Heimir : söngmálablað - 01.01.1937, Blaðsíða 37

Heimir : söngmálablað - 01.01.1937, Blaðsíða 37
Edward Gricg 31 eða hann samdi verkin i anda þjóðlaganna, þannig að auðheyrt er, að þau eru af norsku bergi brotin. Um baustið 1866 dó Nordraak i Berlín, aðeins 24 ára gamall, úr berklum. Grieg samdi sorgarslaginn i a-moll til minningar um bann. Sorgarslagui'inn er þrunginn dimmum hljómum og nístandi mishljómum, en i honum er bjartur kafli, minningar um liðna daga, bjartar samverustundir. Sorgarslaginn hafði Grieg á- vallt með sér á ferðum sínum. Hann vissi, að líf lians Jiékk í bláþræði, og lcvaðst liann vilja láta spila lagið yfir sér látnum. Það var og gert. Osló. Árið 1866 settist Grieg að í Osló og bjó þar næstu 8 árin. Hann gerðist þar söngstjóri og hljómsveitarstjóri og kenndi auk þess píanóspil. Um þessar mundir (1867) kvæntist hann frænku sinni Ninu Hagerup, sem hann Jiafði kynnst i Kaupmannahöfn. Hún var bæði fögur og gáfuð og auk þess ágæt söngkona. Mest þótti lienni varið í lög eftir Grieg frænda sinn, og söng hún þau öllum betur. Eklci þótti móður hennar ráðahagur- inn góður, og er sagt, að henni bafi brugðið í brún, er bún frétti trúlofun dóttur sinnar, og sagt: „Hann er ekkert, á eklíert til, og semur lög, sem enginn vill heyra.“ Nokkuð var liæft í þessu, því aðeins tvö einlölc böfðu selst af fyrstu sönglögum Griegs. En svo samdi liann sönglagið „Ég elska þig“ (Min tankes tanke ene du er vorden, du er mit hjertes förste kjærlighet“) og sýndi unnustu sinni, og l)rátt var þetta lag á allra vörum. Þá var sagt við gömlu konuna: „Sjáðu til! Hann verð- ur heimsfrægur!“ Mikilli mótspyrnu sætli Grieg í Osló. í músiklifinu þar rikti þröngsýni, klíkuskapur og öfund. Af söng- æfingum var skrópað, en á samsöngvana mættu allir með tölu, og þá vildu allir standa fremstir. Mæðurnar kvörtuðu yfir því, að dætur þeirra væru látnar standa

x

Heimir : söngmálablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimir : söngmálablað
https://timarit.is/publication/601

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.