Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.12.2008, Blaðsíða 9

Stúdentablaðið - 01.12.2008, Blaðsíða 9
hvað n h i t Fulli frændinn Það dylst engum lengur að íslenskir ijölmiðlar lágu afvelta og hrutu á verðinum, haugafullir af ókeypis kampavíni í boði hinna ýmsustu viðskiptafeðga, á meðan einkaþotukarlar og vanhæfir stjóm- endur brenndu ofan af íslensku þjóðinni. Erlendir fjölmiðlar fjölluðu um innistæðulausa þenslu banka- kerfisins en þeir íslensku skutust niður í Sljómarráð, réttu hfjóðnemann framan í ráðamenn, kinkuðu hlýðnir kolh og ílissuðu með Þorgerði Katrínu yíir vitlausu útlendingunum sem áttu að drífa sig í endumienntun. Hvílík hnyttni! Guðs útvalda þjóð vissi jú alltaf betur. Enginn þorði að leggja harðar að ráðamönnum, enginn nennti að rannsaka málin frekar eða kannski gerði einhver það og það var khppt út og liggur nú einhvers staðar í skúffu á Stöð 2 eða mannlausri skrifstofu á RÚV vitum við svosem? Ráðamenn minna dáhtið á alkann í fjölskyldunni, fuha frændann sem gerir skandal í fjölskylduboðum og allir vita af því en það fer aldrei lengra þvi fjölskyldumeðlimir sitja fastir í höftum meðvirkninnar. Bænastundir, uppþot og siðferðishnignun En hvað hafa fjölmiðlar svo verið að gera síðan bankahrunið varð til þess að þeir gátu ekki lengur borið okkur hressilegar fréttir af biðröðum í amerískar leikfangaverslanir, jeppakaupum, skæslegum afmælisveislum og mergjaðslega geggjuðum hagvexti? "yrsta ber að nefna múgsefjunina sem hófst 1 nánast strax og Glitnir var þjóðnýttur. Hún birtist einkanlega í prentmiðlum á upphafsdögum téðrar kreppu. Trommað var upp með hvem góðlátlega prestinn á fætur öðrum, en allir hvöttu þeir til samstöðu og yfirvegunar. Almenningur var boðinn velkominn á bænastundir og kirkjusamkomur, eins og það sniðugasta sem þjóðin gæti gert væri að ganga úr blindri trú á eina manngerða, kreddukennda hugmyndafræði yfir í þá næstu. Framan á Morgunblaðinu föndruðu börn, heimsóttu Þjóðminjasafnið, tóku slátur, héldu hrekkja-vökuhátíð og fögnuðu afmæli leikskóla. Má slá því föstu að hlutfall föndrandi leikskólabama á forsíðu blaðsins hafi aidrei verið jafn hátt og síðustu vikur. Myndmálið hneig allt að því sama: Sýnum samstöðu. Róum okkur. Á sama tíma vöraðu ráðamenn við nomaveiðum, hvöttu til þess að almenningur héldi ró sinni og jöpluðu á hinni margumræddu samstöðu, eins og við værum ein þjóð og öll á sama báti - eins og ég, þú, Geir, Ingibjörg, Davíð, Jón Ásgeir og Björgólfur í öðm veldi værum öll á sama farrými. Þrátt fyrir að Geir og félagar hafi reynt að fá okkur til að halda kjafti og setjast undir árar á þjóðarskútunni (um leið og víkingarnir gáfu bensínið í botn á einkasnekkjunum og settu stefnuna á Cayman-eyjar) magnaðast undiraldan og almennir borgarar tóku að blása til mótmæla. Þá spratt upp ný birtingarmynd íslensks fjölmiðla- fólks: Stríðsfréttamaðurinn. Dúnúlpuklætt sjónvarpsfólk með vandlætingarsvip ílutti okkur fréttir af óeirðum og eggjakasti og klippti til dramatísk myndbönd af stimpingum við Alþingis- húsið. „Óeirðir brutust út á mótmælafundi við Alþingishúsið í dag,“ sagði Logi Bergmann harmþrunginn á svip og tilkynnti okkur að Alþingis- húsið hefði verið „saurgað" með eggjum og ýmis konar matvömm. Undirrituð var svo óheppin að missa af þessum hildarleik, ásamt þúsundum annarra mótmælenda, enda stödd hinum megin við Jón Sigurðsson. Þegar stríðsfréttamennimir gátu ekki lengur mjólkað þriggja mínútna myndbrot sín af barnafjölskyldum í meintum óeirðum tók umvandarinn við. Gísli S. Einarsson sauðfjár- áhugamaður kom ekki bara með eitt heldur tvö Hér gefur að líta lista yfir myndefni forsíðna Moggans, yfir tveggja vikna krepputímabil: 7. nóvember 2008: Skagakrakkar í Þjóðminjasafninu. 8. nóvember 2008: Börn setja saman jól ískókassa. 10. nóvember 2008: Fimleikastúlka sýnir listir sínar. 12. nóvember 2008: Leikskólinn Sólstafir heldur upp á Marteinsmessu. 13. nóvember 2008: íheita pottinum sitja menn eftir hressandi sjósund. 17. nóvember 2008: Grunnskólabörn taka lagið. 19. nóvember 2008: Austurbæjarskóli sigraði í Skrekk. 20. nóvember 2008: Sverrir gullfiskur gleður börnin. 21. nóvember 2008: Ungmenni eflast í Fjölsmiðjunni. 22. nóvember 2008: Fimleikastúlka sýnir listir sínar (aftur). innslög um lækkandi siðferðisþröskuld þjóðarinnar. Birtingarmynd þessa var þó hvorki fjárhættuspil auðkýfinga með almannafé né heldur hroki ráðafólks í garð þjóðarinnar. Nei, þessi siðferðishnignun birtist í umræddu eggjakasti svo og bónusfánagjömingi Hauks Hilmarssonar, enda fátt alvarlegri atlaga að undirstöðum samfélagsins en lýðræðisleg mótmæh. Likt og lögreglumennimir við Austurvöh var Gísh hnípinn yíir þessari sorglegu þróun. Hringt var í heimspeking til að fá svör við nokkrum leiðandi spurningum um siðferði, en fréttamaðurinn var augljóslega búinn að gera upp hug sinn. Skríllinn var siðlaus. F Leysum einkapartýið upp “jölmiðlar em smám saman að hrökkva í gang með því að endurspegla undirölduna í þjóð- félaginu; sýna frá borgarafundum, útvarpa mótmælum, birtafleiri aðsendar greinar, taka viðtöl við fleiri en þá sem stjóma nú þegar orðræðunni (þótt umfjöllun einskorðist nánast alfarið við höfuðborgarsvæðið nema helst þegar ræða á álver, enda boðun hins álvers- tengda fagnaðar- erindis enn helsta úrræði stjórnvalda fyrir landsbyggð- ina). En skaðinn er skeður. Með frétta- flutningi sínum af mótmælum stilltu íslenskir fjölmiðlar sér gegn þeim sem vildu tjá hug sinn í verki og koma af stað gagnrýninni umræðu um fortíð, nútíð og framtíð landsins. Þeir gerðu lítið úr fólki sem vildi fá að taka þátt og spilltu beinlínis fyrir baráttu gras- rótar-hreyfinga með vill-andi umfjöllun - almennur borgari sem veltir því fyrir sér að mæta á mót- mæh hættir líklegast snarlega við ef hann heyrir ekki talað um annað en skrílslæti og pústra. Með því að fela fyrir okkur efni sem kom ráða- mönnum illa hafa þeir vakið grun- semdir um hvað fleira sé falið. Með slælegri frammi- stöðu í útrásar- STUDENTABLAÐIÐ 9 sukkinu glötuðu þeir trúverðugleik- anum. Á síðustu vikum hafa sprottið upp nýir miðlar sem fela sig ekki á bak við ímyndað hlutleysi, til dæmis netmiðlar á borð við Smugunct og Nei. Haukur Már Helgason hjá Dagblaðinu Nei segir á vefsíðu dagblaðsins frá því hvemig honum var vísað frá blaða- mannafundi, enda ekki að vinna á „alvöru" fjölmiðli; aðgengi nýrra fjölmiðla er ekki tryggt. Það þarf að eiga réttu vinina til þess að komast í bankaráð - og til að komast á blaðamannafund. Á íslandi em þrjú stór dagblöð og þar af em tvö í raun sama blaðið. Á íslandi er Ríkisútvarp, kostað af almenningi og auglýsendum sem vill selja almenningi varning, sem borgar stjómendum ofurlaun og sker niður á fréttasviði þegar þjóðfélagið stendur á krossgötum. Á íslandi virðist hver einasti dagskrárliður Ríkissjónvarpsins vera í boði bandarískrar skyndibitakeðju. Á íslandi fá ráðamenn og auðkýfingar að mæta einir í viðtöl. Á íslandi fá nýir miðlar ekki að vera með. Á íslandi skrifa 55.000 manns undir stuðningsyfirlýsingu í nafni fjölmiðla-frelsis við sjónvarpsstöð sem bauð sömu helgi upp á gullmola á borð við America 's Next Top Model, American Music Awards og America's Funniest Home Videos. Ég held við þurfum aðeins að hugsa okkur um. Salka Guðmundsdóttir HEIMILDIR Chomsky, What Makes Mainstream Media Mainstream, http://chomsky.info/ articles/199710~.htm Haukur Már Helgason, Lýðræðisklúbburinn, httpf/this. is/nei/?p=818 MEISTARANAM í ORKUVÍSINDUM Umsóknafrestur í Orkuskólann REYST er til 15. febrúar 2009. REYKJAVIK ENER6Y GRADUATE SCHOOL OF SUSTAINABLE SYSTEMS E YST WWW.REYST.IS JS9

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.