Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.12.2008, Blaðsíða 11

Stúdentablaðið - 01.12.2008, Blaðsíða 11
WoDaaBe fólkið notast við gjafaskiptakerfi., en hugsar samt líka um peninga doktorsverkefni mitt í Níger í Vestur-Afríku meðal hirðingja fólksins WoDaaBe. í þeirra samfé- lagi erupeningar vissulega mikið notaðir, en gjafa- skiptakerfi er einnig mikilvægt. WoDaaBe hafa til dæmis eitt slíkt kerfi sem byggir á því að þú lánar einhverjum kvíguna þína í nokkur ár og hann fær að halda eftir þeim kálfum sem koma undir á þeim tíma. Þú eignast færri kýr fyrir vikið, en á móti kemur að ef þurrkar koma og þú missir stóran hluta bústofns þíns, ertu búinn að „leggja inn“ ákveðinn velvifja þjá einstaklingum sem eru Uklegir til að vilja lána þér sínar kýr ef þeir mögulega geta. Þannig draga einstaklingar úr áhættu með því að breyta hlutum sem eru háðir vistfræðilegum sveiílum (þ.e. kúahjörð), f tengsl sem eru óháð þeim. Ákaflega margt er ekki hægt að fá fyrir peninga né selja verðmiða á. Hins vegar; þeir sem segja að peningar skipti þá ekki máli, eiga einfaldlega peninga sjálfir! Ég sagði einu sinni við einn WoDaaBe kunningja, að ákveðinni vinkonu minni væri alveg sama um peninga og vildi með því að leggja áherslu á hversu óspillt og vönduð hún væri. Hans svar var: “Vá, þá hlýtur hún að vera n\jög rík - við sem erum fátæk erum alltaf að hugsa um peninga.” Peningar eru mikilvægir á þann hátt að geta notið öiyggis varðandi fæðu og húsnæði. Hlutfallslega dregur þó líklega j töluvert úr alsælunni yflr þeim eftir > því sem (járhæðimar aukast. STEINUNN J. KRISTJANSDOTTIR, LEKTOR Í FORNLEIFAFRÆÐI Efnishyggja er að minnsta kosti 23.000 ára gömul ! Peningar em opinber viðsldpta- eining með ímyndað vald og j virði. Innan hins vestræna heims nútímans birtast þeir einkum í formi áþreifanlegra la-ómkarla og i seðla. Öll samfélög, í nútíð sem fortíð, hafa hins vegar samhliða, að hluta til eða öllu leyti, aðra I viðskiptaeiningu gjaldmiðils en peninga. ÞekJctust slíkra eininga er gjöfln, en að líldndum hefur hún fylgt manneskjunni frá öndverðu. Virkni samfélaga byggist í raim á viðskiptaeiningum af einhverju tagi og því má halda því fram að án þeirra sé samfélagseiningin sjálf ekki til. Verðmæti sem nýtt hafa verið til viðsldpta í gegnum tíðina em margskonar, á við málma og málmblöndur, gler, skeljar, fflabein, rostimgstennur, matvöm, vefnað og ílát úr leir, steini eða gleri, auk sleginnar myntar. Elstu dæmi um efnishyggju era frá steinöld, ca. 23.000 ára gömul, sé teldð mið af upphafi greftrunar með haugfé. Lengi vel ríkti sú hefð innan fomleifafræðinnar að einblína á hlutbundið birtingarform peninga og annarra viðskiptaeininga við rannsóknir. í dag miðast slíkar rannsólaúr ekld eingöngu við hið hlutbundna, heldur samspil þess við óhlutbundna merldngu og félagslegt umhverfi viðkomandi viðsldptaeiningar hverju sinni - vegna ímyndaðs virði þeirra sem ekki verður greint með einföldum mælingum eða floklomum. Fyrir peninga er hægt að öðlast allt eða elckert. Hægt er að öðlast allt sem hugurinn gimist en ekkert ef þeir duga eldd fyrir því. ÞORSTEINN VILHJÁLMSS0N, ' PRÓFESSOR í EÐLISFRÆÐl OG VlSINDASÖGU Nú eru peningar einungis tákn Peningar em mannanna verk, uppflnning sem rekja má langt aftur í tímann, eins og lijólið og eldinn. Undanfara peninga m á finna í fomleifum frá því löngu áður en sögur hófust, enda er erfltt að hugsa sér mannlegt samfélag án þess að einhvers konar ígildi peninga komi þar við sögu. Viðsldpti maima hafa byrjað sem vörusldpti. Ég veiddi þennan fisk og mig langar að borða af kartöflunum þínum með honum. Þú lætur mig hafa nokkrar kartöflur gegn hálfum fiskinum og nú getum við bæði tvö borðað fisk og kartöflur. Þetta er okkur báðum í hag og getur gengið vel ef bæði era svöng á sama tíma. En ef þú ert södd langar þig ekld í fisldnn og ég fæ engar kartöflur. Þá gættnn við notað eitthvað annað sem þú vilt eiga, kannsld til að fá enn annan hlut frá mér seinna, eða einhver gæði frá þriðja aðila. Á þennan hátt þróaðist sá siður að nota tilteldn efni sem gjaldmiðil. Súmerar notuðu fyrst bygg og gjaldmiðilseiningin jaíhgilti þá tiltelcnu byggmagni. Síðar sáu menn að betra væri að nota efni sem væm verðmæt miðað við magn, sjaldgæf og entust vel. Þannig urðu góðmálmar eins og silfur og gull vfða fyrir valinu. í fomritum okkar em notaðar gjaldmiðilseiningar eins og “mörk silfurs” sem er tilteldð magn af silfri, en menn hafa þá ekJd haft slegna mynt. Breska sterlingspundið dregur með sama hætti nafn af því að það jafngilti í eina tíð pundi af silfri. Þetta hefur verið mildu haglcvæmara en að burðast með vaðmál sem gjaldmiðil, eins og forfeður okkar gerðu um langt skeið. Enn leið tíminn og mörrnum sldldist að óþarft er að þvælast með vogir og lóð loingum greiðslur og einfaldara að slá tejjanlegar myntir. Meðan STÚDENTABLAÐIÐ 11 þær vom úr góðmálmum vildi kvamast úr þeim og óprúttnir rnenn bræddu úr frákastinu nýja peninga. Sömuleiðis þurfti að fylgjast vandlega með blöndunarhlutföllum. Þessi vandræði urðu til þess að myntslátta krafðist sérþekkingar. Að minnsta kosti tveir frægir menn í sögu raunvísinda, Kópemíkus og Newton, vom þannig fengnir til þess að glíma við vandamál myntsláttunnar. Að lokum komust menn að því að hægt er að líta á peninga eimmgis sem tákn og þeir, eða efnið í þeim, þurfa ekki að hafa neitt eigið verðmæti eða notagildi. Pappírspeningar komu til sögunnar og nú er svo komið að peningar em oft ekki annað en tölur á blaði eða á tölvuskjá. HJALTI HUGASON, GUÐFRÆÐINGUR 0G PRÓFESSOR i KIRKJUSÖGU Peningar gagnast upp að vissu ! Peningar em gjald- ! miðill í viðskiptum fólks og viðmiðun I sem lögð er til Igrundvallar við út- reikning á verðgildi I vöra, þjónustu, i vinnu eða annars sem mögulegt er að virða til fjár. Peningar hafa þó ekki alltaf ver- ið ríkjandi gjaldmiðill í viðskiptum. í íslenska bændasamfélaginu grundvölluðust viðskipti á vöruskiptaverslun. Nú á dögum er sennilega til nokkuð víðtækt leynihagkerfi, sem byggir annað tveggja á vöra- eða vinnuskiptaverslun: A. vinnur til dæmis ákveðið verk fyrir B, gegn því að B skili A álíka vinnu, án þess að nákvæmlega sé reiknað í upphæðum, peningar fari á milli, tekjur og gjöld séu færð til bókar eða skattur greiddur. Margháttuð viðskipti er því mögulegt að stunda án peninga. í vestrænum neyslusamfélögum era peningar oft taldir lykill að hamingju. Þá er litið svo á að allt sé falt fyrir fé. Nýleg dæmi sýna enda að í nálægum löndum er jafnvel mögulegt að kaupa ungböm á Netinu. Flestar grunnþarfir okkar verða að vísu því aðeins uppfylltar að fé komi fyrir; svo er um mat, föt, húsnæði, vatn, rafmagn, lyf og annað sem við getum ekki án verið. Þá er Ijóst að ýmiskonar lífsfylling er föl fyrir fé. Þar má nefna afþreyingu og menningu af ýmsu tagi. Upp að vissu marki geta peningar því tryggt okkur hagsæld og hamingjuríkt líf. Vitrir menn hafa sagt og kannanir jafnvel sýnt, að peningar geta að vissu marki aukið lífsfyllingu og frelsi fólks. Þegar peningaeign er hins vegar komin yfir það mark, geta málin snúast við: Peningamir taka völdin og auðmaðurinn verður stöðugt fjötraðri í vef þeirra. Gerum smá æfingu: Hugsaðu þér manneskju sem nýtur sannrar lífshamingju. Settu á hana andlit. Hversu mörgum datt íslenskur útrásar-„vfldngur“ í hug? Sjö litlir bankastrákar héldu áfram að djamma á Rex. Einn þeirra rann á marmara og eftir voru sex. LAj^GAR Sex litlir bankastrákar flúðu í fslenskt gym. Einn hætti ekki að hlaupa og þá voru eftir fimm.

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.