Heimir : söngmálablað - 01.01.1937, Blaðsíða 39

Heimir : söngmálablað - 01.01.1937, Blaðsíða 39
Edward Griccj 33 leiðinni til hans, en að hann hefði getað sparað sér liana, þvi að elskulegri maður en Liszt væri varla til. Liszt geðjaðist bezt að því, sem var norskast og sér- kennilegast'í lögunum. -— Nolckru siðar lieimsótti Grieg hann aftur, og liafði þá með sér handritið af pianó- konsertinum sínum, en liann er eilthvert merkilegasta verkið, sem eftir hann liggur. Lék honum forvitni á að vita, hvort Liszt myndi spila liann frá blaðinu. Grieg liélt, að það gæti enginn maður gert. „Viljið þér spila hann?“ spurði Liszt. „Nei, eg get það ekki,“ svaraði Grieg. Þá tók Liszt handritið, setlist við hljóðfærið og sagði brosandi: „Þá skal ég sýna yður, að ég gel það ekki lieldur,“ og' byrjaði á laginu. Grieg hafði ekk- ert við spilið að atliuga annað en j>að, að fyrsti kafl- inn var fullhart leikinn. Á áhrifamiklum stað síðast í laginu hreytist það úr „dúr“ í „moll“ — úr „gis“ i „g“, og eru þar stórfeld skalahlaup. Þegar Liszt var kominn að þessum stað, hætti hann að spila, þreif nót- urnar, stóð upp og stikaði stórum yfir gólfið, eins og hann væri á leiksviði, og söng lagið við raust; síðan rélli hann út hendurnar og hrópaði: „g!“ „g!“, en ekki „gis“. Stórkostlegt! Þetta er eins og ósvikinn sænsk- ur bankó!“ Síðan setlist hann aftur við liljóðfærið og' lauk við lagið. — Við Grieg sagði hann: „Haldið þér þannig áfram; þér hafið gáfurnar, — og látið ekki hræða yður!“ Þessara orða minntist Grieg siðar, er margt blés honum móti, og efinn sótti að honum. Ibsen. í Rómahorg kvnntist Grieg skáldinu Henrik Ibsen. Nokkrum árum síðar fékk Ibsen liann til þess að semja lögin við „Pétur Gaut“ (1875). Músikin er meistaraleg. „Sólveigarsöngurinn“ er ef til vill úthreiddasta lag höf- undarins. „Dauða Ásu“ og „Dans Anitru“ úr þessu verki þekkja allir. Ennfremur lögin „Harmur Ingibjargar“ og „I höll Dofra konungs“, en siðarnefnda lagið er ein-

x

Heimir : söngmálablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimir : söngmálablað
https://timarit.is/publication/601

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.