Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 22.12.1959, Blaðsíða 24

Alþýðumaðurinn - 22.12.1959, Blaðsíða 24
JÓLABÆKUR NORÐRA Kristján Eldjám: STAKIRSTEINAR tólf minjaþættir í þessari bók eru tólf frásagnir um íslenzkar minjar, sumar fornar, aðrar frá síðari öldum. — Höfundur bókarinnar, Kristján Ekljárn þjóðminjavörður, hefur áður skrifað bókina Gengið á reka, og er þessi mjög í sama stíl, létt og læsilega skrifuð. Efnisval bókarinnar má marka af fyrirsögnum þáttanna: Munir og minjar. Hannyrðakonan úr heiðnum sið. Smásaga um tvær nælur — og þrjár þó. Islands þúsund ár.Brunarúst- ir á Bergþórshvoli. Svipir í Flatatungubæ. Hringur austur- vegskonunga. Minnishorn Skálholtsdómkirkju. Ogmundar- brík. Þrætukistan frá Skálholti. íslenzkur barokkmeistari: Um Guðmund Guðmundsson smið í Bjarnastaðahlíð. Meitill og fjöður. Guðmundvir Gíslason Hagalín: FÍLABEINSHÖLLIN segir frá búskap Guðmundar G. Hagalíns í Kópavoginum, þar sem höfundurinn og- fjölskylda hans fara með aðalhlut- verkin, en einnig flytur bókin snjallar og skemmtilegar frá- sagnir af hænsnunum þeirra, hundum og köttum. Sér í lagi fjallar þó Fílabeinshöllin um samskipti Hagalíns við ýmsa samtíðarmenn, enda drífur margt á daga höfundarins í bók- inni. Fílabeinshöllin er ein af sérstæðustu bókum Hagalíns, snilldarlega skrifuð og þrungin gamansamri alvöru og.alvar- legri gamansemi. •r Gunnar Dal: OKTÓBERLJÓÐ fslenzk heimspeki hefur sjaldan staðið með miklum blóma, en þó hafa henni annað veifið fæðzt hugsuðir, er haldið hafa merki hennar hátt á lofti. Gunnar Dal er hinn yngsti slíkra manna. f þessarri bók birtist lesendum heimspeki hans í Ijóðformi; dýpstu rök tilverunnar eru rædd og rakin í fleyg- um hendingum ýmissa bragarhátta, sem sumir hverjir eru nú í fyrsta sinn teknir til meðferðar á vorri tungu. Gxmnar Dal varð þegar landskunnur af fyrstu bók sinni „Veru“, og seinni bækur hans, bæði í bundnu og óbundnu máli, hafa ekki síður fengið góða dóma. í bók þessarri birt- ast, auk nýrra ljóða, úrval úr eldri bókum höfundar. Vilhelm Moberg: VESTURFARARNIR Vilhelm Moberg er í hópi allra fremstu rithöfunda á Norð- urlöndum, og fáir eiga jafnstóran og tryggan lesendahóp og hann. Hann er allt í senn — þróttmikill, glöggskyggn, skemmtilegur og hispurslaus. Vesturfaramir eru fyrsta bindi ritverks um fólk, sem tók sig upp í sveitum Svíþjóðar um miðbik 19. aldar og fluttist bú- ferlum upp á von og óvon til Vesturheims. Bókin er þverskurður af lífi og hugsunarhætti þess fólks, er hún fjallar um — sænsku sveitarfélagi á miðri 19. öld. Þetta er meitluð saga, gegnsýrð af anda þess tíma, sem hún gerist á. Þetta er skáldsaga, sem ber hátt yfir allar skáldsög- ur, sem koma á íslenzkan bókamarkað í ár — bók, sem verður umræðuefni manna og allir verða að lesa, sem fylgj- ast vilja með.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.