Heimir : söngmálablað - 01.03.1939, Qupperneq 31

Heimir : söngmálablað - 01.03.1939, Qupperneq 31
H E I M I R 27 sirini þær, sem lieimsfrægar eru. Schumann hefir sam- ið merkileg píanótónverk, eins og sónöturnar i fis-moll og g-moll, Carneval, konsertinn i a-moll, Fantasiu í c-dúr, Kinderscenen, Iíreisleriana, Etiide symphonique o. fl., o. fl. Allt eru þetta dýrar perlur, sem skipa liöf- undinum á hekk með skáldlegustu og frumlegustu pi- anótónskáldum heimsins. Sem sönglagliöfundur er liann þó ekki síður merki- legur. Sönglög hans gerðu liann á svipstundu frægan um allt Þýzkaland og urðu einkum i miklu uppáhaldi lijá ungum menntamönnum. Hann liafði gotl vit á skáldskap og valdi nær eingöngu ljóð eftir upprenn- andi þýzk skáld, eins og Heinc, Kerner, Eichendorf, Chamisso o. fl. Á þessu sviði er honum jafnað til Scliu- herts — „konungs sönglaganna“. Píanóverkin og sönglögin vuru i smáum formum, og þar gat hann notið sín. Þar má greina fingraför meistarans. Það er eðli rómantískra tónskálda að velja smá tónlagaform. Chopin var einnig rómantískt tón- slcáld og hann liefir samið nokkrar sónötur, en þær eru taldar til slóru formanna. En þessar sónötur Chopins eiga þó ekkert skylt við hið klassiska sónötuform nema nafnið. Chopin lmýtti saman fjögur sjálfstæð píanó- verk — „fjögur fögur blóm í sveig“ — og gaf þeim nafnið sónata. Eins var þessu varið með Schumann og sónöturnar hans. En þær eru að engu síður merkilegar. Þegar honum var hent á þetta, þá yfirvegaði hann vand- lega málið og kom síðan fram með kenninguna um „die poetische Ganzheit“, þ. e. um heildarsvip hinnar skáld- legu hugsunar, er lægi til grundvallár tónverkinu. Hann hafði rétt fyrir sér. í kennslubókum eru til vandlegar skýringar á sónötuformi og öðrum músikformum. En eftirtektarvert er það, að næstum allar frægar sónötur eru ekki byggðar eftir ])essari kokkabók. Meira að segja Beethoven, hinn mikli sónötumeistari, samdi hverja són-

x

Heimir : söngmálablað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimir : söngmálablað
https://timarit.is/publication/601

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.