Heimir : söngmálablað - 01.01.1937, Blaðsíða 16

Heimir : söngmálablað - 01.01.1937, Blaðsíða 16
10 C. E. Darmstad hugunar. Hann á fyrst að lesa hann yfir nokkruni sinn- um og' siðan lesa hann upp með réttum áherzium. Vitan- Jega verður hann að sjá um að kórinn tileinki sér réttar áherzlur um leið og raddirnar eru æfðar. Gæta verður vel að framburði samhljóðenda, að liann sé greinilegur. Að sjálfsögðu verður söngstjórinn að atliuga, hvar bezl fari á þvi að söngmenn dragi andann, og merkja við þá staði. Ennfremur verður hann að kynna sér rækilega bljómana i laginu og finna þau bljómasambönd, sem sérstaklega verður að leiða fram í söngnum. Þegar hann hefir lokið þessum undirbúningi, þá fyrst er tími kominn til að byrja á raddæfingum. I hugléiðingum mínum hér ú eftir er gert ráð fyrir því, að kórsöngmennirnir kunni ekki að syngja eftir nótum. Venjulega bafa söngstjórar eitthvert hljóðfæri, þegar þeir æfa raddir, harmonium, ])íanó eða fiðlu. Sjálfur nota ég fiðlu. Að Iienni mætti belzl finna, að ekki er hægt að spila á hana allar raddirnar i einu, en ])að er stund- um nauðsynlegt, þegar um vandsungin hljómasambönd er að ræða. Það kunna að vera skiftar skoðanir um það, í hvaða röð eigi að æfa raddirnar. Ég fyrir mitt leyti álil það heppilegt, að lagið sé fyrst sj)ilað yfir og fyrsti tenór sé látinn syngja með hljóðfærinu,því þákynnistkórinnstrax laginu sjálfu og byggingu þess. Síðan ætti að æfa annan bassa á sama hátt og láta jafnframt fyrsta tenór syngja sina rödd með veikum rómi. Með þessu móti fá yztu raddirnar stuðning bvor af annari. Það er vitanlegt, að stundum eru raddir í kórlögum svo erfiðar, að óhjá- kvæmilegt er að spila bverja rödd fyrir sig á æfingum. En venjulega nægir að röddin, sem æí'ð er, sé spiluð sterkara en hinar, svo söngmennirnir geti vel greint hana. Það er belra að söngmennirnir heyri ávallt lagið spilað með öllum röddum, því þá læra söngmennirnir fljótar sina rödd, enda cru raddir i kórlögum ekki sjálf- stæðar laglínur, heldur eru þær afleiðing Iiver af annari

x

Heimir : söngmálablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimir : söngmálablað
https://timarit.is/publication/601

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.