Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 22.12.1959, Blaðsíða 2

Alþýðumaðurinn - 22.12.1959, Blaðsíða 2
2 JÓLABLAÐ ALÞÝÐUMANNSINS Þriðjudagur 22. desember 1959 Emanúel heitir hann, herrann minn inn kæri; með vísnasöng ég vögguna þína hræri. Þér gjöri ég ei rúm með grjót né tré, gjarnan læt ég hitt í té, vil ég mitt lijartað vaggan sé, vertu nú hér minn kæri. Með vísnasöng ég vögguna þína hrœri Nóttin var sú ágæt ein, í allri veröld Ijósið skein, það er nú heimsins þrautarmein að þekkja hann ei sem bœri. Með vísnasöng ég vögguna þína hræri, Umbúð verður engin hér, önnur en sú þú færðir mér, hreina trúna að höfði þér fyrir hœgan koddann færi. Með vísnasöng ég vögguna þína hræri, I Betlehem var það barnið fætt, sem bezt hefir andar sárin grœtt, svo hafa englar um það rœtt sem endurlausnarinn væri. Með vísnasöng ég vögguna þína hræri, Skapaðu lijartað hreint í mér til herbergis er sómir þér, saurgun allri síðan ver, svo ég þér gáfur færi. Með vísnasöng ég vögguna þína hræri, Fjármenn hrepptu fögnuð þann, þeir fundubæði guð og mann, í lágan stall var lagður hann, þótt lausnarinn heimsins væri. Með vísnasöng ég vögguna þína hræri, Lofið og dýrð á himnum hátt honum með englum syngjum þrátt, friður á jörðu og fengin sátt, fagni því menn sem bœri. Með vísnasöng ég vögguna þína hræri,

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.