Stúdentablaðið - 01.05.2007, Síða 17
er algert grundvallaratriði.
Þegar fjölmiölar búa til einhvem
pakka utanum marga bloggara líkt
og t.d. á mbl.is, og vísa sérstaklega
á einhverja aðila, finnst mér að það
úrval sem vísað er í séu nafngreindir
einstaklingar. Ég tel líka að þegar
ljölmiðlar bjóða upp á þennan
möguleika verði að gilda sömu
reglur og á miðlinum sjálfúm og um
það efni sem þar birtist. Þannig að
ef grein, texti eða mynd er sett fram
nafnlaust tekur stofnuninn ábyrgð
á henni. Þannig er það samkvæmt
prentlögum. Ef höfundurinn finnst
ekki er ritstjórinn ábyrgður, ef hann
finnst ekki er það útgefandinn sem
er ábyrgður og loks prentarinn. Þetta
gæti þá á endanum leitt til þess að
stofnun eins og Nýherji eða Skýrr
bæru ábyrgð og þannig tel ég að
dómstólar myndu sjá þetta ef til þess
kæmi. Á þetta hefúr hins vegar ekki
reynt hér á landi, mér vitandi en ég
geri ráð fyrir að það yrði litið þannig
á málið, að það gildi sömu reglur um
nýja miðla og gilda um þá göinlu.
Ég þekki dæmi um að menn hafa
verið kærðir fyrir blogg og dæmdir
til fjársekta t.d. í Bandaríkjunum. Það
er líklegt að eftir því sem bloggið
verður fyrirferðarmeira í þjóðfélaginu
þá aukast líkumar á að dómsmál fari í
gang, þetta er bara spuming um tíma.
Oft má satt kyrrt liggia
Blaðamennskan hér á landi hefur
BREYST MIKIÐ FRÁ ÞVÍ ÞÚ HÓFST FYRST
STÖRF Á TfMANUM 1961. Hver ER
HELSTI MUNURINN Á HENNI NÚ OG
ÁÐUR?
Það er eins og svart og hvítt. Þegar
ég byrjaði í blaðamennsku 1961
voru það fiokkarnir sem stjórnuðu
blöðunum og svo ríkið með útvarpið.
Nú er fjölmiðlunin orðin miklu betri
og traustari. Flokkspólitíkin er t.d.
meira eða minna horfin en það er þó
ekki þar með sagt að öll vandamál séu
það líka. Gömul vandamál eins og
tengsl við auglýsendur eru greinilega
mjög sterk ennþá á hefðbundnum
fjölmiðlum.
Það hefur svo margt opnast og
gegnsæi í þjóðfélaginu er orðið meira
en var. Fjölmiðlunin er í samræmi
við þetta og tegundir frétta sem ekki
þekktust í þá daga em daglegt brauð
núna, t.d. fréttir af gangi mála bakvið
tjöldin í þjóðmálum.
En er það ekki eitt af
AÐALVANDAMÁLUM FJÖLMIÐLA HÉR
HVAÐ MARKAÐURINN ER LÍTILL OG
NÁVÍGIÐ VIÐ UMFJÖLLUNAREFNIÐ
MIKIÐ?
Markaðurinn hér er vissulega lítill
og það hefur reynst erfitt að gera
greinina sjálfbæra. Menn treysta
mikið á auglýsendur og það hefur
þurft fjársterka aðila til að annast
reksturinn. Að þessu leiti er það
vandamál hvað markaðurinn er lítill
hér á landi.
Islensk fjölmiðlun er vegna smæðar
þjóðfélagsins mun kurteisari en við
sjáum í löndunum í kringum okkur.
Ég þori samt ekki að fullyrða að það
sé eingöngu þess vegna sem við erum
svona kurteis. Ég hef haldið því fram
að eitt stærsta vandamál íslenskrar
fjölmiðlunar væri spakmælið oft má
satt kyrrt liggja. Hér er stór hluti
landsmanna sem stendur fast á því
að ekki sé ástæða til að fjalla um öll
mál. Á síðustu ámm höfum við séð
fjöldamörg dæmi þess að fólk hefur
orðið ósátt vegna umfjöllunar sem
það telur að eigi ekki rétt á sér. Ég tel
hinsvegar gegnsæi af hinu góða, hvort
sem mál em óþægileg eða ekki.
Þetta viðhorf held ég að sé miklu
útbreiddara á íslandi en í nokkru
öðru landi sem ég þekki til í. Það
kann að vera að návígið kalli að
einhverju leyti á þetta en þetta er
djúpstæðara vandamál. Við erum
ekki vön gegnsæi og það er arfur frá
fyrri tíð þar sem við vomm vön því að
embættismaður væri einhverskonar
Viðtal við Jðnas Kristjánsson
umboðsmaður almennings. Þetta er
alveg sér fýrirbæri hér á landi. Sjáðu
t.d. bara launaleyndina sem enn er við
lýði. Ég tel að gegnsæi sé meiri faktor
í lýðræðinu en t.d. kosningarréttur og
gangi á undan honum.
Stillin oft skelfilegur
Hvað finnst þér helst ábótavant
Á íslensku fjölmiðlum? Eru
VINNUBRÖGÐIN f LAGI OG HVAÐ MÆTTI
HELST LAGA f ÞEIM EFNUM?
Ég hef borið þetta töluvert saman og
þá sérstaklega við Bandaríkin því þar
gerast hlutimir offast fyrst. Ég tel að
fréttamennska hér á landi sé almennt
séð í lagi. Rannsóknarblaðamennsku
hefur til að mynda fieygt mikið fram
og er stunduð með ágætum árangri oft
á tíðum. í almennri fréttamennsku og
rannsóknarblaðamennsku stöndum
við jafnfætis öðrum löndum.
Við erum hins vegar ekki eins góð í
stíl og raunar vil ég halda því fram að
hann sé á köflum skelfilegur. Þar er haf
á milli okkar og þess sem best gerist
t.d. í Bandaríkjunum og Bretlandi.
Þetta stafar fyrst og fremst að því að
hér starfa mikið af háskólamenntuðu
fólki á fjölmiðlunum sem er vant því
að skrifa ritgerðir. Þetta fólk er þjálfað
í ritgérðum og sá stíll hentar ekki
fjölmiðlum, er oft þunglamalegur og
byggir á þolmynd í stað germyndar,
setningar eru langar og mikið af
óþarfa froðu. Alþýða manna hefur
hins vegar verið að hverfa á brott úr
stéttinni líkt. og sjómenn og verkfólk.
Hér er aftur á móti vel passað uppá að
fólk kunni stafsetningu og fari rétt með
beygingar og orðtök. Stíllinn tekur
hins vegar við þar sem þetta endar og
ég tel að þetta sé helsta vandamálið
í íslenskri fjölmiðlun í dag. Það er í
raun einkennilegt að við sem höfum
fyrirmyndirnar í Islendagasögunum,
Sturlungu, Ilalldór Laxness og fleirum
sem skrifa harðsoðinn fféttastíl, séum
ekki betri í þessu en raun ber vitni.
Þessu hef ég verið að átta mig betur
á í seinni tíð.
Ef við lítum á ritstjóm er henni
ábótavant að því leiti að hér höfum við
prófarkarlesara sem mér sýnist að hafi
miklutakmarkaðra hlutverken þekkist
erlendis. Þeir leiðrétta íslenskuvillur
og ekkert meira en víða erlendis
leiðrétta prófarkarlesarar (copy
edetors) stílinn og staðreyndarvillur.
Hlutverk þeirra er því umfangsmeira
en þekkist hér og þetta þarf að laga.
Hvað nýmiðlun varðar stöndum
við hins vegar ágætlega og er það í
samræmi við það hversu tæknilega
sinnuð við erum. Bæði Árvakur og
365 reka umfangsmikla starfsemi á
vefnum sem er mjög frambærileg
og framsækin og stenst alþjóðlegan
samanburð.
Innri gæði fjölmíöla hafa
minníað
Lestur dagblaða hefur almennt
DREGIST SAMAN í HEIMINUM, M.A.
VEGNA TILKOMU INTERNETSINS.
Hvernig sérð þú fyrir þér AÐ ÞESSI
MÁL MUNI ÞRÓAST f FRAMTÍÐINNI?
Við sjáum þetta best í Bandaríkjunum.
Fjölmiðlun þar á við ákveðna
erfiðleika að stríða. Þetta á ekki
bara við um dagblöðin því notkun
annarra hefðbundinna fjölmiðla hefur
einnig minnkað þar í landi, þ.e.a.s.
fréttaútvarps og sjónvarps.
í stað hinna gömlu eigenda
fjölmiðlanna sem sættu sið við
5-10% arð hafa komið inn nýir
sem gera kröfu um meiri arðsemi.
Þetta hefur haft það í för með sér
að fjölmiðlarnir hafa verið holaðir
að innann. Starfsfólki hefur verið
sagt upp og hagrætt í rekstri. Þessir
menn hafa svo selt fjölmiðlanna
áfram með gróða en öll starfsemin
stendur veikari eftir. Þeir enda svo
í höndunum á einhverjum bjánum
sem hafa keypt þá of dýrt. Innri
gæði fjölmiðlanna hafa því minnkað
og í Bandaríkjunum er staðan sú að
þar eru enn nokkrir stórir og öflugir
fjölmiðlar líkt og Washington Post,
Wall Street Journal og The New York
Times sem þjónusta þjóðfélagið með
t.d. rannsóknarblaðamennsku ogfleiru
sem krefst mikillar vinnu og tekur
tíma. Minni og milli stórir fjölmiðlar
hafa hins vegar gefist upp á þessu
hlutverki og stunda nú í auknum mæli
einhverskonar holufyllingar.
Þessi þróun getur auðvitað gerst
hér en mér virðist sem eigendur
fjölmiðla hér á landi séu sáttir við
frekar hóflega arðsemi og ríkið rekur
sömuleiðis öfluga fjölmiðla. Þannig
að fjármagnið sem á fjölmiðlanna
á Islandi er í þessum samanburði
hófstilltara.
í SKRIFUM ÞÍNUM MÁ OFT SJÁ VITNAÐ
í ERLENDA FJÖLMIÐLA LÍKT OG
Guardian og The New York Times
f SKRIFUM ÞÍNUM. HVAÐ HAFA SVONA
TOPP FJÖLMIÐLAR FRAM YFIR ÞAÐ SEM
GERIST BEST HÉR?
Þeir hafa auðvitað mikla fjárhagslega
burði og mjög sterka faglega vitund
um eðli blaðamennskunnar og þannig
er þeim stýrt. Þess vegna fylgist ég
meira með ákveðnum fjölmiðlum
en öðrum vegna þess að reynsla mín
er sú að þeir eru góðir. Guardian
skrifar t.d. mjög góðar fréttir og
kjallaragreinar. Blöðin eru líka vel
sett fram á vefhum. Það sama gildir
um þýska blaðið Der Spiegel en það
leiddi inn engilsaxneskar hefðir í
þýskan blaðaheim. Það eru ekki svo
margir fjölmiðlar sem halda úti reisn
í fréttamennsku út um allan heiminn
og það eru eðli málsins samkvæmt
engir íslenskir fjölmiðlar í þeim hópi.
Mikið fjaðrafok var á sínum tíma
ÞEGAR FoRSETI ÍsLANDS NEITAÐI
AÐ UNDIRRITA FJÖLMIÐLALÖGIN
FRÆGU. VAR EKKI ORÐIÐ TÍMABÆRT
AÐ SETJA LÖG UM EIGNARHALD Á
FJÖLMIÐLUM HÉR EINS OG TÍÐKAST
VÍÐA ANNARSSTAÐAR?
Ég hef enga trú á lögum um eignarhald
í neinni atvinnugrein. Þá komum við
aftur að gegnsæinu og um það þurfa
að gilda ákveðin lög. Það á jafnt
við um eignarhaldið á fjölmiðlum
og öðrum fyrirtækjum. Menn eiga
að geta séð helstu tölur um rekstur
þeirra og almennt hvemig innviðirnir
eru. Gegnsæið er málið en ekki hvað
má og hvað má ekki og það er óþarfi
að þjóðfélagið eða ríkisvaldið sé að
setja lög um það. Það eru til lög um
prentrétt sem eru ansi ströng og ég sé
enga ástæðu til að herða þau meira en
nú er.
ÞÚ ÁTTIR ÞÁTT I AÐ SEMJA
FYRSTU SIÐAREGLUR BLAÐAMANNA
SEM SAMÞYKKTAR VORU AF
Blaðamannafélagi Íslands ÁRIÐ
1965. Hvernig kom til að ákveðið
VAR AÐ SEMJA ÞESSAR REGLUR OG
VORU EINHVERJAR FYRIRMYNDIR
HAFÐAR TIL GRUNDVALLAR?
Það voru nú blendnar tilfinningar á
bakvið þessar reglur í upphafi. Það var
fyrst og fremst löngun blaðamanna
í viðurkenningu samfélagsins sem
voru kveikjan að því að þessar reglur
voru samdar á sínum tíma. Ég held
líka að það hafi ekki verið nógu mikið
tillit tekið til erlendra siðareglna
þegar þær vom samdar. Þessar reglur
eru auðvitað bam síns tíma og síðan
þá hafa miklu fínni siðareglur komið
fram út í heimi. Fjölmiðlar hér á landi
hafa kynnt sér þær reglur sem þekkjast
þar t.d. hjá Guardian og samið sínar
siðareglur í samræmi við þær.
Ég samdi siðareglur Fréttablaðsins
á sínum tíma og við erum nýbúnir
að endurskoða þær og lagfæra.
Annars held ég að þær siðareglur sem
Blaðamannafélag Islands notast við
þurfi að laga enda orðnar úreltar, þó
notast megi við sumt.
DVvargóðtilraun
NÚ SAMDIR ÞÚ SIÐAREGLUR FYRIR
Fréttablaðið OG SIÐASKRÁ
DV. HéFÐI EKKI VERIÐ HÆGT AÐ
NOTAST VIÐ SÖMU REGLUR Á BÁÐUM
MIÐLUNUM?
Fyrst samdi ég siðareglur fyrir DV
og svo seinna fyrir Fréttablaðið. Ég
samdi svo nýjar siðareglur fyrir DV
þegar það var endurlífgað nú í vetur.
Siðareglur Fréttablaðsins vom fyrstu
vandlega ígmnduðu siðareglumar
sem ég samdi og þær reglur vom
hafðar til gmndvallar þegar DV fór
að koma aftur út nú í vetur.
Munurinn á Fréttablaðinu og DV
liggur helst nafn- og myndbirtingum.
Fréttablaðið gengur þar út frá vissum
takmörkunum sem DV gerir ekki.
Útgangspunkturinn er því annar á
DV og þar er meira frelsi. Myndir og
nöfn em því birt nema í ákveðnum
tilvikum sem nánar em skilgreind í
siðareglum blaðsins.
Þetta em mismundandi týpur af
blöðum og reglumar em samdar
með það í huga en þær em þó af
langmestu leiti eins nema hvað varðar
nafn-og myndbirtingar. Þetta em
blöð með mismunandi skírskotanir.
Fréttablaðinu er dreift ókeypis til
landsmanna en DV verður fólk að
kaupa.
SEGJA MÁ AÐ DV HAFl SETT
ÞJÖÐFÉLAGIÐ Á ANNAN ENDANN
MEÐ SKRIFUM SÍNUM OG
RITSTJÓRNARSTEFNU ÞEGAR ÞÚ VARST
ANNAR AF RITSTJÓRUM ÞESS. HVER
VORU MARKMIÐ Bl.AÐSlNS OG HVERS
VEGNA GEKK DÆMIÐ EKKI UPP?
DV var rekið á þessum tíma með
heiftarlegri kröfu um opnun í
þjóðfélaginu og að öllum steinum yrði
velt við. Þjóðfélagið var ekki tilbúið
fyrir svona grimma fréttamennsku og
það gegnsæi sem DV bauð uppá. Það
að nöfn og myndir af fólki væm uppi
á borðinu mislíkaði mörgum, eins og
seinna kom í ljós.
Þessi tilraun DV var fyrst og fremst
hugarfóstur Mikaels Torfasonar sem
var móralskur ritstjóri blaðsins á
þessum tíma. Þar sem þessi gerð af
blaðamennsku hafði ekki sést hér
á landi áður kom hún fólki í opna
skjöldu. Blaðið var strax frá byrjun
komið í útistöður og var margoft kært
til dómstóla og Blaðamannafélags
lslands. Þetta var töluvert mikið hatað
blað en prinsipp þess var að vera
brútal, opið, gegnsætt blað sem hafði
það fyrir reglu að birta nöfn og myndir,
nema í undantekningartilfellum.
Þetta gekk hins vegar ekki upp og
fyrir því eru nokkrar ástæður. Ég tel
að þessi tilraun DV hafi að mörgu
leiti verið góð og hún gekk ágætlega á
tímabili en svo sprakk blaðran þegar
ísafjarðarmálið kom upp. Þá haföi
myndast einhver uppsöfnuð reiði í
þjóðfélaginu sem á endanum sagði
stopp. En umfjöllun blaðsins t.d. um
handrukkara, nauðgara og bamaperra
var af hinu góða og blaðinu var oft
hælt fyrir hana.
Ég hafði mjög gaman af því að taka
þátt í þessu og það var sjálfsagt að
prófa þessa tegund af blaðamennsku
hér.
Hver var markhópur DV?
Ég skipti þjóðféJaginu upp í fjóra
parta hvað það varðar. Hræsnaramir
em einn hópurinn en það er þessi
þögli meirihluti. Hinir forvitnu sem
lesa Morgunblaðið og Fréttablaðið
en finnst engu að síður pláss fyrir
fleiri tegundir fjölmiðlunar. Þriðji
hópurinn er svo uppreisnarfólk sem
efast um forsendur hræsnaranna
og kann að meta opna og gegnsæa
blaðamennsku. Síðasti hópurinn er
svo fólk sem les blöð eins og Séð og
heyrt og Hér og nú og kunni að meta
þann þátt í skrifum DV.
Blaðið stílaði því þama
einhverstaðar inn á miðjuna á þessum
hópum. Ungt fólk sem var ófeimið
við sannleikann.
Hvar sérðu fyrir þér AÐ HELSTI
vaxtarbroddurinn í fjölmiðlun
VERÐI f FRAMTÍÐINNI?
Það er auðvitað fyrst og firemst á
netinu og nýmiðlar ýmsir. Það verður
mjög spennandi að fylgjast með því
hvort þessir nýju miðlar muni t.d.
koma til með að auka lýðræðið eins
og margir halda fram. Þar sem allir
geta orðið sýnir eigin útgefendur.
Það kann líka að gerast að þeir mundi
spilla fyrir hinum gömlu rótgrónu
miðlum þar sem hlutur fagmanna
kann að minnka. Það verður erfiðara
fyrir alvöru fjölmiðla að reka sig og
halda úti alvöru blaðamennsku þar
sem allt er frítt.
Það er samt ómögulegt að segja
hvemig málin þróast en það er
greinilegt að þungi fjölmiðlunar færist
yfir á vefinn. Heföbundnir fjölmiðlar
em fyrirferðarmiklir í nýmiðlun og
hafa verið með í henni löngu áður en
hægt er að finna nokkrar fjárhagslegar
forsendur fyrir þátttökunni. Menn hafa
verið að gera út kostnað í nýmiðlun
sem hefur ekki gefið mikið til baka
svo ámm skipti og em að bíða eftir
þvf að fúndið verði upp fjárhagslegt
konsept fyrir rekstrinum. Mbl.is er
gott dæmi um þetta en það er fyrst
núna sem sá miðill er rekinn ofan við
núllið. Þetta er verkefni fjölmiðlanna
í framtíðinni en það er enn of snemmt
að dæma um það hvort það tekst eða
ekki.
Nú eru Alþingiskosningarnar
NÝAFSTAÐNAR. HVERNIG FANNST ÞÉR
FJÖLMIÐLARNIR STANÐA SIG f ÞEIM?
Þeir stóðu sig mjög vel. Maður var
meira að segja kominn með upp í háls
af þessum kosningum því umfjöllunin
var svo mikil. Sjónvarpsstöðvamar
stóðu sig báðar vel í því að fara
hringinn í kring um landið með
frambjóðendum í öllum kjördæmum.
Blöðin stóðu sig einnig prýðilega þó
mér finnist Morgunblaðið aðeins hafa
gefið eftir.
Það getur enginn haldið því fram
að fjölmiðlamir hafi þagað um
kosningamar, því var þveröfúgt farið.
Umfjöllunin var mjög mikil og það
sem kannski mestu máli skipti var að
hún var óhlutdræg og vönduð.
Nú er klukkan orðin tólf og Jónas
þarf að þjóta. Ég þakka honum fyrir
spjallið og kveð. Áhugasömum vil
ég svo benda á heimasíðu hans www.
jonas.is en þar má finna flest af því
sem hann hefúr skrifað í gegnum
tíðina.
Einar Bragi Jónsson
einajo@hi.is
StúdentaMaðið 117