Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.12.2008, Blaðsíða 18

Stúdentablaðið - 01.12.2008, Blaðsíða 18
18 STUDENTABLAÐIÐ Um stjórnskipun Islands, HRUN BANKANNA OG SÖGUSKÝRINGU Hannesar Hólmsteins Víð fall íslensku bankanna fórum við öll að leita orsaka þess að veröld okkar hrundi. Almenningur stendur upp og spyr: Hvað gerðist og hvemig gat það gerst? Fólk krefst þess að fá upplýsingar og fólk krefst þess að einhver taki ábyrgð. Einn maður hefur komið með all sérstæða skýringu á því hvemig þetta mátti verða. Sá heitir Hannes Hólmsteinn Gissurarson og er prófessor við HÍ. Ég segi hér frá því hvemig hmnið blasir við mér, hvemig Hannes skýrir það og að lokum bendi ég á leið út úr þeim ógöngum sem við höfúm ralað í. Byrjum á smá sögu: Ljónalemjari átti ljón í dýragarði sínum. Ljónið var lokað inni í stóru og rammgerðu búri. Einn daginn ákvað ljónatemjarinn að opna búrið og hleypa ljóninu út. Ljónið gekk um garðinn og rakst þar á litla fjölskyldu á gangi. Ljónið át yngsta bam fjölskyidunnar. Nú varð uppi fótur og fit. Hver ber ábyrgðina á því að ljónið át bamið? Er það ljónið, sem hagaði sér eins og ljón? Eða cr það ljónatemjarinn, sem veit hvemig ljón haga sér en ákvað samt að hleypa því út? Söguna má heimfæra upp á hran bankanna og hver beri ábyrgð á því? Er það bankinn, villidýrið sem gerir eins og því sýnist? Eða er það sá sem átti dýrið, hleypti því út, en skeytti ekki um að hafa það í taumi? Bankar fara eins langt og þeir komast, séu þeir taumlausir. Böm, ljón og bankar - ekkert þessara fyrirbæra getur verið án eftirlits. Hver var það sem átti að gæta bankanna en gerði það ekki? Þctta þarf ekki að vera flókin spuming. Bankahrunið hefur enn á ný opinberað getuleysi fslenska stjómkerfisins. Ekki aðeins eftir geðþótta, þvert á tilmæli sérskipaðra sérfræðinga sem metið hafa hæfiú umsækjenda. Flokksskírteini, ættartengsl ogvinskapur era tekin fram yfir menntun, starfsreynslu og hæfhi. Allt ofangreint verður óþyrmilega augljóst þegar reynir á valdið eins og nú gerir. getuleysi, hugleysi og sofandahátt einstaklinga sem þar hafa valist Jjegar bankamir hmndu var goggunarröðin þessi: Flokkurinn til ábyrgðarstarfa, heldur einnig getuleysi kerfisins í heild. fsland er lýðveldi með þingbundna stjóm, sem setur lög með samþykki forseta. Dómarar dæma eftir þessum lögum og framkvæmdavaldið framkvæmir vilja löggjafans - þetta er gmnnur 5>Á í fyrsta sæti, vinimir í annað sæti, völdin í því þriðja... ég held að þjóðin hafi kannski verið í tíunda sæti. Framkvæmdavaldið segir að ekkert sé sér að kenna - þótt það sé í hlutverki ljónatemjarans í ofangreindri dæmisögu. Meðan á öllu þessu uiuimubuui v« giuiuiui | S >C 11» 4-X ö ° ~ stjórnarskrárinnar og það sem við köllum lyOV6lQlSllIT13IlUIll stendur, hefur einn maður upp raust sína og segir: þriskiptingu valdsins: Löggjafarvald, dómsvald og framkvæmdavald. Fjölmiðlar em gjaman nefiidir fjórða valdið, vegna þess eftirlitshlutverks sem þeir gegna í lýðræðisþjóðfélögum. Á lýðveldis- tímanum hafa málin þó þróast þannig, að fsland er í raun einræðisríki. Framkvæmdavaldið hefur tekið öll völd í sínar hendur og fer með þau að vild. Alþingi er máttlaus „eftir á“ stimpill sem samþykkir nánast eingöngu stjómarfnunvörp og þingmenn upplifa sig sem „kassadömur" í stórmarkaði: „Góðan dag. Viltu poka? Miðann? Næsti!" Eins hefur framkvæmdavaldið tekið dómsvaldið í sína þjónustu og skipar þar nú menn í embætti hafa málin þó þróast þannig, að ísland er í raun einræðisríki £ É Þetta var blaðamanninum að kenna! Það er honum að kenna að ljónið át bamið! Fjölmiðillinn átti að vara við þessu. Fjölmiðiflinn var ekki nógu gagnrýninn. Hann náði hvorki athygli fjölskyldunnar né ljónatemjarans og því fór sem fór. Þó svo að framkvæmdavaldið hafi selt (gefið) bankana, veitt þeim ómælt frelsi, ekki viljað hlusta á gagnrýni um að krónan væri of k'till gjaldmiðill, hrópað húrra þegar vel virtist ganga, hvatt til lántöku einstakhnga (90% fasteignalán) og skipað aflóga stjórnmálamann sem seðlabankastjóra - þrátt fyrir allt þetta, var það ekki á ábyrgð framkvæmdavaldsins að illa fór, heldur fjöbiiiðla. Að mati Hannesar Hólmsteins er það synjun forseta íslands á fjölmiðlalögunum um árið, þegar honum dirfðist að setja einræðisvaldinu stólinn fyrir dyrnar, sem er helsta ástæða falls bankanna. Með synjuninni ruglaðist valdajafnvægið, svo að framkvæmdavaldið var lagt í einelti af fjölmiðlum. Er hægt að halda fram meiri fjarstæðu? u; Hannes Hólmsteinn Gissurarson fylgist með útifundi verkfaUsmanna á Austurvelli haustið 1984 Jndanfarin ár hef ég lesið viðstöðulausa gagnrýni á vöxt íslenska bankakerfisins, grandvaraleysi íslenskra stjómvalda, mistök Seðtabankans, glæfraskap útrásarvíkinganna, siðleysi viðskiptalífsins og meðvirkni kerfisins - sbr. skipulag og uppbyggingu húsnæðis á höfuðborgarsvæðinu - í íslenskum miðlum. llm allt þetta efni hef ég séð ótal viðtöl í sjónvarpi, hlustað á í útvarpi, svo ekki sé minnst á fjölmiðilinn sem enginn á: Internetið. Netið er fullt af skýrslum, ræðum og fréttum sem vöruðu við því hvert við stefndum. Ef umræða í fjölmiðlum á íslandi hefði minnstu áhrif á athafnir framkvæmdavaldsins, þá er ég viss um að ástandið væri ekki eins og það er núna. Sannleikurinn er hins vegar sá, að fjölmiðlar hafa nánast engin áhrif á íslensk stjórnvöld, þau fara bara sínu fram sama hvað sem raular og tautar. Þrátt fyrir þetta hefur Hannes Hólmsteinn nú komið fram með þá söguskýringu að það er sá sem átti einhverjar prósentur í einhverjum fjölmiðli sem ber ábyrgðina á því hvemig umræðunni á íslandi var stýrt - svo forsætisráðherra og seðlabankastjóri máttu sín lítils gegn því ægivaldi fjölmiðlanna! Með öðrum orðum: Hannes telur fjórða valdið vera það vald sem mestu ráði á íslandi. Verst af öllu er að við sitjum uppi með svo handónýtt kerfi að því verður ekki bjargað með kosningum. Það sem við þurfum er að endurheimta þrískiptingu valdsins úr kjafti þess grimma ljóns sem ætlar allt lifandi að éta í þessu landi. Við þurfum að geta kosið forsætisráðherrann beinni kosningu, sem síðan myndar stjórn utan þings. Við þurfum sjálfstætt og öfiugt þing, skipað þingmönnum sem ekki eru allir valdir af flokkum. Við þurfum sjálfstæða dómara sem em faglega skipaðir og samþykktir af þingi. Valdarán framkvæmdavaldsins náði endanlega fram að ganga með sameiningu Alþingis í eina deild og kristallaðist svo í þeirri ákvörðun tveggja manna að við, allir íslendingar, skyldum'í stríð við einhverja Araba hinum megin á hneltinum. ísland þarf á hugrekki þeirra að halda sem þora að standa uppi í hárinu á þessu freka og sjálfsréttláta villidýri sem framkvæmdavaldið er orðið. Við þurfum kjark til þess að drepa varginn. OEinar Pétur Heiðarsson, heimspekinemi

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.