Alþýðumaðurinn - 22.12.1959, Blaðsíða 3
ÞriSjudagur 22. desember 1959
JÓLABLAÐ ALÞÝÐUMANNSINS
3
ÞEGAR UNGLINGURINN hafði matazt, reis
hann á fætur til að blása rjóður í þykka héluna
á glugganum. Faðir hans var nýgenginn út að
gefa fénu dagsgjöfina áður en presturinn og
kirkjufólkið kæmi. Móðir hans kom framan úr
eldhúsinu með kolafötu að bæta í ofninn í stof-
unni. Hann var ekki farinn að sjá út, þegar hún
fór að bera matarílátin fram af borðinu. Hann
hélt áfram að þíða klakann á rúðunni með gegn-
köldum vörunum, unz móðir hans sagði:
— Presturinn kemur áreiðanlega ekki strax.
— Hann kemur alltaf fyrir tímann.
— Eg hélt þú vissir, hvernig færið er orðið.
— Það hamlar ekki för hans. Hann fer bara
þeim mun fyrr af stað og svo verður hann á Rauð.
— Eins og hann sé ekki alltaf á Rauð.
— Ég ætla nú samt að fara út og gá, hvort ég
sé hann koma.
— Mokaðu þá mesta snjónum frá bæjardyr-
unum um leið og mundu að láta hann ekki standa
opinn á meðan.
Unglingurinn lét á sig húfu og vettlinga og
gekk út á hlaðið. Það mótaði óglöggt fyrir bæj-
unum í kring, en sást vel, hvar mykjunni hafði
verið kastað út á haugana um morguninn. Það
sást einnig í dökka vökina fyrir neðan bæinn, hið
eina er gaf til kynna um þungt og hljóðlaust
rennsli árinnar undir ísnum. Það voru tveir hrafn-
ar á flögri í kringum hrossin yfir á Tungunni.
Þau litu naumast upp frá jörðinni, og Unglingur-
inn vissi, að þau höfðu loðið undir snjónum og
að enn var létt að krafsa niður, nema þar sem
gamli snjórinn var harður undir.
Það var kyrrt veður og bjart. Hann sá ekkert
til prestsins. Unglingurinn gekk eftir skóflu suð-
ur að fjósdyrunum. Snjórinn var hvítur og ósnort-
inn beggja megin við slóðina, er myndazt hafði
suður að fjósinu. Unglingurinn var fljótur að
moka snjónum frá bæjardyrunum. Þegar hann
kom frá að fara með skófluna, sá hann föður
sinn ganga niður að kirkjunni með olíudunkinn
í annarri hendinni. Unglingurinn var búinn að
sópa af sér framan við dyrnar, þegar mórauður
uppkveikjureykurinn tók að lyppa sig ólundar-
lega upp um reykháfinn á kirkjunni. Stuttu síð-
ar sá hann föður sinn koma neðan að og hafði
skilið dunkinn eftir. Hann sagði:
— Þú verður viðlátinn að taka hestinn, þegar
presturinn kemur.
— Já, sagði Unglingurinn.
— Og mannst að gefa honum.
— Ég er búinn að því, sagði Unglingurinn.
— Hafðu gætur á, hvort rýkur neðra, og láttu
mig strax vita, ef það hættir, sagði faðir hans um
leið og hann gekk inn í forstofuna. Unglingurinn
kunni hinum sífelldu áminningum föður síns
illa. Hann fann andúð sína vaxa upp í löngun til
að þverskallast gegn þeim og virða þær að vett-
ugi. Hann hafði margoft fundið þær gerðu hann
æstan og orkuðu truflandi á það, sem hann var
að hugsa til að geta skrifað, er hann var setztur
um kyrrt á kvöldin. Hann kunni því heldur ekki
vel að þurfa að fara með Rauð prestsins út í hús-
ið, og þegar hann kom sér ekki hjá því með ein-
hverjum brögðum, hraðaði hann sér til að missa
ekki af, ef presturinn segði eitthvað um bækur.
Hann vissi, að presturinn var skáld og til hans
komu oft rithöfundar og dvöldu hjá honum í sum-
arleyfum sínum. Hann hafði sagt margar sögur
af undarlegri háttsemi sumra þessara manna í
áheyrn Unglingsins, er hann gat ekki gleymt.
Það komu oft menn af næstu bæjum, en þeir
töluðu aðeins um tíðarfar og skepnuhöld hjá sér
og nágrönnum sínum, en næstum aldrei um bæk-
ur eða fjarlæga atburði. Þótt Unglingurinn teldi
sig ekki eiga samleið með hugðarmálum þessara
manna, þótti honum vænt um komur þeirra.
Nokkrir af þessum mönnum bjuggu fram við
GUÐMUNDUR HALLDÓRSSON:
Messudagur
heiðina og áttu langa leið til kirkjunnar og erf-
iða í snjófæri eins og nú. Unglingurinn hafði tek-
ið eftir, að fólkið frá þessum afskekktu bæjum
kom oft fyrst á staðinn, og jafnvel presturinn, sem
einnig átti um langvegu að sækja, hafði stundum
ekki ætlað sér nægan tíma að ná þangað á und-
Guðmundur Halldórsson.
an því. Síðar hafði honum skilizt, að snemmtek-
inn dagur var það vopn, er það sigraði með all-
ar vegalengdir og torfærur.
Það hélt áfram að rjúka neðra. Unglingurinn
var í þann veginn að ganga í bæinn, þegar hund-
arnir á bæjunum yfir á Tungunni fóru að gelta.
Hann vissi, að þeir höfðu séð til ferða prestsins
eftir Ófærunni og ákvað að bíða komu hans úti.
Það voru menn með poka á bakinu að hraða sér
heim frá fjárgeymslu á bæjunum hinum megin,
af því þeir voru að verða of seinir til að búa sig
og ganga þennan spöl eftir ánni og túnunum að
kirkjunni, áður en tekið yrði til. Stuttu síðar sá
hann prestinn koma úr Hvarfinu sunnan Ófær-
unnar, fór mjög hratt og var innan lítillar stund-
ar kominn að heimreiðinni. Hesturinn bar sig
ekki ýkjahátt, en lá þungt í taumnum, rennilegur
og hraður á þýðu brokkinu. Hann fékk slakan
tauminn neðst í götunni og hægði á sér síðasta
spölinn heim á hlaðið.
Presturinn losaði háða fæturna samtímis úr
ístöðunum og lyfti þeim hægri hratt yfir makka
hestsins og lét sig falla ofan á snjólausan blett-
inn framan við dyrnar. Hann tók fast og fljótt í
höndina á Unglingnum, færði sig snöggt aftur
með hestinum að hnakktöskunni og losaði ólina
með einu handtaki.
— Eru ekki allir frískir? sagði presturinn, á
meðan hann beið þess órólegur, að Unglingurinn
spennti hana frá sín megin.
— Jú, sagði Unglingurinn.
— Nokkuð komið af fólki?
— Nei, tíminn er heldur ekki kominn.
Presturinn var kominn inn í bæjardyrnar með
töskuna í annarri hendinni og hyrjaður að klæða
sig úr skjóllegri yfirhöfninni, áður en Ungling-
urinn hafði lokið við setninguna.
Unglinguriim var snúinn heim frá að láta inn
hestinn, þegar sást til kirkjufólksins koma fram-
an móinn. Það sást einnig til þess handan við
ána og til eins manns koma yfir Tunguna. Hann
fann hlýjuna leggja á móti sér, er hann opnaði
eldhúsdyrnar og hélt áfram inn í stofuna. Hélan
hafði runnið af glugganum, meðan liann var úti
og sást greinilega niður á túnið og kirkjuna.
Presturinn var búinn að liafa fátaskipti og setzt-
ur við endann á borðinu undir glugganum. Faðir
Unglingsins sagði:
— Komstu Ófæruna?
— Já.
— Var hún sæmileg?
— Það sást hvergi fyrir veginum.
— Hún liefur auðvitað fyllzt í suðaustanátt-
inni um daginn.
— Þetta var einn harðfennisskafl ofan frá
hrún og niður í á.
— Það er meiri guðsmildin, að þar skuli
aldrei hafa orðið slys, sagði móðir Unglingsins
fram í eldhúsinu og byrjaði að mala kaffið.
-— Var ekki betra að fara eftir ánni, sagði
faðir Unglingsins.
— Mér sýndist áin vera ótrygg við landið, svo
ég treysti á fótvísi Rauðs og lagði á hjarnskafl-
inn. Eg hefi orðið að gera það fyrr og ekki orðið
liált á því.
— Maður er með lífið í lúkunum í hvert
skipti, sem einhver fer þarna yfir, þangað til
maður veit hann hefur komizt klakklaust, sagði
faðir Unglingsins.
— Vonandi lagast þetta. Nú eru komin tæki,
sem gera kleift að leggja hættulausa og góða vegi
eftir svona stöðum. Þið megið bara aldrei lina á
kröfum ykkar að fá þetta gert.
Ætli það verði ekki dregið þangað til
mannskaði hefur orðið, vanir eru þeir því, sagði
móðir Unglingsins, hætti malverkinu og reis á
íætur til að láta á könnuna.
Unglingurinn stóð úti við gluggann og hlust-
aði á þau ræða um Ófæruna. Hann var hálfvegis
að vona, að presturinn segði eitthvað við hann
persónulega, en í stað þess tók hann handbókina
af borðinu og blaðaði í henni fram og aftur.
Unglingurinn sá smátt skrifaða ræðuna fremst í
bókinni. Honum lék forvitni á að vita, hvað hún
hefði að geyma. Hann fór að hugsa um, hvort
presturinn hefði vitnað mikið í skáldskap í henni
og hvort þröngsýnir menn yrðu til þess nú, eins
og komið hafði fyrir áður, að saka hann um að
tala um pólitík af stólnum, af því hann eirði ekki
ranglæti, var aldrei myrkur í máli og meiri ræðu-
maður en svo, að líklegt gæti talizt, að fámennum
utkjalkasöfnuði héldist á honum til lengdar.
Unglingurinn fékk sér bók og hallaði sér útaf
í rúmið. Hann var ekki búinn að opna bókina,
þegar það, sem fyrst kom af kirkjufólkinu, gekk
ívrir gluggann.
Stúlkurnar fóru í eldhúsið, þar sem þær fengu
að dóta sig til. Það stóðu opnar hurðir eftir þær
nt. Hann heyrði, að karlmennirnir fóru úr utan-
yfirjökkunum fram á ganginum og hengdu þá á
uglurnar og færðu sig aftur fram að þröskuldin-
um, þar sem þeir voru lengi að bisa við að ná af
sér frosnum gúmmístígvélunum, er þeir börðu
síðan harkalega við dyrastafinn til að ná úr þeim
snjónum, er komið hafði oní þau á göngunni.
Hann vissi, að þeir höfðu ekki haft með sér hux-
ur eins og á sumrin, þegar þeir komu ríðandi og
höfðu skipti í sólskini sunnan undir húsvegg,
heldur létu reiðbuxurnar duga gyrtar ofan í mó-
rauða ullarsokka með fagurlega útprjónaðri fit.
Unglingurinn fylgdist óglöggt með orðræðum
fólksins, eftir að hann opnaði bókina. Karlmenn-