Heimir : söngmálablað - 01.01.1937, Blaðsíða 29

Heimir : söngmálablað - 01.01.1937, Blaðsíða 29
Söngför 23 og láta í ljósi þakklæli sitt. Það er óliætt að segja, að eng- inn flokkur, scm liingað hefir komið, hafi náð shkum vin- sældum; og við sem fengum tækifæri lil þess að kynnast kórnuin, munum alltaf ininnast komu hans með sérslakri gleði. Af ummælum söngmannanna sjálfra verður heldur ekki annað séð, en að þeir hafi verið ánægðir yfir komu sinni hingað. Sem vott um það læt eg hér fylgja kafla úr grein, sem einn af stúdentunum hefir skrifað um ferðina hingað, í stúdentablaðið Gaudeamus: „Við höfðum að vísu gert okkur miklar vonir um ís- land og vistina þar, en allt sem við fengum að sjá þar og uþplifa var langt yfir allar vonir. Við vissum að landið var eyðilegt og lirjóstrugt, en við liöfðum ekki getað gert okkur hugmynd um hin víðáttumiklu og stórfenglegu hraun, ekki hina undurfögru náttúru, himinbláu snævi- þöktu fjöll og fjölbreyttu blæbrigði. Við vissum að íslend- ingar eru náskyldir oltkur, og að hugðarefni þeirra og hugsanir eru líkar okkar, en hinar lijartanlegu og rausn- arlegu viðtökur, sem við fengum, voru grípandi. Okkur lá við að spyrja: „Hvað höfurn við gert svo við verðskuldum slikar móttökur?“ Við vissum, að Islendingarnir hafa mikinn áliuga fvrir Svíþjóð, sænskum bókmenntum og sænskri músik, en þegar við komumst að raun um að nær því allir, sem við kynntumst, gátu sungið Glunta og fjölda Belhnannsöngva og ýmsar af vísum Fridu, þá skömmuð- umst við okkar fyrir kunnáttuleysi okkar í íslenzkum ljóðum.“ , Höfundurinn lýsir síðan Sænsku vikunni og segir með- al annars: „á kvöldin voru oftast samsöngvar fyrir fullu húsi og lirifnum álieyrendum og veizlur og dansleikir á eftir, með eðlilegum og vingjarnlegum blæ, sem knýtti okkur traustum vináttuböndum við hina kæru frændur \ora, svo okkur fanst við vera orðnir hluti í einni stórri fjölskyldu.“ Hann lýsir síðan hvernig gistingum þeirra var fyrirskipað, að þeir liafi búið i nýtizku stúdentabústað, en matast lijá ýmsum fjölskyldum, og sökum þess liafi

x

Heimir : söngmálablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimir : söngmálablað
https://timarit.is/publication/601

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.