Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.12.2008, Blaðsíða 8

Stúdentablaðið - 01.12.2008, Blaðsíða 8
8 STUDENTABLAÐIÐ FONDRAÐ rPáll íjU’dst ini’d meindýraeyð- iinuni Skaplu ug Skafla aií lokinni allnherjartiltekt á ItlJV „Þegar fjölmiðlafólk er gagnrýnt [...] reiðist það mjög. Það segir og það réttilega: „Enginn segir mér hvað ég á að skrifa. Ég skrifa hvað sem mér sýnist Allt þetta tal um þrýsting og höft er bull og vitleysa því ég er aldrei undir neinum þrýstingi." Sem er fullkomlega satt, en málið er að fólk væri ekki þama hefði það ekki þegar sýnt að enginn þarf að segja því hvað það á að skrifa, því það mun skrifa hið rétta." (Noam Chomsky) ..og hér gefur að líta upphaf 10 lítílla bankastráka eftir Óttar Martin Norðfjörð. Leiðréttið mig ef ykkur finnst ég vera á villigötum: Tilgangur fjölmiðla í lýðræðis- þjóðfélagi á að vera að halda uppi gagnrýninni umræðu, veita upplýsingar, kafa djúpt, spyrja og hætta ekki að spyija fyrr en það koma einhver svör. Fjölmiðlar eiga alltaf að vera í stjómarandstöðu. Fjölmiðlar eiga aldrei að æla upp fréttatilkynningum stjómvalda ómeltum. Fjölmiðlar eiga ekki að vera skósveinar yfirvalda. Ég hélt þetta væri nokkuð borðleggjandi, en Páll Magnússon útvarpsstjóri er bersýnilega ósammála mér. Fyrrum starfsmaður RÚV til 15 ára leggur fram upptöku sem sýnir forsætisráðherra hella sér yfir fréttamann fýrir það eitt að ætlast til þess að hann svari spumingum sem varða störf hans og stefnu. Páll Magnússon bregst við með því að hóta fréttamanni lögsókn, því birting myndbrotsins vegi að trausti almermings á fjölmiðlinum. I hvaða liði er Páll? Ekki með gömlum starfsmönnum og ekki með almenningi sem má ekki sjá raunverulega framkomu forsætisráðherra við fréttafólk. Sennilega er hann bara í liði með hinum strákunum í smaragðshúðaða glysjeppaklúbbnum. Fyrmm útvarpskona, Helga Vala Helgadóttir, segir einnig frá reiðilátum útrunnins forsætisráðherra og hótunum núverandi ráðherra og Björg Eva Erlendsdóttir fyrrum starfsmaður fréttastofu RÚV hefur nú tilkynnt að blátt flokksskírteini hafi verið nauðsyn á fréttastofu Sjónvarps og afskiptin endalaus. En bíðum við, hér er lykilorðið „fyrrum“, því allt er þetta fólk horfið frá störfum við RÚV og talar því úr sæmilega ömggri fjarlægð. Betra er seint en aldrei - en hvers vegna í ósköpunum fengum við ekki að vita þetta á sínum tíma? Hvers vegna lét þetta annars vel gefiia og upplýsta fólk þessa kúgun yfir sig ganga? Og ef þetta er það sem hefur viðgengist á RÚV undanfarin ár, hvað er þá að gerast þar nú, þegar stjómvöld hafa meiri hag af stjómun orðræðunnar en nokkm sinni fyrr? Ríkissljómin, eftirlitsstofrianir á fjármálasviði og Alþingi era ekki einu fyrirbærin sem við höfum misst trúna á. Þar fylgja íslenskir fjölmiðlar fast á eftir. Um daginn var byrjað að grisja mannskapinn á RÚV undir yiirskini spamaðar, enda slaga laun morgunleikfimistjórnenda, hljóðmanna og fréttaritara á Norðurlandi eflaust gasalega hátt upp í laun þeirra Páls og Þórhalls Gunnarssonar. Hversu duglegt æth fólk sé annars að gagnrýna eigin yfirmenn þegar uppsagnaröxin er komin á loft? " *f*ir ----—— ölfar n. N«rifjbrJ^ „Margur verður af aurum api.“ Hávamtíl v. 75 Bankastrákar fóru í útrás og þá voru þeir tíu. Einn drukknaði á leiðinni og eftir voru níu.

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.