlega 1.100
karlar, konur voru því innan við 1%.
Þrjátíu árum síðar var hlutfall kvenna
í sveitarstjómum orðið tólf% en 22%
árið 1990. Hlutfall kvenna var hæst
I síðustu kosningum árið 2006 eða
32%. Kjömir sveitarstjómarmenn í
landinu em alls 628, þar af429 karlar,
eða 68%, og 199 konur, eða 32%.
Oddvitar í sveitarstjómum em 98,
þar af em karlar 73 og konur 25. Konur
em í meirihluta sveitarstjómarmanna
í tíu sveitarfélögum á landinu en í sjö
sveitarfélögum er engin kona meðal
sveitarstjómarmanna.
Stiórnír, nefndir og ráð
Hlutur kvenna í stjómum, nefndum og
ráðum ríkisins var þrjú% árið 1970,
og karla 97%. Rúmlega 30 ámm síðar
eða 2001-2003 var hlutfall kvenna
29%. Árin 2001- 2003 vom 1.014
konur og 2.519 karlar í nefndum hins
opinbera. Karlar voru í meirihluta
nefndarmanna í öllum ráðuneytum.
AIls em ráðuneytisstjórar þrettán
talsins. Til skamms tíma var ein kona
í þeim hópi en þeim fjölgaði í tvær í
september 2004.
Konurímeirihliita
Eftir kosningamar 1999 var
ríkisstjómin skipuð þremur konum
og níu körlum og fjórum konum
og átta körlum við lok ársins þegar
ráðherraskipti fóru fram. í ríkisstjórn
sem skipuð var að loknum kosningum
sumarið 2003 sátu þrjár konur og níu
karlar á ráðherrastóli við þingslit
2007 vom konumar fjórar og karlamir
átta. Alls hafa tíu konur gegnt starfi
ráðherra hér á landi.
Enn í dag þykir það merkisfrétt
að konur séu í meirihluta ráðherra
í ríkisstjóm lands en það er staðan
í Finnlandi í dag. ísland skartaði
reyndar lyrsta kvenforseta heims,
én síðan em liðin mörg ár. Af 63
alþingismönnum á síðasta kjörtímabili
vom 23 konur en 40 karlar. Menntun
kvenna virðist ekki vera að skila sér á
Alþingi íslendinga.
Atvinnubátttaka breytist
Á sama tíma og atvinnuþátttaka
karla hefur verið nokkuð stöðug
undanfama áratugi eða um 90%
hefur atvinnuþátttaka kvenna tekið
miklum breytingum. Tölumar em
ekki algjörlega sambærilegar en gefa
vísbendingar um þróunina. Árið 1920
var atvinnuþátttaka kvenna 35%.
Stóra stökk kvenna varð síðan á milli
1960 og 1980 en á því tímabili má
heita að atvinnuþátttaka þeirra hafi
tvöfaldast, fór í 65% 1981. Hún hélt
áfram að aukast og var komin í 75%
árið 1991 og í 78% árið 2003. Það ár
var atvinnuþátttaka karla 86%.
141 Stndentablaðið