Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 22.12.1959, Blaðsíða 9

Alþýðumaðurinn - 22.12.1959, Blaðsíða 9
Þriðjudagur 22. desember 1959 JÓLABLAÐ ALÞÝÐUMANNSINS 9 IB I S VERENSKI: Þurrkoio oi |iér, Jósafat! GUÐMUNDUR JÓSAFAT var kominn fast að sextugu og hafði verið ekkill á þriðja ár. Fyrsta árið hafði honum satt bezt að segja verið léttir að því að vera konulaus, þótt aldrei viðurkenndi hann slíkt fyrir sjálfum sér, enda hafði Sigríður Sesselja verið ágæt. En samt sem áður var hægt að verða langþreyttur á þessu sífellda jagi, þeg- ar komið var daglúinn heim að kveldi: Þurrkaðu af þér, Jósafat! Lokaðu hurðunum, Jósafat! Bættu í miðstöðina, Jósafat! Slökktu í kjallaraganginum, Jósafat! Jósafat þó! Missir þú ekki enn ösku ofan á stofuborðið! Það var al- veg furða, hvað kvenfólk gat fundið sér til að jagast um! En annað árið fór einhver skollans einmana- kennd að ásækja Guðmund Jósafat heima fyrir. Honum fannst svo undarlega hljótt í mannlausri íbúðinni, og þessi hljóðleiki var ekki friðsæll og vær, heldur dauðatómur og einstaklega óviðfelld- inn. Hann gat varla fest sig við lestur dagblaðs livað þá bókar fyrir þessari ókennilegu þögn, og fyrr en hann vissi af, var hann farinn að kvíða því að koma heim á kvöldin þrátt fyrir vinnu- þreytu. Guðmundur Jósafat reyndi mörg ráð: Hann vann fram yfir á skrifstofunni, hann sótti söfn og hann tók að iðka húsgöngur til kunningj- anna, en ekkert dugði. Heima beið íbúðin tóma eins og kónguló eftir flugu. Hún var sínálæg með ókennileik sinn, hvar sem hann fór. Þegar tvö ár voru liðin frá jarðarför Sigríðar Sesselju sálugu, komst Guðmundur Jósafat að þeirri bjargföstu niðurstöðu, að sig vantaði aðra konu. En hvar var hana að fá? Hann þekkti satt bezt að segja fátt kvenna og engar á lausum kili, a. m. k. ekki sem honum fannst -koma til greina. Niðurstaðan varð því sú, að hann setti svohljóð- andi auglýsingu í Morgunblaðið: „KYNNING. Maður á góðum aldri, ráðdeild- arsamur og heimiliskær, sem á hús og er í góð- um efnum, óskar að kynnast góðri konu, á aldr- inum 35—45 ára, með nánari kynni fyrir aug- um. Tilboð með upplýsingum um aldur og fyrri daga — ásamt mynd — leggist inn á afgreiðslu blaðsins fyrir föstudagskvöld, merkt Húsleg. — Fullkominni þagmælsku heitið.“ Það varð meiri pósturinn. Tíu höfðu tilboðin borizt, og satt bezt að segja skolli ginnandi sum, eins og til dæmis frá þeirri Ijóshærðu tvítugu, eða þessari koparrauðhærðu með grænu augun. Drottinn minn dýri, hvílíkur dillandi vöxtur! En sextugur maður hefir ekkert með slíkar tímasprengjur að gera inn á heimili sitt, varð á- lyktun Guðmundar Jósafats. Hverju aldursskeiði hæfir sitt. Hann var að leita eftir friðsæld og ró, svo að hann gæti átt kyrrlátt ævikvöld. Jitterbug ástarinnar var ekki lengur neitt fyrir hann. Og því hafði hann að vandlegri athugun valið úr öllum tilboðunum og myndunum eina, sem honum virtist helzt mundu hafa friðsældina á valdi sínu: þriflega miðaldra konu með festu- legan hæglætissvip, en dálítinn glettnisglampa þó í augunum eins og hún vildi segja: Ja, því ekki að reyna ? Sennilega ertu gamall, geðvondur karl- skröggur, en ég er nú raunar líka ofurlítið eldri en ég segist! Þér að segja lita ég hærurnar og reyri mig í lífstykki, en get ég ekki verið góð samt? Jú, Guðmundur Jósafat var alls ekki frá því. Og nú var kominn sunnudagur, klukkan á seinni tímanum í fimm og Guðmundur Jósafat beið þess prúðbúinn, að klukkuanginn drattað- ist á síðasta fjórðungirin, því að 5 skyldi hann vera á Muruvöllum 49 heima hjá Margréti Magðalenu og upplifa þeirra fyrstu kynni. Svo höfðu þau komið sér saman um í síma. Guðmundur Jósafat gekk um gólf og bar sig eins og herforingi. Hann var í svörtum jakkaföt- um, drifhvítri manséttskyrtu með litríkt bindi, sem hann hafði keypt í tilefni dagsins. Kannske var það nokkuð áberandi fyrir mann um sextugt, hafði honum dottið í hug, en maður var nú svo sem ekki dauður úr öllum æðum þar fyrir enn, og jafngott að Margrét Magðalena sæi það strax. Það brakaði í blankburstuðum og flunkunýj- um skónum hans Guðmundar Jósafats, þar sem hann spígsporaði um stofugólfið sitt fram og aft- ur, en hann heyrði það ekki, því að hann var að hugsa: Ekki þyrfti hann að kvíða því, að kveðjurnar yrðu þessar: Þurrkaðu af þér, Jósafat, eða: lok- aðu hurðinni, Jósafat, eða: bættu í miðstöðina, Jósafat, eða: slökktu í kjallaranum, Jósafat, eða Jósafat þó, missir þú ekki enn öskuna ofan á stofuborðið! Ekki aldeilis. Líklega yrðu þau dálítið þving- uð fyrst, en þegar hún hefði hellt upp á og komið með kaffið, mundi þeim ugglaust losna um mál- beinið. Mikið var hann annars farið að muna í reglulega gott kaffi, eins og hún Sigr.-------- Nú, og þegar þau settust að kaffinu, mundi hann segja: Það er annars svo heitt hérna, má ég ekki fara úr jakkanum? Og þegar hún stæði hjá hon- um og renndi í bollann, þá legði hann handlegg- inn utan um mittið á henni, rétt til að vita, hvern- ig strauma legði frá henni, því að væri hún sko vitastraumlaus, tja, þá vissi hann ekki----. En nú skellti Guðmundur Jósafat upp úr, hvað hann hafði ekki gert til margra ára, og tautaði síðan fyrir munni sér: Skollakornið, ef ég er ekki við það að fara á kvennafar í huganum, roskinn og ráðsettur maðurinn! Og Guðmundur Jósafat leit á klukkuna, snar- aðist fram í forstofu, dreif sig í frakkann og setti upp hattinn. Andartaki síðar var hann kominn út á götu og tók stefnu á Muruvelli, léttstígari og beinni í baki en hann hafði verið lengi. En inni í auðri íbúð hans bergmáluðu fimm slög stofuklukkunnar, að sjálfsögðu heyrði Guð- mundur Jósafat þau ekki. Það gilti líka einu. Skollakornið sem ómurinn af þeim líktist ekki óhugnanlega mikið setningunum hennar Sigríð- ar sálugu Sesselju: Þurrkaðu af þér, Jósafat! Lokaðu hurðunum, Jósafat! Bættu í miðstöðina, Jósafat! Slökktu í kjallaraganginum, Jósafat! Jósafat þó! Missir þú ekki enn ösku ofan á slofuborðið! Vesalings Guðmundur Jósafat, ef hún Margrét Magðalena skyldi nú aðeins vera Sigríður Sess- elja í öðru holdi? Tvö ODDUR GOTTSKÁLKSSON ÞÝÐIR NÝJA TESTAMENTIÐ. Flöktir á raki fífu logi veikur og ferlegan skugga manns á vegginn teiknar um dimma nótt. En úti banableikur er byljatrylltur vetur hels og feiknar. Hér situr einn með leynd að leturiðju — lagt hefir verið bann við þessu verki — sindrar um afl í heitri hugarsmiðju, honum er starfið trú og sigurmerki. Heilagri ritning hann á tungu þjóðar hugfanginn snýr, í málsins bikar skæran guðlegri speki rennir, lielgihljóðar hánœturstundir orðasilfrið slœr ’ann. Hvað varðar hann um vetrarmyrkrið kalda, varðar um klerkleg bönn og hleypidóma? Héðan í frá um þúsund aldir alda á íslenzkri tungu drottins rödd skal hljóma. EN ÞEIRRA ER KÆRLEIKURINN MESTUR. Hvers virði er mér að geta talað tungum, ef trú mín væri kærleikssnauð? Hvers virði er mér að vita deili á öllu, ef vitneskjan er köld og dauð? Hvers virði er mér að orka ofurtaki, ef engri hlýju það er gætt? An kærleiks get ég engum, eigur mínar þótt allar gefi, nokkuð bætt. Þótt víst sé dýrleg vonin hverjum manni og vegsögn trúar nauðsynleg, — án þeirrar löngum verkfær tæpast vœri í veröld kaldri þú og ég — þá kœrleikurinn er og var og verður sá vegur einn, sem manni er fær að fótskör guðs, og fyrr en hann er tekinn þú færist engum þroska nær. — gis —

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.