Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 22.12.1959, Blaðsíða 8

Alþýðumaðurinn - 22.12.1959, Blaðsíða 8
8 JÓLABLAÐ ALÞÝÐUMANN SIN S Þriðjudagur 22. <jesember 1959 Mammamt «ETBAHNA§1ÐM Gleymt Ijóð. Ég skrifað hafði lítið Ijóð á lúið pappírsblað, en þótti í engu urn það vert og ekkert skeytti um það. Svo týndist þetta litla Ijóð og lagðist gleymsku í, en hending síðar örfá orð mér aftur færði úr því. Þá fann ég þessi fáu orð úr fyrnsku endurheimt mér voru ei lengur lítils verð, þótt Ijóðið vœri gleymt. Nú vildi ég gefa gull mitt allt að gjaldi í kvæðis stað. Mér finnst ég hafi aldrei ort neitt annað Ijóð en það. ( ) Allt er munað. Engu er tapað, engu gleymt, er okkur vakti gaman. Allt er munað, allt er geymt, öllu haldið saman. Þegar eitthvað þreytir geð — og það er mörgum sinnum burtu það ég þurrka með þessum gömlu minnum. ( Fugl í götu. Dúnalogn yfir dalnum er, dagsbirtu liafinn flóttinn. Skógurinn angar og ilminn ber unaði þrunginn að vitum mér. Hver getur sofið og glatað þér, goðmögnuð ágústnóttin? Lýsir í norðri logaglóð, lýtur í svefni gróður. Angurblítt heyri ég óma Ijóð, andvaka heiðlóu þakkaróð. Lífið er gulldregið litaflóð, lifandi gleðihróður. Brestur dýrðin, sem brosti gjör, brotnar stuðull í Ijóði, . stjaldra orðin og stirðnar vör, stöðvar blóðið um æðar för: Liggur í götunni lítill spör, löðrar allur í blóði. ( ) (Hverjir eru höfundar eftirfarandi kvæða og vísnaP 500 kr. í boði fyrir rétt svör. Dreg- ið 15. jan. n. k.r ef mörg rétt svör berast.) í órdaga. Dimmt kvað særinn við sanda, svali í vindanna hljóm. Allslausum einstaklingum auð var jörðin og tóm. Þau hittust og tókust í hendur — hafgolan skipti um róm, sandurinn varð að mjúkri mold, úr moldinni spruttu blóm. ( Við gröf öreigans. Það er ekki þys og ys, þröng né fjölmennt erfi, þó að lítið, fölnað fis fjúki burt og hverfi. ) ( Ævidansinn. Allt í gegnum aldaraðir ekki breytast heimsins kynni, ýmist hryggir eða glaðir dansa menn um dauðans traðir, drottinn stjórnar hljómsveitinni. ( ) Ellin bugar alla. Ungir stóðum á engi, eggjaðan Ijá að stráum reiddum hart og hertum liríð að rósum fríðum. Óðum finnum nú eyðast afl í lífsins tafli. Ellin, sem bugar alla, orku vorri svo storkar. ( ) Þró. Það er vorið með œskunnarunað, ástir, faðmlög og söng, sem heitast af hjarta ég þrái liaustkvöldin döpur og löng. En svo þegar vorsólin vermir og vöxtur í sál minni býr, þrái ég heitast haustið, húm þess og œvintýr. ( Tileinkun. Við vorum ung og áttum saman vorið og æskuþrár, og nutum þess hve Ijúft og létt var sporið þau liðnu ár, en liöfum síðan inn í bæinn borið margt bros — og tár. Mig töfrum bundu söngvar ótal sæva, og seiddu mig. Mér fannst ég bera örlög þúsund œva um eyðistig. Þó hvarf mér aldrei öll mín litla gœfa, ég átti þig. ( ) Ástin mín. Ljómar fögur lofnarsól, löngun hjartans brennur: Astin mín er eins og hjól, sem allar götur rennur. Þér finnst máske þetta rugl, — en það er ekkert glingur: Astin mín er eins og fugl, sem œvinlega syngur. Þú skalt’ekki gera gys, góði, öðrum líkur: Ástin mín er eins og fis, sem út í vindinn fýkur. ( Haust. Hallar degi, haustar að, hlíðum vindar strjúka. Viðir sölna, visnað blað verður að fjúka — fjúka. Þó að falli og fjúki burt, finnst ei mörgum skaði. Ekki er leitað eða spurt eftir visnu blaði. Skógarblöðin bleik og hrum — blærinn meðan fumar — dreymir máske einmitt um ódauðleikans sumar. / — Þú, sem strýkur stolta brá stœltur af ríkum dáðum, verður líka að víkja frá, visnar og fýkur bráðum. ( ) -^

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.