Heimir : söngmálablað - 01.01.1937, Blaðsíða 28

Heimir : söngmálablað - 01.01.1937, Blaðsíða 28
22 Guðl. Rósinkrans S Ö N G F Ö R S Æ N S K A S T Ú D E N T A K Ó R S I S. EFTJR G V fí L. RÓSINKRANZ. Einn merkasti atlmrður í sönglistarlífi liér á landi á síðastliðnu ári og jafnvel mörgum árum, er án efa koma sænska stúdentakórsins „Stockliolms studentsángare- förbund“ liingað í fyrrasumar. Það var kraftur og fjör i þessum friða flokki þegar hann söng söngkveðju sína og þjóðsöng vom um leið og landfestar voru bundnar. Súldin og rigningin liafði engin áhrif, þeir sungu eins og það væri glaða sólskin og álieyrendurnir, sem stóðu bullvotir á upp- fyllingunni gleymdu rigningunni, þeim hlýnaði um lijarta- ræturnar og vináttuböndin milli íslendinganna og þessara sænsku söngfugla voru hnýtt um leið og landfestamar. Það var festa, láræði og fjör í söng þessara manna, mikiu meira fjör og fylling en við eigum að venjast hér, þótt við liinsvegar séum vanir fallegum og fáguðum söng. Það var þetta eðlilega, látlausa og þróttmikla fjör, sem ein- kenndi allan söng kórsins. og fyrir það var hann bæði mér og öðrum sérlega kærkominn. Söngur þeirra bar mcð sér ýms beztu einkenni sænskr- ar menningar, og mennirnir sjálfir, með hinni frjáls- mannlegu og fáguðu framkomu, voru hinir ágætustu fulltrúar fyrir hinar vel menntu, dugmiklu og glæsilegu sænsku þjóð. Það var þægileg tilbreytni að fá heimsókn þessa ágæta kórs, enda sýndu áheyrendumir, að þeir kunnu að meta hann, með því að fylla stærsta samkomusal bæjarins mörgum sinnum, og með þvi að láta ánægju sina svó ótvírætt i ljós, sem þeir gerðu. En bezt sást, hve mikilla vinsælda ]>essir ágætu söngmenn höfðu aflað sér, þegar þeir fóru og um 5 þúsundir manna, einn sá mesti mann- fjöldi, sem nokkurntíma hefir safnast saman á einn stað í Reykjavík, komu á uppfyllinguna til þess að kveðja þá

x

Heimir : söngmálablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimir : söngmálablað
https://timarit.is/publication/601

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.