Heimir : söngmálablað - 01.01.1937, Page 19

Heimir : söngmálablað - 01.01.1937, Page 19
Erindi 13 cr mikill, um það eitt c>fasl enginn, en hvorl sá kraftur getur kallast almáttugur, svo sem þeir liéldu fram, skal ekki um deilt, en kyngikraft getum við auðveldlega sagt að hljómarnir hafi. Það mun ekki ósjaldan eiga sér stað, þá er eitthvað mjög alvarlegt er á ferðum, og liugur og ])rek liinna vöskustu manna er í þann veginn að gefa sig, sé gripið til hljómlistarinnar — til söngsins. liinir vösku sjómenn, seni hópa sig á skipsflakinu í sjálfum skerja- garðinum og horfa á hinar æðisgengnu, hvítfreyðandi holskeflur hal'sins ógna lífi sínu, taka til að syngja, og dæmi eru til, að heilu skipshafnirnar, sem híða dauð- ans, láti sönginn óma á meðan grængolandi úthafsdýp- ið er að soga allt niður — niður. Máttur hljómandi söngsins veitir áræði, kraft, frið og ró. Þættir hljómlistarinnar eru margir. En sá þáttur eða sú tegund hljómlistar, sem þykir einna fegurstur, er söngurinn, og þá einkanlega karlakórssöngurinn. Það er lika mjög svo skiljanlegt, þegar tekið er tillit til þess, að fagrar og þjálfaðar karlmannsraddir, hvort heldur það er liár tenór eða djúpur barýtónn, er eitt hið fegursta sem eyrað fær að heyra. Hagleiks og visindamenn í hljóð- færasmíði eru ávallt að lcitast við að finna út raddasam- setningar, sem likjast liinni fögru mannsrödd, en liingað lil liefir visindamönnunum ekki tekizt þetta, nema að litiu leyti. Þjálfaða mannsröddin mun ávallt verða það fcgursta. Tsienzka þjóðin hefir fram að þessu verið svo hcppin að liafa átt gnægð af blæfögrum röddum karla og kvenna, og með elju og dugnaði hefir ýmsum mönnum, söngfé- lögum og söngstjórum, tekizt að túika vandasöm kór- verk snillinganna og staðist gagnrýni hinna ströngustu listdómara. Nú á seinni áruin hefir hljómlist miðað hröðum skref- um að fullkonmun hjá okkar íslenzku þjóð. Hljómlistar- skóli hefir starfað, og söngfélög hafa risið upp liverl af öðru, ekki einungis í Reykjavík og stærri kaupstöðunum

x

Heimir : söngmálablað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimir : söngmálablað
https://timarit.is/publication/601

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.