Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 22.12.1959, Blaðsíða 4

Alþýðumaðurinn - 22.12.1959, Blaðsíða 4
4 irnir sögðu þæfingsófærð, síðan dyngt hefði nið- ur í suðaustanáttinni um daginn. Fé komið á gjöf. Annars ekkert títt. Þegar heyrðist til hrossabóndans fram á gang- inum, lagði Unglingurinn frá sér bókina. Hrossa- bóndinn bar aldur sinn vel og heilsaði brattur í baki, þótt hann ætti langan veg genginn um morg- uninn. Menn báru ósjálfráða virðingu fyrir ó- þvingaðri framkomu hans. Og þegar hann sneri sér hratt á hæli til að heilsa prestinum, sá Ungl- ingurinn, að bændurnir vildu fyrir enga muni missa af neinu, er þeim færi á milli. — Nú er hann svalur, klerkur. — Eklci finnst mér það nú mikið umfram það, sem búast má við á vetrardegi. — Það er alls staðar að verða jarðlaust. — Mér er sagt, að hrossin gangi samt hjá þér enn. — Já, en það verður „stuð“ að fá þau öll á hús. — Þér væri þá nær að eiga þau svolítið færri. — Eg kem bara með þau út í hálsinn til þín, ef hann hlánar ekki. Presturinn anzaði þessu engu, en brosti. Hrossabóndinn og liann voru miklir vinir og töl- uðu stundum samart í hálfkæringi, þegar fleiri heyrðu til. Og allir vissu, að Hrossabóndinn yrði manna síðastur uppiskroppa með fóður handa skepnum sínum, hvernig sem vetur réðust með tíðarfar. Það var áliðið kvölds, þegar Unglingurinn beið með Rauð tygjaðan á hlaðinu. Frostið hafði hert og glugga lagt, svo ekki sást nema veikur roði af ljósinu inni í gegnum hélaðar rúðurnar. Sumt af kirkjufólkinu þurfti að reka einhver ér- indi við prestinn, svo það gat dregizt, að hann kæmi út. Unglingurinn var farinn að berja tánum við dyrahelluna og veifa höndunum fram og aftur til skiptis til að fá í sig hita, þegar hann heyrði hratt fótatak prestsins eftir ganginum. — Jæja, loksins er ég búinn. Var þér ekki orð- ið kalt? — Nei, laug Unglingurinn. — Gakktu með mér ofan á veginn, sagði prest- urinn og tók í tauminn á hestinum. — Hefur þú ekki skrifað eitthvað í vetur, sagði presturinn þegar þeir voru stanzaðir. — Það er fremur lítið, sagði Unglingurinn ofan í snjóinn. — Blessaður haltu áfram að skrifa. Enginn verður óbarinn biskup. Reyndu svo öðru hvoru að senda einhverju tímariti eitthvað eftir þig. Kannske birta þau það. Þú hefur allt að vinna, en engu að tapa. Mundu það. — Eg er vonlítill um þau taki það, sagði Ungl- ingurinn og horfði enn ofan í snjóinn. — Þú mátt senda mér það áður en þú lætur það fara lengra. Eg get alltaf leiðrétt stafsetning- arvillur, sagði presturinn óbifanlegur. — Þakka þér fyrir, sagði Unglingurinn og horfði nú ekki lengur ofan í snjóinn. — En blessaður haltu áfram að skrifa. Presturinn tók þétt í liönd Unglingsins og steig á bak hestinum, er brá hart við og lagði mikið undir út veginn. Unglingurinn stóð kyrr í sömu sporum og horfði á hann fjarlægjast, unz hann missti sjónir af honum í Hvarfinu sunnan Ofærunnar. Samt l'ann hann mjög sterkt til nálægðar hans og sá hann fyrir sér smáan vexti og snöggan í hreyf- ingum með hin öru birtuskipti mikils huga á andlitinu. Þannig var einnig um ræður hans. Þær voru aldrei hinum megin við eitthvað, sem fólk fann sér fjarlægt og óviðkomandi. Það var eins og þær lægju í loftinu og mætti þreifa á þeim löngu eftir að þær voru fluttar, af því sigurinn yfir gleymskunni bjó í þeim sjálfum. Þegar Unglingurinn lagði af stað heim túnið, JÓLABLAÐ ALÞÝÐUMANNSINS ÞriSjudagur 22. desember 1959 HREGGVIÐUR ARNSTEINSSON: ¥erðlauna§ag:an i. BorSeyri, 3. jóladag 1978. Heiðruðu herrar! Þegar þér, háttvirt dómnefnd, fáið þetta bréf frá mér og meðfylgjandi sögu, verð ég — nei, það skiþtir annars engu máli. Yður mun þykja undarlegt, að ég skuli taka þátt í samkeppni yðar, þegar ég um leið lýsi því •yfir, að ég er fyrirfram sannfærður um, að ekk- ert, sem ég skrifa, komi til álita við verðlauna- veitingu eins og yðar. Þetta er ekki af því, að ég efist um hæfileika mína, og eigi heldur vegna þess, að ég telji yður öðrum verr fallna, eins og nú standa sakir, til dóms um sögur. Ástæðan er einfaldlega sú, að mér er ljóst, að þér eruð börn bókmenntaskeiðs, þar sem misheppnaðir rithöf- undar hafa sett svip sinn á alla bókmenntagagn- rýni, síðan á smekk fólksins og loks bókmennt- irnar sjálfar, svo að allt er ein misheppnun. En þar sem ég er sonur annars tíma, er ekki mis- heppnaður og neita að aðlagast misheppnuninni, er ég óhjákvæmilega dæmdur misheppnaður af samtíð minni. Þá kemur og annað til. Ég hefi ekki þann raddblæ og tungutak, sem nú er í tízku, og eitt þykir sæma og í þriðja lagi hefi ég aldrei lært þá sjálfsögðu skynsemi að núa mér upp við þá, sem dómprestar teljast í bókmenntunum. Slíkt er dauðadómur hverjum rithöfundi nú á dögum. Auðvitað hafið þér veitt því athygli, þótt þér að sjálfsögðu hafið ekki risið gegn því — þá væruð þér sem sagt ekki dómendur í dag um sög- ur í samkeppni — að höfundar verða nær aldrei í fyrstu virtir og metnir fyrir verk sín. Það kem- ur á eftir, þegar þeir hafa auglýst sig nægilega — sjálfir eða útgefendur þeirra — með því að hneyksla samtíð sína með afkárahætti í lifnaðai’- háttum, efnisvali og rithætti — og þjóðsögum, sem komið er í umferð vitandi vits. Jæja, vinir mínir. Ég sé yður í anda með sög- una mína, þar sem þér og dómstarf yðar er haft að uppistöðu og ívafi. Og nú eruð þér sem sagt í þessum mikla vanda að eigin dómi: Ef þér hafnið sögunni sem verð- launahæfri, eigið þér á hættu, að illmálgar tung- ur segi: þeir voru ekki menn til að taka gagnrýn- inni. Við þetta bætist, að þér vitið ekki enn, hver höfundiírinn er — ef þér hafið þá ekki svikizt í lokaða umslagið — og óttist undir niðri, að hann kunni ef til vill að liafa háskalega góð sam- bönd, þó að hann skrifi svona af hrekkvísi. Ef þér hins vegar veitið mér verðlaunin, munu aRir segja: Þeir þorðu ekki annað en veita hon- um verðlaunin af ótta við, að allir mundu ann- ars brigzla þeim um að hafa ekki þolað gagnrýn- ina. Þér eruð sem sagt í hræðilegri klípu. En af því að ég er góðhjartaður maður, ætla ég ekki að gera yður valið háskalega tvísýnt. Eg ætla að segja yður nægilega mikið um sjálfan mig til þess, að þið getið með fegins andvarpi kastað sögu minni í ruslakörfuna, því að annað hæfði ekki fyrir yður sem börn samtíðarinnar: Eg er eftirstríðsmaður, sem ekkert hefir orðið við hendur fast, og er nú miðstöðvarkyndari og lá dökkur skuggi yfir Ófærunni. Heim undir bæn- um urðu norðurljósin mjög sterk og leiftur þeirra cyddu skugganum og hjarnskaflinn varð skjanna- hvítur. Unglingurinn vissi, að þau myndu greiða för prestsins út yfir Ófæruna. I desember 1959. allra vika maður hér hjá kaupfélaginu. (Hugsið yður hneykslið, ef slíkur maður fengi verðlaun- in!) Draumur minn var að verða skáld, þ. e. a. s. viðurkennt skáld, því að skáld er ég. En enginn hefir viljað á mig hlusta. Bækur mínar hafa ekki selzt. Listafjárúthlutunarnefndin hefir aldrei vilj- að veita mér viðurkenningu. (Virðing yðar sem bókmenntamanna mundi þannig hrynja til grunna, ef þér veittuð mér verðlaun.,) Hvenær sem ég hefi látið í mér heyra, hafa bókmenntagagnrýnendur blaða og tímarita — misheppnuðu skáldin í hefndarhug — staðið á blístri af vandlætingu. (Og hvernig færi þá fyrir yður, vinir mínir, ef þér veittuð mér verðlaun- in?) Nei, þegar þér hafið lesið þetta bréf, vitið þér, að höfundur sögunnar hræðilegu er ekki lengur í lifenda tölu. Eg ætla að kveðja árið og lífið einu og sömu kveðjunni. Ég og samtíðin eiga enga samleið. Yðar einl. Sigurbjörn Sigurðsson. II. Það var dauðaþögn í dagstofu Jónasar Jónass, bókmenntafræðings, formanns dómnefndar smá- sagnakeppninnar, er lestri bréfsins var lokið. Eng- inn nefndarmanna sagði orð drykklanga stund. Loks ræskti Pétur Sigurðss sig hátt og hressi- lega og mælti: Það er aldrei kjaftur á karlinum. Jón Haraldss leit varfærnislega til formannsins og svaraði síð- an: Ja, frómt frá sagt fannst mér sögukornið níð- ingslega gott, en óneitanlega er erfitt að veita svo augljósri ádeilu á okkur sjálfa 1. verðlaun. Þórður Jónss brosti stríðnislega: En er betra að verða að athlægi fyrir að gera það ekki? Og Guðmundur Guðmundss skaut inn í: Og ef þetta væri svo einn af okkar beztu rithöfund- um, sem fælist bak við þetta dulargervi? Svo litu fjórmenningarnir allir til formanns síns og biðu álits hans með auðsærri forvitni. Jónas Jónass fór sér að engu óðslega. Hann fitlaði að því er virtist hugsi við pappírshníf, er hann hélt á, en leit síðan á meðdómendur sína með rösklegum höfuðhnykk og tók til máls: Sjáið þið til. Það er margs að gæta í þessu sambandi. Eg játa, að efnival höfundar er frum- legt og meðferðin að mörgu leyti snjöll, en þó er einn áberandi galli á: hann gengur alltof beint til verks. Hinum listræna verksmáta að gefa í skyn án þess að segja nokkuð berum orðum er ekki beitt sem skyldi. Setningaskipun og stíll er að mínum dómi beinlínis koparstungulegt. Þetta er eins og að skrifa nafnið sitt svo skýrt og per- sónulega, að engum dyljist, jafnvel þeim einfald- asta, hver skrifað hefir. Að minni hyggju er þetta skortur á listsmekk. Þórður Jónss gat ekki orða bundizt: En er þetta ekki byrjun á nýrri listastefnu? Hinni berorðu, hreinskiptu, sem segir allt eins og er? Það er ekkert sennilegra en hin sé að ganga sér til húðar og við yrðum skoðaðir sem tímamótamenn, ef við værum þeir fyrstu, er skildum og viðurkenndum tákn tímanna. Jónas Jónass brosti vorkunnlátlega: Er þetta ekki að blanda saman list og löngun til að vera umtalaður? Þegar við metum sögurn-

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.